Fara í efni

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

19. fundur 14. september 2023 kl. 13:00 - 13:45 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Drífa Gústafsdóttir
  • Þóra Júlíusdóttir
  • Elín Davíðsdóttir
  • Ásgerður H Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Þóra Margrét Júlíusdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Bær II L133830 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - heimreið

2306010

Lögð er fram umsókn landeiganda að Bæ 2, L133830 í Bæjarsveit um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri heimreið. Aðkoman er af Bæjarvegi er tengist Bæjarsveitarvegi (513). Með nýrri heimreið verður núverandi aðkoma felld niður.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna framkvæmdaleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðareiganda að Bæ 4 og leitað umsagnar Vegagerðarinnar.

2.Fálkaklettur 10 L135620 - Umsókn um byggingarleyfi_bílskúr

2307207

Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni Fálkaklettur 10 L135620. Bílskúr verður byggður úr timbri á steyptum undirstöðum samtals 40,0m2 að stærð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum fasteigna Mávakletts 6 og 8 og Fálkakletts 9, 11 og 12.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi

2309081

Lögð fram umsókn Flugbklúbbsins Kára, dags. 12. september 2023, um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Kárastaðaflugvöll. Framkvæmdin er hluti af vinnu við öryggissvæði flugvallarins þar sem efni er komið fyrir við flugbrautina þar sem það á við til þess að jafna út hæðarmun flugbrautar við aðliggjandi land. Megin framkvæmdasvæðið er austan við flugbrautina þar sem hæðarmunur er mestur. Efnið er fengið frá Þrótti ehf. og kemur frá framkvæmdum sem unnar eru við Borgarbraut í Borgarnesi. Áætlað efnismagn er um 600-800 rúmmetrar og miðast framkvæmdatími verksins við verktíma Borgarbrautarinnar. Efnið á öryggissvæðinu verður jafnað út og grasfræi sáð í þar sem við á. Að verki loknu mun ISAVIA taka verkið út.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykktir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna vinnu við öryggissvæði við Kárastaðaflugvöll í Borgarnesi. Ekki þarf að grenndarkynna framkvæmdina þar sem hún er innan skilgreinds öryggissvæðis við flugvöllinn og hefur ekki áhrif á aðliggjandi svæði.

Fundi slitið - kl. 13:45.