Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

30. fundur 28. mars 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 30 Dags : 28.03.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Landskipti, Signýjarstaðir
Framlagt bréf Nýhönnunar ehf. f.h. Steingríms Ellertssonar dagsett 20.03. 2007 þar sem óskað er eftir að skipta í tvo hluta Hólum, ríflega 80 hektara spildu úr landi Signýjarstaða.
Byggðarráð samþykkti að heimila landskiptin.
2. Samningur um raforkukaup
Framlögð drög að samningi um raforkukaup við Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
3. Landskipti, Ásgarður Reykholtsdal
Framlagt bréf frá Inga Tryggvasyni hdl. þar sem óskað er eftir að ríflega 3.8 hektara spilda úr landi Ásgarðs í Reykholtsdal verði gerð að séreign og tekin undan landbúnaðarnotkun.
Byggðarráð samþykkir að landspildan verði gerð að séreign en beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun var frestað þar sem ekki liggur fyrir hver landnotkun verður.
4. Landskipti, Arnarstapi
Framlagt bréf dagsett 15.03. 2007 frá Sturlu Stefánssyni og Ásgerði Pálsdóttur Arnarstapa þar sem óskað er eftir að 55 hektara spilda við Brókarvatn verði tekin undan landbúnaðarnotkun og gerð að séreign.
Byggðarráð samþykkti að landið verði gert að séreign en beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun var frestað þar sem ekki liggur fyrir hver landnotkun verður.
5. Sundabraut
Framlögð tillaga um aðkomu Faxaflóahafna að byggingu Sundabrautar sem samþykkt var í stjórn Faxaflóahafna 21.03. 2007.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
"Byggðarráð fagnar hugmyndum Faxaflóahafna um uppbyggingu Sundabrautar. Mikilvægt er að hraða þeirri framkvæmd í ljósi hratt vaxandi umferðar um Vesturlandsveg undanfarandi ár. Jafnframt fagnar byggðarráð því að engar hugmyndir eru um veggjald á Sundabraut."
6. Reglur fyrir heimaþjónustu
Framlagt bréf félagsmálastjóra dagsett 23.03. 2007 varðandi reglur um heimaþjónustu.
Byggðarráð samþykkti reglurnar.
7. Bygging Verknámshúss við FVA
Framlagt yfirlit yfir kostnaðarskiptingu aðildarsveitarfélaga vegna byggingar verknámshúss við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi.
8. Þjóðvegur 54
Rætt um þjóðveg 54.
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að kalla saman vinnuhóp um þjóðveg 54 sem starfaði á fyrra ári.
9. Gangstéttir og götur
Á fundinn mætti forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um áætlað viðhald á gangstéttum og götum.
10. Eykt
Sveitarstjóri og forstöðumaður framkvæmdasviðs greindu frá viðræðum við Eykt vegna byggingarlands vestan Borgarvogar.
11. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál
12. Atvinnumál
Á fundinn mættu Þór Þorsteinsson formaður atvinnu- og markaðsnefndar og Hólmfríður Sveinsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi til viðræðna um stefnumótunarvinnu o.fl.
Samþykkt að boða til fundar með sveitarstjórn og atvinnu- og markaðsnefnd um atvinnumál.
13. Land fyrir akstursíþróttir
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna fyrirspurnar um land fyrir akstursíþróttir.
Samþykkt var með 2 atkv. að hafna umsókn Hlauparans um landsvæði í land Hamars rétt fyrir ofan gömlu öskuhaugana. SE sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í ljósi forsögu þessa máls taldi ég eðlilegt að fara betur yfir fyrirliggjandi gögn. Þar sem því var hafnað sit ég hjá."
14. Ráðning starfsmanns við þjónustuíbúðir aldraðra
Framlagt bréf Guðbjargar S. Sigurðardóttur dags. 23.03.07 varðandi ráðningu starfsmanns í nýtt starf við þjónustuíbúðir aldraðra.
Byggðarráð stendur við fyrri ákvörðun um ráðningu starfsmanns og var sveitarstjóra falið að svara bréfritara. SE sat hjá við afgreiðslu málsins.
15. Bréf hagsmunaráðs félags eldri borgara.
Framlagt bréf hagsmunaráðs Félags eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni dags. 23.07.07 þar sem óskað er skýringa á hækkun fasteignagjalda í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti beiðni bréfritara að koma á fund byggðarráðs til að ræða málið.
16. Samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð
Framlögð drög að samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð.
Byggðarráð gerði breytingar á drögunum og þannig samþykkt samhljóða.
17. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Samþykkt var að fara fram á við sýslumann Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga fari fram á Bifröst og Hvanneyri auk hefðbundinna staða.
18. Framlögð mál
a) Framlagt bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 26.03. 07 varðandi ástand sorpmála við Egilsgötu í Borgarnesi ásamt afrit af bréfi Heilbrigðisfulltrúa til íbúa við Egilsgötu.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 11,15.