Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

16. fundur 01. nóvember 2006 kl. 13:07 - 13:07 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 16 Dags : 01.11.2006
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri:Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Drög að samþykktum fyrir DAB
Framlagt bréf dagsett 23.10. 2006 frá stjórnarformanni Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Meðfylgjandi eru drög að nýjum samþykktum fyrir heimilið.
 
2. Erindi frá Safnahúsi Borgarfjarðar
Framlagt erindi frá Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem óskað er afnot af Tjernihúsi í Englendingavík.
Samþykkt að heimila Safnahúsinu afnot af húsinu til 01. september 2007. Jafnframt var samþykkt að óska eftir fundi með Hollvinasamtökum Englendingavíkur um nýtingu húsanna.
3. Erindi vegna fjallskila
Framlagt bréf dagsett 26.10. 2006 frá Óskari Halldórssyni Krossi vegna fjallskila.
Samþykkt að óska eftir umsögn dreifbýlisfulltrúa um málið.
4. Erindi frá Stígamótum
Framlagt erindi frá Stígamótum þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi þess árið 2007.
Samþykkt að styrkja Stígamót um kr. 50.000,- á árinu 2007.
5. Spilda úr landi Hafnar
Framlagt erindi frá landeigendum Hafnar II þar sem óskað er eftir að spilda úr jörðinni verði séreign og tekin úr landbúnaðarnotkun.
Byggðarráð samþykkti að fresta afgreiðslu og óskaði eftir upplýsingum um fyrirhugaða landnotkun.
6. Erindi frá Landgræðslu ríkisins
Framlagt bréf dagsett 23.10. 2006 frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið Bændur græða landið árið 2007.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000,- á árinu 2007.
7. Erindi frá Hjallastefnunni
Framlagt bréf dagsett 19.10. 2006 frá forsvarsmönnum Hjallastefnunnar vegna húsnæðismála starfsmanna.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
8. Spilda úr landi Syðstu-Fossa
Framlagt bréf dagsett 12.10. 2006 frá Unnsteini Snorrasyni Syðstu Fossum þar sem óskað er eftir að 270 ha spilda úr landi Syðstu- Fossa verði gerð að séreign.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að landspildan verði gerð að séreign.
9. Brákarbraut 17
Framlagt bréf dagsett 19.10. 2006 frá lóðarhöfum við Brákarbraut 17 þar sem óskað er eftir breytingu á lóðarmörkum.
Í ljósi þess að til stendur að deiliskipuleggja Brákarey er ekki hægt að verða við erindi bréfritara að þessu sinni.
10. Skýrsla vinnuhóps um skipan skólahverfa og húsnæðismál
Framlögð drög að skýrslu um skipan skólahverfa og húsnæðismál skóla í Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa skýrslunni til umsagnar í fræðslunefnd.
11. Brákarey
Rætt um skipulag í Brákarey.
12. Útkomuspá fyrir árið 2006
Á fundinn mættu Linda Pálsdóttir fjármálastjóri og Oddur Jónsson frá KPMG og kynntu drög að útkomuspá um niðurstöður ársreiknings Borgarbyggðar fyrir árið 2006.
Samþykkt var að færa fjallskilasjóði sveitarfélagsins sem B-hluta fyrirtæki í ársreikningi 2006.
Samþykkt var að færa langtímalán sem nú eru á aðalsjóði yfir á eignasjóð.
13. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlunum stofnana sveitarfélagsins fyrir árið 2007.
Á fundinn mætti Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri sem kynnti vinnuna ásamt fjármálastjóra.
Lagðar voru fram athugasemdir frá leikskólum og grunnskólum við tillögur um fjárhagsramma á árinu 2007.
14. Útboð á áhaldahúsvinnu
Framlögð fyrstu drög að útboðsgögnum fyrir áhaldahúsvinnu í Borgarnesi.
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að semja við aðila um hálkueyðingu til næstu áramóta.
15. Skipurit Borgarbyggðar
Rætt um tillögu að nýju skipuriti fyrir Borgarbyggð.
16. Húseignir í Brákarey
Framlögð greinargerð vinnuhóps um nýtingu húseigna Borgarbyggðar í Brákarey
17. Skipulagsskrá Landbúnaðarsafns
Framlögð drög að skipulagsskrá Landbúnaðarsafns Íslands ses.
Byggðarráð samþykkti að verja kr. 200.000,- á árinu 2007 til stofnunar safnsins.
18. Skipulag hafnarsvæðis í Brákarey
Byggðarráð samþykkir að heimila auglýsingu á skipulagstillögu á hafnarsvæði í Brákarey þar sem kynningarfundur hefur farið fram.
19. Háhraðatengingar
Sveitarstjóri greindi frá fundi með fulltrúum Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps um háhraðatengingar á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Samþykkt að heimila áfram vinnu við verkefnið.
20. Fréttabréf Borgarbyggðar
Framlögð drög að fréttabréfi Borgarbyggðar.
21. Mótorkrosssvæði
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að ræða við áhugamenn um mótorkross um svæði við Ölduhrygg.
22. Útboð á rafmagnsinnkaupum
Samþykkt var að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að kanna möguleika á því að bjóða út rafmagnsinnkaup sveitarfélagsins.
23. Merkingar sveitarfélagsins
Samþykkt að fela umhverfisfulltrúa að undirbúa kaup á skiltum við innkomur í sveitarfélagið
24. Framlögð mál
a. Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands varðandi ágóðahlut.
b. Bréf frá Athygli varðandi sumarbækling.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 13,20.