Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

32. fundur 18. apríl 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 32 Dags : 18.04.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Landskipti
Framlagðar umsagnir Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna meðferðar sveitarfélaga á umsóknum um landskipti og þegar land er tekið úr landbúnaðarnotkun.
Fyrir var tekið erindi, sem frestað var á 29. fundi, frá Vigni Björnssyni og Hörpu Hilmarsdóttur þar sem farið er fram á að 10 spildur úr landi Ánastaða verði gerðar að séreign.
Byggðarráð samþykkti að heimila landskiptin en vekur athygli á að í heimildinni felst ekki breytt landnotkun eða skipulag.
2. Aðalskipulag Borgarbyggðar
Framlagt yfirlit yfir tilboð í gerð aðalskipulags í Borgarbyggð. Jafnframt er framlögð fundargerð vinnuhóps um aðalskipulag sem hefur tilboðin til skoðunar og mun gera tillögu til byggðarráðs.
3. Heimasíða Borgarbyggaðar
Framlagt minnisblað menningarfulltrúa um heimasíðu Borgarbyggðar.
4. Erindi vegna húsnæðis í Brákarey
Framlagt bréf dagsett 09.04. 2007 frá Þorsteini Mána vegna húsnæðis sveitarfélagsins í Brákarey.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að svara bréfritara og gera honum grein fyrir stöðu húsanna.
5. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit
Framlögð endurskoðuð tillaga að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Borgarbyggð og Skorradalshreppi.
Samþykkt að óska eftir umsögn búfjáreftirlitsnefndar.
6. Erindi frá Sigurði Jónssyni hrl.
Framlagt bréf dagsett 04.04. 2007 frá Sigurði Jónssyni hrl. f.h. bílasölunnar Geisla.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara.
7. Hlauparinn ehf.
Á fundinn mætti Sigmar Gunnarsson til viðræðna um svæði undir mótorsport í nágrenni Borgarness.
8. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn frá Loftorku ehf. um lóð nr. 29 við Kveldúlfsgötu.
Samþykkt að úthluta lóðinni til Loftorku ehf.
 
9. Perlubyggð
Framlagðir skipulagsskilmálar fyrir Perlubyggð í landi Galtarholts í Borgarbyggð.
Samþykkt að afla frekari upplýsinga.
10. Viðræður við Eykt
Rætt um vegtengingar við nýtt byggignarsvæði vestan við Borgarvog.
Samþykkt að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Borgarness þar sem sýnd yrði vegtenging við nýtt byggingarsvæði vestan Borgarvogar.
11. Samningur við Landbúnaðarháskóla Íslands
Framlögð drög að samningi við Landbúnaðarháskóla Íslands vegna umsjónar með vinnuskóla á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
Framkvæmdasviði var falið að skoða þá samninga sem í gildi eru um starfsemi vinnuskóla Borgarbyggðar.
12. Erindi frá Hlíðarenda ehf.
Framlagt erindi frá Hlíðarenda ehf. dagsett 02.04 2007 um uppbyggingu í Brákarey.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Hlíðarenda ehf.
13. Skólaakstur
Rætt um skólaakstur í sveitarfélaginu í tengslum við Menntaskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt að fræðslustjóra afla frekari upplýsinga.
14. Styrkir vegna fasteignaskatts
Rætt um drög að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
Samþykkt var að fela skrifstofustjóra að gera breytingar á reglunum og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
15. Málefni eldri borgara
Á fundinn mættu Bjarni Arason, Jenni R. Ólason, Ragnheiður Ásmundsdóttir, Páll Guðbjartsson, Jakobína Jónasdóttir og Guðríður Kristjánsdóttir fulltrúar frá hagsmunaráði eldri borgara til viðræðna um málefni þeirra.
16. Styrkbeiðnir um menningarmál
Framlögð fundargerð menningarnefndar með umsögn um beiðni um stuðning vegna tónleikahalds í Reykholtskirkju og beiðni um styrk til Kirkjukórs Borgarneskirkju.
Þar sem Reykholtskirkja og Kirkjukór Borgarneskirkju hafa þegar fengið styrki á þessu ári samþykkti byggðarráð að veita ekki frekari styrki til þessara aðila á árinu.
17. Bréf Páls Björgvinssonar
Framlagt bréf Páls Björgvinssonar dags. 15.04.’07 varðandi tilboðsgerð í aðalskipulag Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara.
18. Gatnagerð í Borgarbyggð
Framlögð kostnaðaráætlun fyrir gerð göngustígs úr Bjargslandi að golfvellinum að Hamri.
Rætt um fyrirhugaðar gatnagerðarframkvæmdir í Borgarbyggð.
Framlögð voru tilboð í gatnagerð í Borgarnesi – Bjargsland 2 og hesthúsahverfi.
Tvö tilboð bárust.
Samþykkt var að ganga til samninga við lægstbjóðenda.
19. Sorphirða í Borgarbyggð
Rætt um sorphirðu í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir fundi með Gámaþjónustu Vesturlands.
20. Fundur um skipulagsmál í Brákarey
Rætt um fyrirhugaðan íbúafund um skipulagsmál í Brákarey sem haldinn verður laugardaginn 21. apríl n.k.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að auglýsa og undirbúa fundinn.
21. Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra
Lagt fram fundarboð á aðalfund Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi sem haldinn verður 24. apríl n.k.
22. Vélhjólasýning Raftanna
Framlagt minnisblað umhverfisfulltrúa varðandi vélhjólasýningu Bifhjólasamtakanna Raftanna sem haldin verður 5. maí n.k.
Byggðarráð samþykkti erindið.
23. Fundargerð landbúnaðarnefndar
Framlögð fundargerð landbúnaðarnefndar frá 16. apríl s.l.
Samþykkt að óska eftir fundi í héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblað varðandi úrskurð sýslumanns í máli Sigvalda Ásgeirssonar varðandi álagningu fjallskila.
24. Útreikningur vegna leikskólagjalda
Framlagður útreikningur á breytingu á tekjum leikskóla við að foreldrar greiði aðeins skólagjöld fyrir fyrsta barn.
25. Aðalfundur Veiðifélags Langár og Urriðaár
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár og Urriðaár sem haldinn verður 05. maí n.k.
Með fundarboðinu fylgir fjárhagsáætlun yfir gjaldaliði 2007 og samþykktir fyrir Veiðifélag Langár og Urriðaár.
Samþykkt að fela Sigurjóni Jóhannssyni og Einari Ole Pedersen að fara með umboð Borgarbyggðar á fundinum.
26. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Byggingafélagsins Nýverk ehf. um lóðina að Vallarási 14 fyrir iðnaðarhúsnæði.
Samþykkt að úthluta lóðinni til Nýverks ehf.
27. Framlögð mál
a) Afrit af bréf frá samgönguráðuneytinu vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,30.