Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 14
Dags : 18.10.2006
Finnbogi R ögnvaldsson Bjarki Þorsteinsson Sveinbjörn Eyjólfsson
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri:Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Ályktun stjórnar lögreglufélags Vesturlands
Framlögð ályktun frá stjórn Lögreglufélags Vesturlands varðandi breytta varðskrá og fjölgun lögreglumanna í Borgarnesi.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Dalabyggðar um málið. Einnig var samþykkt að óska eftir fundi með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis.
2. Undirskriftarlistar frá íbúum í Höfðaholti
Framlagðir undirskriftarlistar frá íbúum í Höfðaholti vegna hugmynda um staðsetningu veitingahúss við gatnamót Bjargsafleggjara og þjóðvegar 1.
Jafnframt var framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna fundar með íbúum við Höfðaholt, Borgarvík, Garðavík og á Bjargi vegna staðsetningu veitingahúss og lagfæringa á Bjargsafleggjara.
3. Bréf frá Menningarráði Vesturlands
Framlagt bréf dagsett 04.10. 2006 frá Menningarráði Vesturlands vegna fjárhagsáætlunar fyrir ráðið. Auk þess framlögð fundargerð frá 10. fundi ráðsins.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2007.
4. Menntasmiðja kvenna á Vesturlandi
Framlagt bréf dagsett 10.10. 2006 frá Símenntunarmiðstöð Vesturlands þar sem óskað er eftir stuðningi við þátttakendur í menntasmiðju kvenna úr Borgarbyggð.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000,- á hvern þátttakanda úr Borgarbyggð á árinu 2007 og færist kostnaðurinn á atvinnu- og markaðsmál.
5. Þjónustusamningur um kerfisveitu
Framlagður þjónustusamningur við Nepal ehf. um kerfisveitu fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti samninginn og var sveitarstjóra falið að undirrita hann.
6. Stofnsamningur vegna spildu í landi Arnarstapa
Framlagt bréf dagsett 12.10. 2006 frá Ásgerði Pálsdóttur og Sturlu Stefánssyni þar sem óskað er eftir að 5 ha. spilda úr landi Arnarstapa verði gerð að séreign og tekin úr landbúnaðarnotkun.
Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti.
7. Erindi frá foreldrafélagi leikskólans við Skallagrímsgötu
Framlagt bréf dagsett 10.10. 2006 frá nýstofnuðu foreldrafélagi leikskólans við Skallagrímsgötu þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi félagsins.
Samþykkt að fela fræðslustjóra að ræða við fulltrúa félagsins.
8. Bréf frá Vegagerðinni
Framlögð bréf frá svæðisstjóra Vegagerðarinnar í Norð-Vesturkjördæmi vegna hringtorgs við Hvanneyri, framkvæmda við Ferjubakkaveg og færslu þjóðvegar 1 um Borgarnes. Jafnframt framlagt minnisblað sveitarstjóra varaðndi hringtorg á Hvanneyri.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar og vegamálastjóra um málið.
9. Sameining slökkviliða
Framlagt bréf dagsett 12.10. 2006 frá hreppsnefnd Skorradalshrepps vegna slökkviliðsmála.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að vinna að því að slíta byggðasamlagi um slökkvilið Borgarfjarðardala og einnig að svara bréfritara.
10. Endurbætur á stjórnsýslu Borgarbyggðar
Framlagt erindisbréf fyrir vinnuhóp um endurbætur á stjórnsýslu Borgarbyggðar.
11. Samningur um Fjölbrautarskóla Vesturlands
Framlagður endurskoðaður samningur um Fjölbrautarskóla Vesturlands. Jafnframt framlögð bréf frá skólameistara vegna tillagna um kostnaðarþátttöku sveitarfélaga við tækjakaup og byggingarframkvæmdir.
12. Erindi frá Þorsteini Arilíussyni og Heiði H. Hjartardóttur
Framlagt bréf dagsett 01.10. 2006 frá Þorsteini Arilíussyni og Heiði H. Hjartardóttur vegna skólaaksturs að Bjargi.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
13. Þjónustuhópur aldraðra
Framlagt bréf félagsmálastjóra dagsett 09.10. 2006 vegna skipunar fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra.
Samþykkt var að skipa Hjördísi Hjartardóttur og Magnús B. Jónsson í þjónustuhópinn og lagt til að Hjördís verði formaður hópsins.
14. Erindi frá Félagsmálanefnd
Frmlagt erindi frá félagsmálanefnd vegna skýrslu um “Heilsu og lífskjör grunnskólanema”.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að leggja fram drög að erindisbréfi fyrir ungmennaráð.
Tómstundanefnd vinnur að tillögum varðandi málefni ungmenna.
15. Kostnaðarmat á tillögum í málefnum aldraðra
Framlagt kostnaðarmat félagsmálastjóra á tillögum um aukna starfsemi varðandi málefni aldraðra. Jafnframt rætt um stöðu mála við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir eldriborgararáð.
16. Erindi frá Neytendasamtökunum
Framlagt bréf dagsett 03.10. 2006 frá Neytendasamtökunum þar sem óskað er eftir styrk til starfsemi samtakanna.
Byggðarráð telur ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
17. Erindi frá kórum Hvanneyrar- Reykholts og Borgarnesssókna
Framlagt bréf frá kórum Hvanneyrar- Reykholts og Borgarnesssókna þar sem óskað er eftir styrk vegna ferðar kóranna til Kanada sumarið 2007.
Samþykkt að vísa umsókninni til Menningarsjóðs Borgarbyggðar.
18 Umsókn um lóð við Árberg
Framlögð bókun skipulags- og byggingarnefndar um lóðaumsókn við Árberg í Reykholtsdal. Nefndin bókaði “tekur jákvætt í erindið og bendir á að deiliskipuleggja þurfi svæðið”.
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að ræða við umsækjanda.
19. Umsókn um lóð við Vallarás
Rætt um umsókn Atlantsolíu um lóð við Vallarás.
Samþykkt var að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að láta deiliskipuleggja lóð við enda Vallaráss.
20. Samningur við Dalabyggð
Framlögð drög að samningi við Dalabyggð um þjónustu í barnaverndarmálum.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
21. Eignir Borgarbyggðar í Brákarey
Rætt um nýtingu eigna Borgarbyggðar í Brákarey.
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að gera tillögur um nýtingu eignanna til skamms tíma. Honum til ráðgjafar verða fulltrúar úr tómstundanefnd, menningarnefnd og atvinnu- og markaðsnefnd.
22. Gatnagerð í Borgarnesi
Rætt um stöðu mála varðandi gatnagerð í Borgarnesi.
23. Safnahús Borgarfjarðar
Á fundinn mætti Ása Harðardóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar til viðræðna um starfsemi Safnahússins.
Lagt var fram bréf forstöðumanns dags. 18.10.06 þar sem kynntar eru hugmyndir að breytingu á starfseminni og farið fram á aukið framlag til Safnahúss Borgarfjarðar á árinu 2007.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2007.
24. Uppbygging íþróttamannvirkja
Rætt um uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela tómstundanefnd að gera tillögur að forgangsröðun uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð á næstu fjórum árum.
25. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
26. Fjárhagsáætlun 2007
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Rætt var um álagningu fasteignagjalda á árinu 2007.
Rætt var um ýmsar gjaldskrár sem verið er að samræma á milli stofnana.
Samþykkt var að leggja fram á næsta fundi byggðarráðs yfirlit um fasteignir Borgarbyggðar og leigugjald fyrir þær.
27. Skipurit fyrir Borgarbyggð
Framlögð endurskoðuð drög að skipuriti fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að ljúka vinnu við skipuritið og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
28. Bréf Guðnýjar Gunnarsdóttur
Tekið var til umræðu bréf Guðnýjar Gunnarsdóttur sem lagt var fram á 11. fundi byggðarráðs. Lagt var fram minnisblað skrifstofustjóra um málið.
Þar sem heimild er ekki fyrir hendi í gjaldskrá er ekki hægt að verða við erindinu.
29. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Reynis Ásbergs Jómundssonar um lóð nr. 11 við Skólaflöt á Hvanneyri fyrir einbýlishús.
Samþykkt að fresta afgreiðslu.
30. Samkomulag við Borgarland
Sveitarstjóri kynnti samkomulag við Borgarland um endurgreiðslu kostnaðar vegna plans við Brúartorg.
Byggðarráð samþykkti uppgjörið.
31. Lóðarframkvæmdir við Engjaás
Sveitarstjóri sagði frá framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru við lóðir á Engjaási
Byggðarráð samþykkti að farið verði í þessar framkvæmdir nú.
32. Tillögur vinnuhóps
Kynntar voru tillögur vinnuhóps um fyrirkomulag skólahverfa í Borgarbyggð.
33. Niðurrif Brákarbraut 2
Samþykkt var að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sjá um að húsið að Brákarbraut 2 verði rifið.
34. Skipulag Brákareyjar
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að gera tillögu að fimm hönnuðum sem fengnir verði til að leggja fram skipulagtillögur um Brákarey.
35. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í byggðasamlagi um rekstur embættis byggingarfulltrúa.
b. Þakkarbréf frá Freyjukórnum
c. Dagskrá Landsþings Landsambands Hestamannafélaga í Borgarnesi
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,30.