Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

22. fundur 17. janúar 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 22 Dags : 17.01.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Samningur við landeigendur að Bjargi
Framlagður samningur við landeigendur að Bjargi vegna kaupa á spildu úr landi Bjargs.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
2. Tillaga að afslætti fyrir elli og örorkulífeyrisþega
Framlagð tillaga um afslátt á fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
3. Erindi vegna skólaaksturs
Framlagt erindi frá Matthildi Gestsdóttur Lambalæk dagsett 11.01 2007 vegna skólaaksturs.
Samþykkt að vísa erindinu til fræðslunefndar.
4. Erindi frá UKV
Framlagt erindi frá Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands þar sem óskað er eftir hækkun á rekstrarframlagi Borgarbyggðar vegna ársins 2007.
Byggðarráð samþykkti að hækka ekki framlagið en sveitarstjóra var falið að ræða við bréfritara.
5. Erindi vegna fasteignagjalda á árinu 2006
Rætt um fyrirspurnir sem borist hafa vegna fasteignagjalda á eignum Borgarness og Reykholtskirkna.
Afgreiðslu var frestað og óskaði byggðarráð eftir upplýsingum um hvort þessir aðilar hafi fengið afslátt á undanförnum árum og með hvaða hætti.
6. Grábrókarveita
Framlagt bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur í tilefni af vígslu Grábrókarveitu.
Byggðarráð þakkar Orkuveitunni fyrir vatnspóst sem Borgarbyggð var færður að gjöf af þessu tilefni og þakkar einnig samstarf um hátíðahöld við vígsluna.
7. Raforkukaup
Framlögð viljayfirlýsing um kaup Borgarbyggðar á raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur. Jafnframt eru framlögð drög að samningi við OR vegna raforkukaupa.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
8. Erindi frá Nafnfræðifélaginu
Framlagt erindi frá Nafnfræðifélaginu dagsett 02.01. 2007 þar sem óskað er eftir þátttöku Borgarbyggðar í 14. norrænu nafnaráðstefunni sem fram fer í Borgarnesi í ágúst 2007.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
9. Málefni slökkviliða í Borgarbyggð
Framlagt yfirlit yfir útköll hjá slökkviliði Borgarbyggðar á árinu 2006.
Samþykkt var að óska eftir samsvarandi yfirliti frá slökkviliði Borgarfjarðardala.
10. Reglur um úthlutun lóða
Rætt um reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð.
11. Erindi frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar
Framlagt erindi frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar dagsett 04.01. 2007 þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi félagsins á árinu 2007.
Samkvæmt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2007 er gert ráð fyrir framlagi til Skógræktarfélagsins.
12. Landskipti
Framlagt erindi frá Inga Tryggvasyni hdl. vegna landskipta eigenda jarðanna Stóra Fjalls og Túns í Borgarbyggð.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska frekari upplýsinga um málið.
13. Vinnuhópur vegna nýframkvæmda við leikskólann Andbæ
Rætt um skipan vinnuhóps vegna nýframkvæmda við leikskólann Andabæ.
Samþykkt var að í vinnuhópnum verði þrír fulltrúar skipaðir af fræðslunefnd, leikskólastjóri, fulltrúi frá foreldrafélagi skólans og fulltrúi frá starfsmönnum. Fræðslustjóri mun vinna með hópnum.
14. Umferðaröryggismál í Borgarbyggð
Framlögð fundargerð frá fundi í vinnuhópi um umferðaröryggismál í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti tillögur vinnuhópsins. Framkvæmdasviði var falið að hrinda tillögunum í framkvæmd.
15. Samningur um leigu á spildu undir fjárrétt
Framlagður samningur við ábúendur á Brekku í Norðurárdal um leigu á spildu undir rétt og innrekstrarhólf í landi Brekku.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
16. Rekstur á bíl fyrir fatlaða
Framlagt minnisblað frá félagsmálastjóra vegna reksturs á bil fyrir fatlaða.
Samþykkt var að fela félagsmálastjóra að afla frekari gagna um málið.
17. Erindi frá Heimamönnum ehf.
Framlagt erindi frá Heimamönnum ehf. dagsett 09.01. 2007 þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi vegna Góugleði 2007.
Bjarki vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
Byggðarráð samþykkti að verða við erindinu. Sveitarstjóra var falið að semja við umsækjendur um málið.
18. Lóðir við Stekkjarholt
Framlögð bréf frá Guðna Ásgeirssyni og Eðvar Ó. Traustasyni þar sem þeir skila inn lóðum nr. 5 og 3 við Stekkjarholt í Borgarnesi.
Jafnframt var framlögð umsókn frá Elvu Pétursdóttur um lóð nr. 5 við Stekkjarholt.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni til Elvu.
19. Íbúð við Hrafnaklett 4
Samþykkt var að heimila að íbúð að Hrafnakletti 4 (03-01) verði seld.
Sveitarstjóra var falið að láta verðmeta eignina.
20. Húsnæði grunnskóla
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að meta kostnað við viðhald og nauðsynlegar breytingar á skólamannvirkjum grunnskólanna á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum á grundvelli fyrirliggjandi skýrslu vinnuhóps um skipan skólahverfa í Borgarbyggð.
21. Tilboð í áhaldahúsvinnu
Framlögð voru tilboð í áhaldahúsvinnu sem opnuð voru 16. janúar 2007 að undangengnu útboði.
Tilboð bárust frá eftirtöldum:
H.S. verktak kr. 12.439.635,-
Íslenska gámafélagið “ 14.395.482,-
Borgarverk ehf. “ 22.500.000,-
Fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs var kr. 15.822.770,-
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að ganga til samninga við H.S. verktak á grundvelli tilboðsins.
22. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í deiliskipulagshópi Hvanneyrar
b. Bréf frá Hestamannafélaginu Skugga þar sem kynntar eru ályktanir frá landsþingi LH, sem og bréf vegna afstöðu Skugga til svæðis fyrir akstursíþróttir í landi Hamars. Áður kynnt á fundi byggðarráðs 06.12. 2006.
c. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi framlag vegna sérþarfa fatlaðra í grunnskólum árið 2007.
d. Bréf frá menntamálaráðuneytinu vegna breytinga á grunnskólalögum.
23. Heimsókn í Hveragerði
Að loknum fundi fóru fundarmenn ásamt forstöðumanni framkvæmdasviðs í heimsókn á bæjarskrifstofuna í Hveragerði og ræddu við Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 10,oo