Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

24. fundur 31. janúar 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 24 Dags : 31.01.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri Eiríkur Ólafssonsem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stofnun leigulóðar
Framlagt bréf dagsett 23.01. 2007 frá Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem óskað er eftir að stofna leigulóð í landi Hests í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti erindið.
2. Stofnun lóðar
Framlagt bréf dagsett 25.01. 2007 frá Þórhildi Þorsteinsdóttir Brekku Norðurárdal þar sem óskað er eftir heimild til þess að gera 99 ha. spildu úr Brekku að séreign og hún jafnframt tekin undan landbúnaðarnotkun.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum.
3. Frumvarp til umsagnar
Framlagt erindi frá Samband íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir viðbrögðum frá sveitarfélaginu vegna frumvarps um réttindi og skyldur á svæðum skipulögðum fyrir frístundahús.
Samþykkt var að óska eftir fundi með fulltrúum félagsmálaráðuneytisins um málið.
4. Landsamtök landeigenda
Framlögð gögn frá stofnfundi Landsamtaka landeigenda á Íslandi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblað um málið.
5. Landskipti
Framlagt minnisblað frá Inga Tryggvasyni hdl. vegna landskipta Stóra Fjalls og Túns í Borgarbyggð.
Á fundinn mætti Ingi Tryggvason hdl.
Byggðarráð samþykkti landskiptin og var sveitarstjóra falið að vekja athygli landbúnaðarráðuneytisins á því að malarnáma er gerð að séreign.
6. Erindi frá Nepal ehf.
Framlögð tilboðsdrög frá Nepal ehf. vegna tölvutenginga í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að taka saman upplýsingar um núverandi kostnað sveitarfélagsins vegna tölvutenginga.
Sveinbjörn leggur áherslu á að málið verði leyst heilstætt fyrir sveitarfélagið.
7. Reiðhöllin Vindási
Framlögð greinargerð frá stjórn Reiðhallarinnar Vindási ehf. um uppbyggingu reiðhallarinnar sem og áætlanir um rekstur hússins.
Samþykkt að óska eftir fundi með stjórnarmönnum Reiðhallarinnar Vindási ehf.
8. Undirskriftarlisti frá íbúum í Þverárhlíð
Framlagður undirskriftarlisti frá íbúum í Þverárhlíð í Borgarbyggð vegna tilraunarverkefnis um lagningu bundins slitlags á Þverárhlíðarvegi.
Samþykkt var að óska eftir fundi með Vegamálastjóra.
9. Erindi vegna vatnsveitu
Framlagt bréf dagsett 20.01. 2007 frá Sigurði Jakobssyni á Varmalæk varðandi endurskoðun á samningi um vatnsból í landi Varmalækjar.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði Borgarbyggðar að ræða við bréfritara.
10. Erindi frá Saman-hópnum
Framlagt erindi dagsett 25.01. 2007 frá Saman-hópnum þar sem óskað er eftir stuðningi við forvarnarstarf hópsins.
Byggðarráð telur ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
11. Skipulagsmál í Brákarey
Rætt um skipulagsmál í Brákarey og fasteignir Borgarbyggðar í eyjunni.
Framkvæmdasviði falið að fylgja eftir þeim samningum sem í gildi eru um afnot einkaaðila á húsnæði sveitarfélagsins í Brákarey.
12. Borgfirðingahátíð
Framlagt minnisblað frá menningarfulltrúa um Borgfirðingahátíð ásamt drögum að samningi við Ungmennasamband Borgarfjarðar.
Byggðarráð samþykkti að ganga til samninga við UMSB um framkvæmd hátíðarinnar. Menningarfulltrúa og markaðs- og kynningarfulltrúa var falið að vinna áfram að málinu.
13. Norrænt vinabæjarmót
Rætt um norrænt vinabæjarmót sem fram fer 22. til 24. júní í Borgarbyggð.
14. Starfsáætlanir
Framlagðar starfsáætlanir fyrir stofnanir Borgarbyggðar.
Vísað til sveitarstjórnar. Sveitarstjóra var falið að láta kynna starfsáætlanir fyrir viðkomandi nefndum.
15. Erindisbréf nefnda
Framlögð drög að erindisbréfum nefnda, en nefndirnar hafa allar tekið drögin til umræðu.
Byggðarráð gerði minniháttar breytingar á erindisbréfunum og var samþykkt að vísa þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.
16. Skipulagsmál
Á fundinn mætti Sigurbjörg Áskelsdóttir frá Landlínum og kynnti rammaskipulag fyrir byggð í landi Borgarbyggðar vestan Borgarvogar.
17. Fundur með Eykt ehf.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með Eykt ehf. í framhaldi af erindi fyrirtækisins sem tekið var fyrir á síðasta fundi byggðarráðs.
18. Skipulagsmál
Sveitarstjóri sagði frá að frestur til að gera athugasemdir við deiliskipulag fyrir svæðið Borgarbraut 55 - 59 hafi verið framlengdur um viku.
19. Framlögð mál
a. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi vaxtakjör.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,05.