Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

28. fundur 14. mars 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 28 Dags : 14.03.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri:Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri Eiríkur Ólafssonsem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Beiðni um stofnun séreignar
Framlagt bréf Dagbjartar Arilíusarsonar dagsett 27.02. 2007 þar sem óskað er eftir að gera 57,6 hektara spildu úr landi Steðja að séreign.
Byggðarráð samþykkti að verða við beiðninni.
2. Samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð
Framlögð drög að samþykktum um hunda og kattahald í Borgarbyggð.
3. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn frá Ársæli Guðmundssyni um lóðina nr. 3 við Stekkjarholt.
Samþykkt að úthluta lóðinni til Ársæls.
4. Boðun ársfundar og stofnfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Framlagt fundarboð ársfundar Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2006 og stofnfundar fyrir Lánasjóð sveitarfélaga ohf sem fram fara 23. mars n.k.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að sitja stofnfundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.
5. Erindi frá Þroskahjálp á Vesturlandi
Framlagt erindi frá Þroskahjálp á Vesturlandi þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fasteignaskatti.
Afgreiðslu frestað og skrifstofustjóra falið að gera drög að reglum um styrkveitingu til félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda.
6. Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu
Framlagt afrit af bréfi félagsmálaráðuneytis dagsett 28.02. 2007 til Héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu vegna úrsagnar Borgarbyggðar úr nefndinni.
Samþykkt var óska eftir tillögum frá dreifbýlisfulltrúum og umhverfisfulltrúa á hvern hátt sveitarfélagið uppfylli þær skyldur á sviði afréttamálefna og fjallskila, gróður- og náttúruverndar og samgöngumála er heyrt hafa undir Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu.
7. Nýtt starf í félagsþjónustu
Á fundinn mætti Hjördís Hjartardóttirfélagsmálastjóri.
Framlögð umsögn félagsmálastjóra vegna ráðningar í nýtt starf á vegum félagsþjónustu Borgarbyggðar.
Samþykkt var með 2 atkv tillaga félagsmálastjóra að ráða Elínu Valgarðsdóttur í starfið.
SE sat hjá við atkvæðagreiðslu.
8. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit
Framlagðar breytingatillögur Finnboga Leifssonar við gjaldskrá um búfjáreftirlit.
Byggðarráð tekur jákvætt í tillögur Finnboga og var samþykkt að fela dreifbýlisfulltrúum að vinna tillögurnar frekar í samráði við búfjáreftirlitsnefnd.
9. Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands
Framlagt fundarboð á aðalfund Menningarráðs Vesturlands sem haldinn verður 11. apríl. Einnig voru framlagðar fundargerðir frá fundum stjórnar á árinu 2007.
10. Álagning fasteignagjalda
Rætt um álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2007.
Samþykkt var að lækka álagningu fasteignaskatt á árinu 2007 í A-flokki úr 0,41% í 0,36%.
Sveitarstjóra var falið að leggja fram tillögur um hvernig lækkunin skuli framkvæmd.
Einnig var samþykkt að ganga til viðræðna við Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmd samninga um rekstur vatnsveitu og fráveitu.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Ég fagna því að byggðarráð hefur tekið ákvörðun um lækkun fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði og viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur. Hefði jafnframt viljað lækka álagningu á atvinnuhúsnæði og lóðarleigu, en í trausti þess að málið verði skoðað vel fyrir næstu álagningu samþykki ég þessa breytingu."
11. Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands
Framlagt fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem fram fer á Hótel Hamri 16. mars kl.13.30.
Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
12. Samkomulag Launanefndar sveitarfélaga við KÍ
Framlagt samkomulag Launanefndar sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna grunnskólakennara.
Samþykkt að fela fjármálastjóra að meta kostnað Borgarbyggðar vegna þessa samkomulags.
13. Almannavarnarmál
Á fundinn mætti Stefán Skarphéðinsson sýslumaður til að ræða málefni almannavarnarnefnda.
14. Sala á Álftárósi
Á fundinn mætti Ingi Tryggvason hdl. til viðræðna um dóm Héraðsdóms Vesturlands vegna sölu Borgarbyggðar á jörðinni Álftárós til Sparisjóðs Mýrasýslu.
Samþykkt var að óska eftir fundi með fulltrúum Sparisjóðsins um málið.
15. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál.
Samþykkt var að óska eftir fundi með atvinnu- og markaðsnefnd.
16. Námsráðgjafi
Rætt um tilmæli fræðslunefndar um ráðningu námsráðgjafa í samvinnu við Menntaskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt að fela fræðslustjóra að taka saman upplýsingar um kostnað við að ráða námsráðgjafa í allt að 70% starf.
17. Aðalskipulag Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Sigurður Páll Harðarson og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi aðalskipulag Borgarbyggðar.
18. Gangstéttir og götur
Forstöðumaður framkvæmdasviðs ræddi við byggðarráð um áætlað viðhald á gangstéttum og götum.
19. Samþykktir
Framlagðar samþykktir um fráveitur og rotþrær og samþykktir um meðhöndlun úrgangs í Borgarbyggð með lagfæringum Umhverfisráðuneytis.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við lagfæringarnar.
20. Menningarmál
Fyrir liggja tillögur menningarnefndar um framtíð safnamála í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að starfslýsingum fyrir menningarfulltrúa og forstöðumann safnamiðstöðvar annars vegar og hins vegar starfsmann safna.
Einnig var sveitarstjóra falið að kostnaðarmeta þessar breytingar.
21. Umsókn um lóð
Framlögð var umsókn Akraverks ehf. um lóðina að Sólbakka 24 sem frestað var á 25. fundi byggðarráðs.
Framlagt var bréf frá Balta ehf. þar sem lóðinni er skilað.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni til Akraverks ehf.
22. Deiliskipulag við Selás
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að láta deiliskipuleggja hesthúsahverfið við Selás.
23. Tilnefning í stjórn Bókasafns Reykdæla
Samþykkt var að Þóra Magnúsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn bókasafns Reykdæla.
24. Tilnefning í stjórn Landbúnaðarsafns
Samþykkt var að Torfi Jóhannesson verði varamaður Sveinbjörns Eyjólfssonar í stjórn Landbúnaðarsafn Íslands.
25. Styrkbeiðni frá All Senses Group
Framlögð beiðni All Senses Group um styrk til gerðar kynningarmyndar fyrir Vesturland.
Samþykkt að óska umsagnar Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands um erindið.
26. Raflýsing í dreifbýli
Rætt um raflýsingu í dreifbýli.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að gera úttekt á stöðu mála.
27. Umhverfisátak
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að bjóða nemendum í efstu bekkjum grunnskóla utan Borgarness að taka þátt í umhverfisátaki á þéttbýlisstöðum.
28. Félagsheimilið Logaland
Rætt var um beiðni umf. Reykdæla um styrk til framkvæmda við Logaland.
Samþykkt var að óska eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir.
29. Samkomulag um sölu veiðileyfa og eftirlit
Framlagt samkomulag við Stangaveiðifélag Borgarness um sölu veiðileyfa og eftirlit með veiðum í landi Borgarbyggðar á Seleyri.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
30. Staðardagskrá 21
Sveinbjörn lagði til að allar nefndir sveitarfélagsins fái fulltrúa frá Umís á sinni fund til að kynna hugmyndafræði Staðardagskrár 21 í tengslum við aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins.
31. Viðræður við Eykt
Samþykkt var að fela sveitarstjóra og forstöðumanni framkvæmdasviðs að hefja viðræður við Eykt um úthlutun byggingarlands til fyrirtækisins vestan Borgarvogar.
32. Önnur mál
a. Verkefnaskrá framkvæmdasviðs
b. Afrit af tölvupósti frá Inga Tryggavasyni vegna jarðarsölu
c. Afrit af bréfi bæjarstjóra Akraneskaupstaðar vegna samgönguáætlunar
d. Afrit af bréfi Menningarsjóðs SPM til umsjónarnefndar Fólkvangsins í Einkunnum.
e. Fundargerð umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunnum.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,30.