Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

15. fundur 25. október 2006 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 15 Dags : 25.10.2006
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafssonsem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá DAB
Framlagt bréf dagsett 18.10. 2006 frá stjórnarformanni Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi vegna breytinga á samþykktum fyrir heimilið.
Samþykkt var skipa eftirtalda í fulltrúaráð Dvalarheimilisins:
Finnbogi Rögnvaldsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Haukur Júlíusson, Þór Þorsteinsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Torfi Jóhannesson, Ingunn Alexandersdóttir, Þórvör Embla Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Finnbogi Leifsson, Jenný Egilsdóttir og Guðbjörg Sigurðardóttir.
 
2. Umsögn um lagafrumvarp
Framlagt erindi frá félagsmálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um lögheimili og skipulags- og byggingarlög.
Samþykkt að óska eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um frumvarpið.
3. Erindi frá Böðvarr ehf.
Framlagt bréf dagsett 13.10. 2006 frá Böðvarr ehf. um skilgreiningu á byggingu húsa í Skeljabrekkulandi.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir umsögn frá skipulags- og byggingarnefnd.
4. Vátryggingar
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um vátryggingar sveitarfélagsins.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að bjóða út tryggingar sveitarfélagsins.
5. Borgarbraut 55 - 59
Rætt um stöðu mála við Borgarbraut 55 - 59.
6. Heimsókn fulltrúa Skipulagsstofnunar
Samþykkt var að bjóða fulltrúum Skipulagsstofnunar til fundar við fulltrúa Borgarbyggðar 03. nóvember n.k.
7. Erindi frá Tryggva Gunnarssyni
Framlagt bréf dagsett 20.10. 2006 frá Tryggva Gunnarssyni vegna umferðarmála í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara við bréfritara.
8. Styrkumsókn
Framlögð styrkumsókn vegna atvinnumála.
Byggðarráð telur ekki hægt að verða við erindinu.
9. Erindi vegna leikskólamála
Framlagt bréf dagsett 12.10. 2006 frá foreldrum barna með börn á leikskólanum við Skallagrímsgötu sem einnig eiga börn á leikskólanum Klettaborg um niðurfellingu á kortersgjaldi.
Samþykkt að verða við erindinu.
10. Erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagt erindi dagsett 02.10.06 frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir heimild eigenda til að gera ISDA mastersamninga.
Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti.
11. Umsókn um styrk
Framlagt bréf frá Kvennaathvarfinu þar sem óskað er eftir styrk til starfsemi athvarfsins fyrir árið 2007.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000,- á árinu 2007.
12. Verksamningur
Framlagður verksamningur við Nýverk ehf. vegna byggingar leikskóla við Ugluklett.
Byggðarráð samþykkti samninginn með 2 atkv. Bjarki sat hjá við afgreiðslu vegna tengsla við aðila málsins.
13. Verksamningur
Framlagður verksamningur við Loftorku vegna fráveituframkvæmda við Engjaás.
Byggðarráð samþykkti með 2 atkv. að heimila sveitarstjóra að undirrita samninginn og var jafnframt samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Loftorku.
Sveinbjörn sat hjá við afgreiðslu málsins og lagði fram svohljóðandi bókun:
"Undirritaður kýs að sitja hjá og bendir á að upphæð verksamnings gefur fyllsta tilefni til að verkið verði boðið út."
14. Yfirlit um húseignir sveitarfélagsins
Framlagt yfirlit um fasteignir sveitarfélagsins sem eru í leigu.
Samþykkt að óska eftir umsögn félagsmálastjóra um þörf fyrir félagslegt íbúðarhúsnæði.
Samþykkt var að fela skrifstofustjóra að gera tillögu að reglum um leigugreiðslur íbúða.
15. Málefni Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Á fundinn mætti Theódóra Þorsteinsdóttir til viðræðna um rekstur Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
16. Fyrirspurn um lóð fyrir veitingahús
Á fundinn mætti Páll Björgvinsson vegna fyrirspurnar hans um lóð fyrir veitingahús í Borgarnesi.
Samþykkt var að hafna beiðni Páls um að byggja veitingahús á plani við Bjargsafleggjara.
Einnig var samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að kanna aðra möguleika á lóð fyrir veitingastað.
Sveinbjörn tók fram að hann vildi að það væri á skipulagðri lóð fyrir slíka starfsemi.
17. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
18. Refaveiðar
Framlögð tillaga að greiðslum fyrir refa- og minkaveiðar í Borgarbyggð 2006 - 2007.
Samþykkt að vísa tillögunni til landbúnaðarnefndar og umhverfisnefndar.
19. Friðlýsing Hraundalsréttar
Rætt um friðlýsingu Hraundalsréttar sem er í landi Syðri-Hraundals.
Samþykkt að sækja um friðlýsingu til Minjavarðar Vesturlands.
20. Brákarey
Rætt um val á hönnuðum til að leggja fram skipulagstillögur um Brákarey.
21. Beiðni Högna Gunnarssonar
Framlögð var beiðni Högna Gunnarssonar að setja til bráðabirgða íveruhús á sumarbústaðalóð í landi Múlasels.
Erindið var áður samþykkt á fundi skipulags- og bygginganefndar 14.10.06
Samþykkt að verða við beiðninni.
 
22. Tilboð í heimasíðugerð
Lagt var fram endurskoðað tilboð frá Nepal ehf í heimasíðugerð fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti tilboðið.
23. Deiliskipulag
Samþykkt var svohljóðandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brúartorgs (tillaga að deiliskipulagi á gamla íþróttavellinum í Borgarnesi):
"Byggðarráð Borgarbyggðar tók ofangreint mál fyrir að nýju að lokinni auglýsingu þess, athugasemdafresti, svörum við athugasemdum og fundi á Skipulagsstofnun um málið. Gerðar hafa verið ýmsar minniháttar breytingar og lagfæringar frá auglýstri og samþykktri tillögu, sem tíundaðar eru á deiliskipulagsuppdrættinum sem dagsettur er 7.7.2006 og síðast breyttur 20.10.2006. Að mati byggðarráðs eru umræddar breytingar og lagfæringar þess eðlis að þær eru ívilnandi fremur en íþyngjandi og til þess fallnar að skýra og upplýsa nánar óljós atriði. Í ljósi þess leggur byggðarráð til að auglýsa tillöguna ekki að nýju og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Brúartorgs. Ennfremur telur byggðarráð að umræddar breytingar og lagfæringar kalli ekki á að svara þurfi athugasemdum að nýju."
24. Bréf Ásbergs Jónssonar
Framlagt bréf Ásbergs Jónssonar dags. 23.10.06 varðandi heimild til að flytja fé frá Hjarðarholti að Hraunholtum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við flutninginn ef Landbúnaðarstofnun leyfir að hann fari fram.
25. Starfsmannamál
Lagðar voru fram umsóknir um starf umsjónarmanns fasteigna í Borgarnesi sem auglýst var fyrir skömmu.
Byggðarráð samþykkti að ráða Bjarna Guðjónsson í starfið.
26. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands 03.10.06.
b. Fundargerð frá fundi í umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum dags. 04.10.06
c. Bréf frá Landgræðslu ríkisins 06.10.06.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 12,00.