Fara í efni

Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd

37. fundur 02. ágúst 2022 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Eva Margrét Jónudóttir formaður
  • Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir varaformaður
  • Hafdís Lára Halldórsdóttir aðalmaður
  • Valur Örn Vífilsson aðalmaður
  • Kristján Rafn Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Maria Neves samskiptastjóri
Fundargerð ritaði: Maria Neves samskiptastjóri
Dagskrá

1.Skýrsla samskiptastjóra

2112089

Samskiptastjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.

2.Málefni Safnahúss Borgarfjarðar

2109182

Þórunn Kjartansdóttir nýráðin forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn.
Nefndin þakkar Þórunni fyrir komuna á fundinn og hlakkar til samstarfsins. Nefndin leggur til að Þórunn verði hér eftir áheyrnarfulltrúi á fundum nefndarinnar þegar menningarmál eru til umræðu.

Nefndin tekur undir bókun byggðarráðs um að það þarf að láta kostnaðarmeta megintillögur sem fram koma í skýrslunni um framtíðarskipan Safnahúss Borgarfjarðar sem fela í sér eftirfarandi; móta sýn, áherslur og aðgerðir fyrir hvert safn Safnahússins, færa Héraðsskjalasafnið nær stjórnsýslunni, nútímavæða bókasafnið með því að færa það í Hjálmaklett, gera náttúrugripasafn hluta af Landbúnaðarsafni, endurskoða nýtingu núverandi húsnæðis Safnahúss og munageymslu og endurskoða stjórnskipulag svo fátt eitt sé nefnt.

Nefndin felur forstöðumanni menningarmála að leggja fram kostnaðaráætlun á fundi nefndarinnar í október ásamt því að hefja formlegar viðræður við stjórn og skólastjóra Menntaskóla Borgarfjarðar.

3.Val á listamanni Borgarbyggðar

2206059

Framlögð drög af reglum um tilnefningu á vali á listamanni Borgarbyggðar.
Nefndin samþykkir framlagðar reglur um tilnefningu á vali á listamanni Borgarbyggðar og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Skýrslur styrkþega Menningarsjóðs 2022

2206013

Framlögð greinargerð frá forsvarsmönnum Föstudagsins Dimma dags. 1. júní 2022 vegna hátíðarinnar sem haldin var í janúar sl.
Forsvarsmenn viðburðarins kalla eftir því að gerður verði samningur til tveggja ára í senn og að styrktarupphæðin hækki á næsta samningsári.
Nefndin þakkar forsvarsmönnum Föstudagsins Dimma fyrir erindið og frábæra hátíð í ár. Nefndin leggur ekki til að breytingar verði gerðar á lengd samninga fyrir árið 2023 en styrktarupphæðina þarf að skoða við gerð fjárhagsáætlunar sem fram fer í október.

5.Almennar upplýsingar og hugmyndir

2205020

Stjórn Hollvinasamtaka Borgarness koma á fundinn.
Nefndin þakkar Hafþóri Gunnarssyni fyrir góða og þarfa yfirsýn á verkefnum samtakanna.

Fundi slitið - kl. 10:30.