Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

20. fundur 20. desember 2006 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 20 Dags : 20.12.2006
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Þjónustusamningur við Hringiðuna
Framlagður þjónustusamningur við Hringiðuna um internetþjónustu við sunnanvert Snæfellsnes.
Samningurinn var samþykkur samhljóða.
Einnig var samþykkt að fela framkvæmdasviði að kanna kostnað við að koma upp sambærilegum internettengingum annarsstaðar í sveitarfélaginu.
2. Endurgreiðslur vegna refa- og minkaveiða
Framlagt bréf frá forstöðumanni veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar dags. 08.12.’06 vegna endurgreiðslu minka- og refaveiða.
3. Sameining sveitarfélaga
Framlagt afrit af bréfi sveitarstjóra dagsett 11.12. 2006 til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameiningar sveitarfélaga.
4. Erindi frá Hestamannafélaginu Skugga
Framlagt bréf dagsett 13.12. 2006 frá vinnuhópi um skipulags- og umhverfismála á vegum Hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
5. Tónlistarhátíðin Isnord
Framlagt bréf dagsett 08.12. 2006 frá Jónínu E. Arnardóttur þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna tónlistarhátíðarinnar Isnord.
Vísað til umsagnar menningarnefndar.
6. Stofnskjal fyrir lóð í Straumfirði
Framlagt erindi frá Sigrúnu Guðbjarnardóttur og Magnúsi Guðbjarnarsyni um stofnun lóða í Straumfirði fyrir sumarhús.
Samþykkt að óska umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
7. Minnisblað frá fundi um Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Framlagt minnisblað frá fundi félagsmálastjóra og sveitarstjóra með formanni stjórnar og framkvæmdastjóra Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi sem haldinn var 08.12.’06.
Samþykkt að fela félagsmálastjóra að meta kostnað við að bjóða upp á matsölu alla virka daga.
8. Erindi frá stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar
Framlagt erindi frá stjórn UMSB dagsett 30.11. 2006 þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi sambandsins.
Vísað til umsagnar tómstundanefndar.
9. Erindi frá Ungmennafélagi Reykdæla
Framlagt erindi frá Ungmennafélagi Reykdæla dags. 30.11.’06 þar sem óskað er eftir stuðningi við framkvæmdir við félagsheimilið Logaland.
Vísað til umsagnar tómstundanefndar og menningarnefndar.
10. Erindi frá Jóhönnu Sigurðardóttur
Framlagt erindi frá Jóhönnu Sigurðardóttur dagsett 30.11. 2006 þar sem óskað er eftir styrk vegna húsnæðisbreytinga, en umsækjandi starfar sem dagmóðir.
Samþykkt að veita kr. 25.000,- í styrk. Jafnframt var samþykkt að óska eftir umsögn félagsmálanefndar um styrki til dagmæðra.
11. Erindi frá Dröfn Traustadóttur
Framlagt erindi frá Dröfn Traustadóttur þar sem óskað er eftir styrk vegna húsnæðisbreytinga, en umsækjandi starfar sem dagmóðir.
Samþykkt að veita kr. 25.000,- í styrk. Jafnframt var samþykkt að óska eftir umsögn félagsmálanefndar um styrki til dagmæðra.
12. Leikskólinn Hraunborg
Framlagt minnisblað frá fræðslustjóra vegna kostnaðar við starfsemi leikskólans Hraunborgar á Bifröst.
13. Erindi frá Björgunarsveitinni Brák
Framlagt erindi frá Björgunarsveitinni Brák dags. 02.12.’06 þar sem óskað er eftir stuðningi til kaupa á bifreið.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Brákar um málið.
14. Snorraverkefnið
Framlagt bréf dagsett 05.12. 2006 frá Snorraverkefninu þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið árið 2007.
Ekki er hægt að verða við erindinu að þessu sinni.
15. Sameining slökkviliða
Rætt um sameiningu slökkviliða í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
SE vill að leitað verði umsagnar og ráðgjafar hjá Brunamálastofnun vegna framhalds málsins.
16. Eignarhald á afrétti
Rætt um tillögu SE um stofnun vinnuhóps um söfnun upplýsinga um eignarhald á afrétti.
Samþykkt að bjóða formönnum afréttarnefnda, formönnum sjálfseignarstofnanna um afréttarlönd og fulltrúum Búnaðarsamtaka Vesturlands til fundar um málið.
17. Menningarsamningur Vesturlands
Rætt um framkvæmd Menningarsamnings Vesturlands.
Samþykkt var að óska upplýsinga frá menningarfulltrúa um verkefni á árinu 2007.
18. Sparisjóður Mýrasýslu
Rætt um samskipti Borgarbyggðar við Sparisjóð Mýrasýslu.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að semja við Sparisjóðinn um lántökur vegna kaupa sveitarsjóðs á Kárastöðum.
19. Erindi frá fundi sveitarstjórnar 14.12. 2006.
Eftirtöldum erindum var vísað frá sveitarstjórn til byggðarráðs;
a) Kosning á íþróttamanni ársins
Byggðarráð samþykkti reglugerð um kjörið.
b) Stuðningur við danshóp Evu Karenar
Samþykkt að styrkja danshópinn um kr. 100.000,- og að gerður verði samningur við danshópinn um verkefni. Sveinbjörn tók ekki þátt í afgreiðslu vegna tengsla við aðila málsins.
20. Erindi frá Umhverfisnefnd
Framlögð fundargerð frá fundi umhverfisnefndar 07.12. 2006.
Samþykkt var að fela umhverfisfulltrúa að gera tillögur um fegrun miðbæjarins í Borgarnesi.
Samþykkt var að óska eftir tillögum frá umhverfisfulltrúa varðandi hreinlætisaðstöðu og stígagerð í landi Hreðavatns við Norðurá.
21. Umsókn frá Sólorku ehf.
Framlögð fyrirspurn frá Sólorku ehf. um lóð fyrir kaffihús við Hrafnaklett í Borgarnesi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að meta kostnað sveitarfélagsins við að tengja veitur við lóðina. Jafnframt var samþykkt að óska umsagnar Vegagerðarinnar og samgönguhóps sveitarfélagsins um umsóknina.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
“Lýsi sem fyrr fullum efasemdum við að breyta skipulagi ákveðinna lóða þegar unnið er að endurskoðun aðalskipulags.”
22. Þriggja ára áætlun fyrir árin 2008-2010.
Rætt um vinnu við þriggja ára áætlun fyrir árin 2008-2010.
23. Bréf til Barnaverndarstofu
Framlagt bréf formanns fræðslunefndar til Barnaverndarstofu og fleiri aðila.
24. Tilraunaverkefni um starfsemi iðjuþjálfa
Rætt um tilraunaverkefni um starfsemi iðjuþjálfa í Borgarnesi.
Samþykkt að óska eftir viðræðum við Öryrkjabandalag Íslands og Heilsugæslustöðina í Borgarnesi um ráðningu iðjuþjálfa til starfa í Borgarnesi.
25. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Elvu Pétursdóttur um lóð nr. 5 við Stekkjarholt.
Samþykkt að fresta afgreiðslu.
26. Landnámssetur
Rætt um fyrirhugaða heimsókn byggðarráðs í Landnámssetur til viðræðna um starfsemina.
27. Umsókn um lækkun fasteignaskatts
Framlögð umsókn einstaklings um lækkun/niðurfellingu fasteignaskatts á árinu 2006.
Samþykkt að verða við beiðninni.
28. Vistvernd í verki
Samþykkt að fela umhverfisfulltrúa að sækja um f.h. Borgarbyggðar um þátttöku í verkefninu Vistvernd í verki.
29. Nöfn á nýjum götum
Samþykkt að stofna vinnuhóp sem geri tillögur að nöfnum á nýjum götum í Borgarbyggð.
30. Menntaskóli Borgarfjarðar
Samþykkt var að auka hlutafé Borgarbyggðar í Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. um 20 milljónir á árinu 2006. Fjárhæðin er tekin af ónotuðu framkvæmdafé.
31. Einkunnir
Framlagður var samningur umsjónarnefndar fólksvangsins í Einkunnum við Skógræktarfélag Borgarfjarðar um grisjun skógarreita í Einkunnum.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
Framlagður var samningur Borgarbyggðar við Landlínur um deiliskipulag á Einkunnum.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
32. Náttúrufræðistofnun Íslands
Á fundinn mættu Ágúst Sigurðsson rektor og Þorvaldur Jónsson rekstrarstjóri Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri til viðræðna um hugmyndir um flutning á Náttúrufræðistofnun Íslands að Hvanneyri.
33. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi stjórnar Safnahúss Borgarfjarðar 07.12.06.
b. Fundargerð frá fundi stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands dags. 29.11.’06.
c. Fundargerðir frá 6 fundum stjórnar byggðasamlags Laugargerðisskóla
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við formann um verklag við ritun fundargerða.
d. Fundargerð frá fundi fulltrúaráðs Fjölbrautarskóla Vesturlands 30.11.’06
e. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ný lög um fjármál stjórnmálasamtaka.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 10,30