Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

33. fundur 25. apríl 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 33 Dags : 25.04.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Þjóðvegur 54
Rætt um þjóðveg 54.
2. Hagsmunaráð eldri borgara
Rætt um starfsemi hagsmunaráðs eldri borgara.
Samþykkt var að óska umsagnar félagsmálanefndar um skipan, störf og starfsemi eldri borgararáðs sveitarfélagsins.
3. Götur og gangstéttar
Á fundinn mætti forstöðumaður framkvæmdasviðs og lagði fram yfirlit um viðhaldsþörf á götum og gangstéttum í Borgarnesi og á Hvanneyri. Jafnframt rætt um fyrirhugaða gatnagerð á Varmalandi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að hefja nú þegar viðgerðir á Klettavík og ákvörðun um frekari viðhaldsframkvæmdir verða ákveðnar á næsta fundi byggðarráðs.
4. Umhverfismál
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfisfulltrúi til viðræðna um hreinsunarátak sem fyrirhugað er í sveitarfélaginu 5. og 6. maí n.k.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að hafa timbur- og járnagáma til staðar í Brákarey, á Sólbakka og í dreifbýli í tengslum við hreinsunarátak 2. - 15. maí n.k.
Samþykkt var að fela umhverfisfulltrúa að gera umhverfisdagatal.
Samþykkt var að fela umhverfisfulltrúa að hafa umsjón með gróðursetningu á nokkrum svæðum við innkomuna í Borgarnes.
5. Afréttarmál
Á fundinn mættu Guðrún Sigurðardóttir, Svanur Pálsson og Ásgerður Pálsdóttir, fulltrúar í afréttarnefnd Álftaneshrepps til viðræðna um afréttarmál.
Samþykkt að ræða við eigendur Grenja um afréttarmál.
6. Byggðaþróun
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við SSV þróun og ráðgjöf um að meta þróun byggðar í Borgarbyggð á næstu 20 árum.
7. Ársreikningur 2006
Á fundinn mætti Oddur G. Jónsson frá KPMG og kynnti drög að ársreikningi fyrir árið 2006.
Fjármálastjóri sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Samþykkt að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveinbjörn vék af fundi.
8. Reiðhöll
Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir við reiðhöll í Borgarnesi.
9. Svæði fyrir akstursíþróttir
Rætt um umsókn Hlauparans ehf. um svæði fyrir akstursíþróttir.
Samþykkt að vísa hugmyndum um svæði í landi Borgarbyggðar til skipulags- og bygginganefndar.
10. Starfsmannamál
Samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir starfsmanni á framkvæmdasvið í tímabundið starf.
11. Framlögð mál
a) Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna sem fram fór 17.04. s.l.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 11,30.