Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

21. fundur 03. janúar 2007 kl. 14:27 - 14:27 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 21 Dags : 03.01.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Samningur við Sjóvá um vátryggingaviðskipti
Framlagður samningur við Sjóvá um vátryggingaviðskipti.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
 
2. Umsókn um styrk
Framlagt bréf frá formanni foreldrafélags Grunnskóla Borgarness þar sem óskað er eftir styrk vegna fræðslufunda.
Erindinu vísað til umsagnar fræðslunefndar
3. Samningur um álagningarhluta Landskrár fasteigna
Framlagður samningur við Fasteignamat ríkisins um álagningarhluta Landskrár fasteigna.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
4. Fyrirspurn frá landeigenda í Galtarholti
Framlögð fyrirspurn Davíðs Karls Karlssonar dagsett 14.12 2006 f.h. Hilmars Sigurðssonar landeigenda í Galtarholti um möguleika á því að skipuleggja íbúðabyggð í landi Galtarholts.
Erindinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar
5. Beiðni um umsögn
Framlagt bréf dagsett 22.12. 2006 frá Ármanni Ármannssyni hdl. f.h. Miðfossa ehf. þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna sameiningar á jörðum í eigu fyrirtækisins.
Erindinu vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar og skipulags- og byggingarnefndar.
6. Erindi frá Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðarhrepps
Framlagt erindi frá Alberti Guðmundssyni f.h. fjallskilanefndar Kolbeinsstaðarhrepps um styrk vegna kaupa á fjárvagni.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu
7. Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu
Framlögð fjárhagsáætlun fyrir Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu sem og fundargerð frá fundi nefndarinnar 27.12 2006.
Byggðarráð samþykkti áætlunina, en fól sveitarstjóra að taka upp viðræður við sveitarfélög í Borgarfjarðarsýslu um frekar samstarf þeirra.
8 Beiðni um umsögn
Framlagt erindi frá Dómsmálaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar Borgarbyggðar um nýja reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við reglugerðina. Jafnframt lýsir byggðarráð Borgarbyggðar þeirri von að með þessari skipan takist gott samstarf milli sýslumannsembætta á Vesturlandi.
 
9. Erindi frá Akraneskaupstað og Sjúkrahúsinu á Akranesi
Framlagt bréf frá Akraneskaupstað og Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi þar sem óskað er eftir stuðningi Borgarbyggðar við “endurhæfingarklúbb” fyrir öryrkja.
Erindinu vísað til umsagnar félagsmálanefndar. Jafnframt er óskað umsagnar Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Loks var sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með forstöðumanni Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi.
10. Gjaldskrá um gatnagerðargjöld og reglur um úthlutun lóða
Framlögð drög að gjaldskrá gatnagerðargjalda og reglur um úthlutun lóða.
Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni og reglum um úthlutun lóða til sveitarstjórnar með þeim breytingum sem samþykktar voru.
 
11. Gjaldskrár
Framlögð tillaga að gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Álftaneshrepps.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
 
12. Tillögur að samþykktum og gjaldskrám
Framlagðar tillögur að samþykktum og gjaldskrám fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun úrgangs í Borgarbyggð. Jafnframt framlögð tillaga að samþykktum um fráveitur og rotþrær.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við samþykktirnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
 
13. Brautarholt
Framlögð umsögn frá Jón Höskuldssyni hdl. vegna erindis lögmanns ábúenda að Brautarholti í Borgarbyggð.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindi ábúenda að Brautarholti og sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
 
14. Umsókn frá Loftorku
Framlögð umsókn frá Loftorku vegna lóðarstækkunar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdasviði að hefja undirbúning að breytingu á skipulagi í landi Kárastaða.
15 Þriggja ára áætlun fyrir árin 2008-2010
Rætt um þriggja ára áætlun fyrir árin 2008-2010.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar
16. Safn- og tengivegir
Á fundinn mættu Kolfinna Jóhannesdóttir og Pétur Diðriksson til að kynna hugmyndir íbúa í Þverárhlíð um uppbyggingu safn- og tengivega.
Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar.
17. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál
18. Búfjáreftirlit
Rætt um búfjáreftirlit
Samþykkt að óska eftir því við landbúnaðarnefnd að hún vinni gjaldskrártillögu fyrir eftirlitið.
19. Lögreglusamþykkt
Rætt um lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að stýra vinnu við gerð lögreglusamþykktar fyrir Borgarbyggð.
20. Vinnuhópur vegna nýframkvæmda við leikskólann Andbæ
Rætt um nýframkvæmdir við leikskólann Andabæ á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti að skipa vinnuhóp vegna nýframkvæmda við leikskólann Andabæ.
21. Vinnuhópur um nöfn á nýjum götu í Borgarbyggð
Rætt um skipan vinnuhóps um nöfn á nýjum götu í Borgarbyggð.
Samþykkt að skipa Sigríði Björk Jónsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson og Ingibjörgu Hargrave í vinnuhópinn.
22. Stjórnsýsla Borgarbyggðar
Sveitarstjóra falið að gera drög að erindi til Félagsmálaráðuneytis þar sem fram komi fyrirspurn um hlutverk og skyldur héraðsnefnda með hliðsjón af sameiningu sveitarfélaga.
23. Framlögð mál
a. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna erindis Borgarbyggðar um endurskoðun á greiðslum sveitarfélaga vegna utan lögheimilisbarna.
b. Bréf frá Karli Axelssyni lögmanni vegna nýtingar á landi Grenja í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með afréttarnefnd Álftaneshrepps.
 
 
 
Fleira ekki gert.
Fundargerð borin upp og samþykkt samhljóða
Fundi slitið kl. 11.10