Fara í efni

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

216. fundur 05. september 2023 kl. 11:00 - 11:45 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Sæmundur Óskarsson byggingarfulltrúi
  • Elfar Már Ólafsson verkefnisstjóri
  • Elín Davíðsdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Sæmundur Óskarsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi - Borgarbraut 66 - Lnr. 135516

2308152

Umsækjandi: Vegagerðin

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir eftirfarandi: Fyrirhugaðar eru innri og ytri breytingar á húsnæðinu sem hýsir skrifstofur ,verkstæði og þjónustudeild. Skrifstofuhluti á 1.og 2.hæð verður "opið skrifstofurými" og fleiri starfsstðvum komið fyrir. Hjóla og sorpskýli komið fyrir á lóð.Brunavarnir verða uppfærðar og endurskoðaðar. Raf og neysluvatnslagnir vera uppfærðar og breytt eftir því sem við á.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Gísli Sæmundsson
Byggingin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

2.Umsókn um byggingarleyfi

2308009

Umsækjandi: Hestaland ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi. Stærð 52m2

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Emil Þór Guðmundsson.
Umsækjandi er ekki þinglýstur landeigandi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Leyfi þinglýsts landeiganda liggur fyrir.

3.Grund L136044 - Umsókn um byggingarleyfi - breyting

2309017

Umsækjandi: Björgvin Ölversson

Erindi: Lagðar eru inn reyndarteikningar af núverandi húsi sem er byggt 1929, þar sem það kom í ljós að núvernadi teikningar eru speglaðar og viðbygging ekki rétt. Ný skráningartafla fylgir erindinu.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Sigurbjartur Loftsson
Erindið er móttekið og samþykkt.

4.Hraunskógur 2 L195297 - Umsókn um byggingarleyfi - frístundahús

2308195

Umsækjandi: Húsafell hraunlóðir ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir frístundahúsi mhl-01 stærð 88.2m2 ásamt gestahúsi mhl-02 stærð 19,7m2.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Nýhönnun ehf
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

5.Borgarbraut 65 L135507 - Umsókn um byggingarleyfi - breyting

2309015

Umsækjandi: Brákarhlíð hjúkrunar- og dvalarh.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir breytingum á geymslu og sjúkrabaði á 1. hæð og setustofum á 2. og 3. hæð í íbúðir.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Einar Ingimarsson.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

6.Galtarholt 1 L135038 - Umsókn um stöðuleyfi - vinnuskúr

2309001

Umsækjandi: Hildur Bjarnadóttir fyrir hönd landeiganda

Erindi: Sótt er um stöðu og flutningsleyfi 25m2 vinnuskúr.

Vinnuskúrinn verður staðsettur á lóðinni Galtarholt 1 (F-233480).

Fyrirhuguð notkun: Vinnuaðstaða og geymsla.
Samþykkt

7.Þverásbyggð 13 L135156 - Umsókn um byggingarleyfi - frístundahús

2308265

Umsækjandi: Sigurður Júlíus Gunnarsson

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir frístundahúsi alls 119.1m2

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Atli Jóhann Guðbjörnsson
Fyrirhuguð bygging er stærri en skipulag gerir ráð fyrir.
Gera þarf óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni breytingu á deiliskipulagi og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

8.Runnabyggð 3 L195792 - Umsókn um byggingarleyfi - frístundahús viðb.

2308160

Umsækjandi: Brynjar Víkingsson

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir stækkun á sumarhúsi. Stækkun alls 66.6m2.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Svavar M Sigurjónsson
Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af sumarhúsasvæðinu. Erindið þarf að grenndarkynna.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 11:45.