Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 27
Dags : 28.02.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Umsögn um Samgönguáætlun 2007-2010
Framlagt bréf samgöngunefndar alþingis dagsett 22.02. 2007 þar sem óskað er umsagnar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010.
Sveitarstjóra var falið að senda umsögn. Þar verði lögð áhersla á að færsla þjóðvegar 1 við Borgarnes verði flýtt frá því sem er í tillögu að samgönguáætlun þannig að framkvæmdum verði lokið á yfirstandandi kjörtímabili sveitarstjórnar. Brýnt er að hefja undirbúning þegar í stað.
Einnig leggur byggðarráð áherslu á að fé til safn- og tengivega verið aukið enn frekar en nú er gert ráð fyrir í tillögunni.
Jafnframt er framlagt minnisblað formanns byggðarráðs um safn- og tengivegi.
2. Verksamningur við Borgarverk
Framlagður verksamningur við Borgarverk vegna yfirborðsfrágangs í Stöðulsholti.
Byggðarráð gerði athugasemdir við dagsetningar í þriðju grein en að öðru leiti var samningurinn samþykktur með 2 atkv. SE sat hjá.
3. Erindi frá Borgarfjarðardeild Rauða krossins
Framlagt erindi dagsett 19.02. 2007 frá Borgarfjarðardeild Rauðakrossins vegna þjónustu við innflytjendur í Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa erindinu til vinnuhóps um málefni innflytjenda og kynningar í félagsmálanefnd.
4. Erindi frá Loftorku
Framlagt bréf dagsett 23.02. 2007 frá forsvarsmönnum Loftorku ehf. vegna sumarlokunar leikskóla í Borgarnesi.
Samþykkt að vísa bréfinu til fræðslunefndar.
5. Vallarás
Framlagt tilboð frá Borgarverki í bergskeringu við Vallarás í Borgarnesi.
Tilboðið var samþykkt með 2 atkv. SE sat hjá.
6. Aðalskipulag
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna uppgjörs fyrir vinnu Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur við aðalskipulagsgerð fyrir Borgarfjarðarsveit.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
7. Stjórnsýsla Borgarbyggðar
Rætt um stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning að innleiðingu samningastjórnunar hjá Borgarbyggð.
8. Vímuvarnir
Á fundinn mættu Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri til viðræðna um vímuvarnir.
Samþykkt var að fela tómstundanefnd að skipa vímuvarnarhóp og óska eftir samstarfsaðilum.
9. Úthlutun tíma í íþróttahúsum
Samþykkt var að fela tómstundanefnd að gera reglur um úthlutun tíma í íþróttahúsum sveitarfélagsins.
10. Skíðasvæði
Á fundinn mættu Bergþór Kristleifsson og Snorri Jóhannesson og kynntu hugmyndir um uppbyggingu skíðasvæðis við Ok.
Samþykkt var að fela tómstundanefnd að láta kanna málið frekar.
11. Deiliskipulag við Borgarbraut 55-59
Framlögð drög að svörum vegna athugasemda við deiliskipulagstillögu fyrir Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að fullvinna svörin og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar.
12. Gamli miðbærinn í Borgarnesi.
Rætt um skipulagsmál í gamla miðbænum í Borgarnesi.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að ljúka við gerð deiliskipulags við Brákarbraut 11-15.
Framlagður var lóðaleigusamningur vegna Brákarbraut 11.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að láta fjarlægja húsið að Brákarbraut 11a.
13. Viðræður Launanefndar sveitarfélaga við kennara
Rætt um stöðuna í viðræðum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarsambands Íslands.
Samþykkt var að óska eftir fundi með fulltrúa Launanefndar sveitarfélaga um málið.
14. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Hlyns Ólafssonar um lóð við Kjartansgötu.
Samþykkt að hafna umsókninni þar sem ekki er um skipulagða byggingarlóð að ræða.
15. Þjóðlendumál
Samþykkt var að skipa Þórólf Sveinsson, Snorra Jóhannesson og Óðinn Sigþórsson í þriggja manna vinnuhóp sem geri tillögu um með hvaða hætti sveitarfélagið afli upplýsinga um landamerki eignarlands síns.
16. Álagning fasteignagjalda
Lagt var fram yfirlit um álagningu fasteignagjalda ársins 2007.
Samþykkt var að fela skrifstofustjóra að taka saman upplýsingar um álagningu fasteignagjalda í nágrannasveitarfélögum Borgarbyggðar.
17. Gangstéttir og götur
Á fundinn mætti Sigurður Páll Harðarson forstöðumaður framkvæmdasviðs.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að leggja fram áætlun um endurbætur á götum og gangstéttum og nýframkvæmdum við götur og göngustíga.
18. Vegtengingar
Byggðarráð felur skipulags- og bygginganefnd að gera tillögu að vegtengingu við væntanlegt byggingarsvæði vestan Borgarvogs.
Kynnt var tillaga Vegagerðarinnar að nýrri veglínu þjóðvegar 54.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að leggja fram tillögur að nýrri veglínu þjóðvegar 54 við Borgarnes í samráði við Vegagerðina.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að láta loka bráðabirgðainnkeyrslu á lóð Skeljungs við Brúartorg.
19. Beiðni Skorradalshrepps
Framlögð var beiðni Skorradalshrepps að kaupa þjónustu af Borgarbyggð á sviði skipulags- og byggingarmála.
Samþykkt að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,55.