Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

26. fundur 21. febrúar 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 26 Dags : 21.02.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafssonsem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Reiðhöllin Vindási
Rætt um byggingu reiðhallar að Vindási í Borgarnesi.
2. Eykt
Á fundinn mætti forstöðumaður framkvæmdasviðs og lagði fram greinargerð vegna fyrirspurnar Eyktar um kaup á landi af Borgarbyggð.
Samþykkt var að ganga til viðræðna við Eykt um málið.
3. Sparisjóður Mýrasýslu
Á fundinn mætti Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri til viðræðna við byggðarráð um stofnfé sveitarfélagsins í Sparisjóðnum o.fl.
4. Borgfirðingahátíð
Framlögð drög að samningi við Ungmennasamband Borgarfjarðar vegna Borgfirðingahátíðar.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
5. Vallarás
Framlagt tilboð frá Borgarverki í bergskeringu við Vallarás í Borgarnesi.
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að ræða við forsvarsmenn Borgarverks.
6. Gámaplön í dreifbýli
Framlagt minnisblað umhverfisfulltrúa vegna gámaplana í dreifbýli.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Gámaþjónustu Vesturlands.
7. Tillaga að gjaldskrá
Framlögð tillaga búfjáreftirlitsnefndar að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit. Jafnframt er framlögð fundargerð frá 4. fundi nefndarinnar.
Byggðarráð samþykkti gjaldskrána.
Samþykkt var að fela landbúnaðarnefnd að athuga hvort ástæða sé til að endurskoða reglur um búfjárhald.
8. Samstarf við nágrannasveitarfélög
Rætt um samstarf Borgarbyggðar við nágrannasveitarfélög.
Samþykkt var að óska eftir fundi með fulltrúum Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Akraneskaupstaðar til viðræðna um samstarfsverkefni.
9. Endurskoðun á starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar
Á fundinn mætu Sigríður Björk Jónsdóttir, Jónína Arnardóttir og Þorvaldur Jónsson fulltrúar frá vinnuhópi um endurskoðun á starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar og kynntu hugmyndir hópsins.
10. Vinnuhópur um nýtingu eigna
Samþykkt var að tilnefna Sigríði Björk Jónsdóttur, Jenný Lind Egilsdóttur og Gísla Einarsson í vinnuhóp um nýtingu eigna.
11. Almannavarnir
Rætt um almannavarnir í Borgarbyggð.
Samþykkt var að óska eftir fundi með sýslumanni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu um almannavarnir.
12. Átak í brunavörnum til sveita
Framlagt bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands þar sem kynnt er fyrirhugað átak í brunavörnum til sveita.
Byggðarráð lýsir áhuga á að Borgarbyggð taki þátt í verkefninu.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að auglýsa starf aðstoðarslökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns laust til umsóknar.
13. Verslunarafmæli Borgarness
Framlagt minnisblað frá markaðs- og kynningarfulltrúa vegna 140 ára verslunarafmæli Borgarness 22. mars 2007.
14. Þjóðlendumál
Samþykkt var að stofna þriggja manna vinnuhóp sem geri tillögu um með hvaða hætti sveitarfélagið afli upplýsinga um landamerki eignarlands síns.
15. Framlögð mál
a. Yfirlit frá Símenntunarmiðstöð Vesturlands vegna Menntasmiðju kvenna.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt
samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,30.