Fara í efni

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

196. fundur 22. júní 2022 kl. 10:00 - 11:00 á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Sæmundur Óskarsson byggingarfulltrúi
  • Sóley Birna Baldursdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Sæmundur Óskarsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Guðjónstún - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2206140

Umsækjandi:Sigrún Elíasdóttir
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir gestahúsi 29.5m2
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Kvarði ehf
Grenndarkynna þarf erindið. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
Leyfisgjöld hafa verið greidd.
Niðurstaða úr grenndarkynningu verði jákvæð.

2.Stóraflöt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2206066

Umsækjandi: Bjarni Heiðar Johansen
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir stækkun á núverandi sumarhúsi. Stækkun 21m2
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Jökull Helgason
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
Leyfisgjöld hafa verið greidd.

3.Digranesgata 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2206026

Umsækjandi: Reitir Verslun ehf
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir breytingum innanhúss:
Breytingu á verslunarrými áður merkt 0103 (766,8m2) Innanhúss: Rými (áður merkt 0103) er skipt upp í tvö aðskilin verslunarrými (103 og 104) með sameiginlegu anddyri (105). Verslunarrými vesturhluta (103) nýtir núverandi stoðrými. Verslunarrými í austurhluta (104) verður skipt upp í verslun og viðeigandi starfsmanna og stoðrými. Dyr á norðurvegg tengdar rými 104 verða stækkaðar. Sett verður upp milliloft fyrir tæknibúnað inn á lagerrými sem fær rýmisnúmerið 0107. Lofthæð rýmis er öll undir 1800mm og hefur því ekki áhrif á brúttóflatarmál hússins.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Aðalsteinn Snorrason
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum

4.Álfholt L-233706 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2206048

Umsækjandi:Helgi B. Þorvaldsson
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi 121m2
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður:Sveinn Ívarsson
Grenndarkynna þarf erindið. Ekki liggur fyrir skipulag af svæðinu.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
Leyfisgjöld hafa verið greidd.
Niðurstaða grenndarkynningar verði jákvæð.

5.Stafholtsveggir 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2203022

Umsækjandi: Heildi ehf
Erindi: Sótt um leyfi til að breyta núverandi landbúnaðarhúsi fyrir gistingu, veitinga- og móttökusal ásamt eldhúsi. Í rýminu verða 17 hótelherbergi. Húsið er að innan klætt, bæði þak og veggir. Botnplata verður söguð upp að hluta fyrir lagnir og steypt í. Bílastæði koma fram á áður samþykktu deiliskipulagi.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Verkhof ehf
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum

6.Dvergholt 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2206119

Umsækjandi: Árvík fasteignafélag ehf
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi 63,6m2. Húsið er byggt úr timbri á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Meter teiknistofa ehf
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
Leyfisgjöld hafa verið greidd.

7.Umsókn um stöðuleyfi

2206076

Umsækjandi: Jörvi ehf
Erindi: Sótt er um stöðuleyfi fyrir þremur 20 ft. gámum
Fyrirhuguð notkun: Geymsla
Gámarnir verða staðsettir við Melabraut 6.
Erindið er samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.