Fara í efni

Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd

23. fundur 06. apríl 2021 kl. 08:30 - 11:45 í Teams
Nefndarmenn
  • Sigurður Guðmundsson formaður
  • Ómar Örn Ragnarsson aðalmaður
  • Brynja Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólveig Heiða Úlfsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Maria Neves samskiptastjóri
Fundargerð ritaði: Maria Neves samskiptastjóri
Dagskrá

1.Atvinnulíf Borgarbyggðar

1910025

Guðný Elíasdóttir deildarstjóri skipulags- og byggingarmála kemur á fund til þess að ræða lausar lóðir og kortasjá sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar Guðnýju fyrir góða yfirferð á útfærslu á kortavefsjánni sem kemur til með að sýna með einföldum hætti lausar lóðir í Borgarbyggð. Í útfærslunni kemur meðal annars fram stærð og gerð lóða ásamt gatnagerðargjöldum. Þegar þessi útfærsla er tilbúin liggur fyrir að sveitarfélagið getur markvisst farið í þá vinnu að kynna lausar lóðir í sveitarfélaginu.

Samskiptastjóra falið að vinna málið áfram í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið.

2.Plan- B 2021

2103047

Skipuleggjendur Plan-B Art Festival mæta á fund og kynna fyrirkomulag hátíðarinnar 2021.
Nefndin þakkar Sigþóru Óðinsdóttur og Guðlaugu Dröfn Gunnarsdóttur fyrir góða yfirferð á fyrirkomulag hátíðarinnar árið 2021.

Nefndin telur mikilvægt að Plan-B festi sig í sessi í Borgarbyggð til framtíðar og mun vinna að því að koma til móts við skipuleggjendur hátíðarinnar eins og kostur er.


Brynja Þorsteindóttir yfirgefur fundinn kl. 09:40.

3.Styrkir á sviði menningarmála

2008127

Framlögð drög að reglum um styrkveitingar til menningarverkefna.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi reglugerð.

Nefndin fagnar því að búið sé að samræma styrkveitingar á vegum sveitarfélagsins og þar með stuðla að faglegri afgreiðslu þeirra. Úthlutun styrkja fer fram þrisvar sinnum á ári, í maí, september og desember. Sótt er um rafrænt á þar til gerðu eyðublaði í þjónustugáttinni.

Markmiðið með þessum reglum er að styðja við fjölbreytta menningarstarfsemi í sveitarfélaginu og stuðla að jákvæðri þróun í menningarmálum. Auk þess er um að ræða hvatning til nýsköpunar á sviði lista-og menningar í Borgarbyggð.

Tilgreind verkefni samkvæmt framangreindu markmiði eru eftirfarandi:

Listaverk.
Útgáfa bókmenntar, vísindagreina, fræðibóka, skýrslna og annað sem hefur menningarlegt varðveislugildi til lengri tíma.
Útgáfa mynd- og hljóðdiska sem hafa menningarlegt gildi og sýnilega sérstöðu.
Styrkir til smærri menningarviðburða í sveitarfélaginu.
Varðveisla menningarminja.
Styrkir til að varðveita menningararfleið, til að mynda húsa- og upplýsingaskilti.

Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar reglur um styrkveitingar til menningarverkefna.
Brynja Þorsteinsdóttir kemur inn á fundinn kl. 09:58.

4.Umsókn um styrk - Sirkus Íslands 2021

2102127

Lagt fram erindi frá Sirkusi Íslands þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna fjölskyldusýningu sem haldin var í Hjálmakletti þann 21. febrúar s.l.
Nefndin hefur samþykkt reglugerð um styrkveitinga til menningarverkefna og verður hún lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um styrk í þjónustugáttinni þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.


5.Sirkussýningin Allra veðra von - Styrkbeiðni

2103148

Lagt fram erindi frá Hringleik þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna sýningu sem haldin verður í Borgarnesi 19. júní nk.

Nefndin hefur samþykkt reglugerð um styrkveitinga til menningarverkefna og verður hún lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um styrk í þjónustugáttinni þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.

6.Húsaskilti - styrkbeiðni

2103064

Framlagt erindi frá Hollvinasamtökum Borgarness þar sem óskað er eftir styrk til þess að búa til húsaskilti fyrir elstu hús í Borgarnesi.

Markmiðið með verkefninu er að kynna og varðveita sögu elstu húsa bæjarins.
Nefndin hefur samþykkt reglugerð um styrkveitinga til menningarverkefna og verður hún lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um styrk í þjónustugáttinni þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.

7.Upplýsingaskilti - styrkbeiðni

2103084

Framlagt erindi frá Hollvinasamtökum Borgarness þar sem óskað er eftir styrk til þess að búa til upplýsingaskilti í Borgarnesi.


Markmiðið með verkefninu er að miðla upplýsingum um sögu staðarins til íbúa og annarra gesta.
Nefndin hefur samþykkt reglugerð um styrkveitinga til menningarverkefna og verður hún lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um styrk í þjónustugáttinni þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.

8.Markaðsmál 2021

2010189

Umræður um kynningarefni fyrir markaðsherferðir í vor og sumar 2021.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Manhattan Marketing vegna markaðsherferðar árið 2021. Nefndin felur samskiptastjóra að ganga frá samningi á grundvelli tilboðsins að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

9.Að vestan og fleiri þættir á vegum N4

2102142

Framlögð kostnaðaráætlun frá sjónvarpsstöðinni N4 fyrir innslög í þáttarröðinni Að Vestan 2021.
Nefndin hyggst fara í stóra markaðsherferð árið 2021. Vegna þessa hefur verið ákveðið að fara ekki í samstarf við N4 af svo stöddu.
10.Vefgreining fyrir heimasíðu Borgarbyggðar

2103126

Framlögð kynning á vefgreiningarverkfæri fyrir heimasíðu Borgarbyggðar.
Nefndin fór yfir kynninguna frá fyrirtækinu Siteimprove og hefur ákveðið að leggja ekki kostnað í þetta verkefni að svo stöddu.

11.Samstarf safna í Borgarbyggð

2012028

Framlagt erindi frá Önnu Heiðu Baldursdóttur fyrir hönd Landbúnaðarsafn Íslands og Snorrastofu varðandi samstarf safna í Borgarbyggð.

Óskað er eftir fjárstuðningi vegna prentunar á aðgangskortum fyrir söfn sveitarfélagsins og beðið er um álit á hugsanlegu varðveislusetur fyrir öll söfn í Borgarbyggð.
Nefndin þakkar fyrir erindið.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur samskiptastjóra að kanna kostnað á prentun á sameiginlegum aðgangskortum fyrir söfn sveitarfélagsins. Auk þess samþykkir nefndin að kynna vel verkefnið á heimasíðu sveitarfélagsins og aðstoða við kynningu á verkefninu.

Nefndin tekur undir að varðsveislusetur væri vel staðsett í Borgarbyggð. Ávinningur væri mikill fyrir öll söfnin í sveitarfélaginu ef slíkt setur myndi rísa í Borgarbyggð. Nefndin mælir með að sveitarfélagið óski eftir fund með mennta- og menningarmálaráðherra um varðveislusetur í Borgarbyggð.

12.Kaup á vörsluskápum fyrir Listasafn Borgarness

2103098

Framlagt erindi frá Guðrúnu Jónsdóttur vegna kaupa Listasafns Borgarness á listaverkaskápum.
Nefndin mælist ekki gegn kaupum á listaverkaskápum en telur nauðsynlegt að það eigi sér stað samtal um staðsetningu þeirra.

Fundi slitið - kl. 11:45.