Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

34. fundur 09. maí 2007 kl. 13:17 - 13:17 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 34 Dags : 09.05.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúi: Finnbogi Leifsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Þjóðvegur 54
Rætt um þjóðveg 54.
2. Laugargerðisskóli
Framlögð fundargerð frá aðalfundi byggðasamlags um Laugargerðisskóla sem og fundargerðir frá fundum stjórnar byggðasamlags og skólanefndar á árinu 2007. Auk þess er framlagður tölvupóstur frá oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps um skipan vinnuhóps um endurskoðun á samþykktum byggðasamlagsins.
Byggðarráð samþykkti að tilnefna Finnboga Rögnvaldsson, Björn Bjarka Þorsteinsson og Finnboga Leifsson í vinnuhópinn. Einnig að var samþykkt að bjóða fram aðstoð starfsmanns Borgarbyggðar við endurskoðunina.
3. Gatnagerð á Varmalandi
Framlagt yfirlit um tilboð í gatnagerð á Varmalandi.
Tilboð bárust frá Jörva hf. að upphæð kr. 28.500.000,- og Borgarverki ehf. að upphæð kr. 26.940.000,-.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að ganga til samninga við lægstbjóðenda.
4. Landskipti
Framlagt erindi frá Kristínu Möller og Jóhannesi Jóhannessyni Stafholtsveggjum þar sem óskað er eftir að spilda úr landi Stafholtsveggja verði gerð að séreign og tekin undan landbúnaðarnotkun.
Byggðarráð samþykkti erindið.
5. Slökkvilið Borgarbyggðar
Framlagt bréf frá slökkviliðsstjóra þar sem kynntar eru hugmyndir að merki fyrir slökkvilið Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti merkið og var slökkviliðsstjóra falið að kynna það fyrir öðrum slökkviliðsmönnum.
Jafnframt er framlagt minnisblað um búnað frá Brunamálastofnun til slökkviliðanna í Borgarbyggð og á Akranesi.
Byggðarráð þakkar Brunamálastofnun framlag til brunavarna í Borgarbyggð.
Framlögð var brunavarnaráætlun Borgarbyggðar 2007.
6. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn frá Atlantsolíu um lóðina nr. 17 við Vallarás í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni til Atlantsolíu með fyrirvara um deiliskipulag.
7. Kjörstaðir í Borgarbyggð
Framlagt bréf frá Sýslumanninum í Borgarnesi dagsett 26.04. 2007 vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu.
8. Aðalfundur Faxaflóahafna
Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sf. sem fram fer í Reykjavík 1. júní n.k. kl.15.00.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að fara með umboð Borgarbyggðar á fundinum.
9. Úrskurður vegna álangingar fjallskila
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna ákvörðunar byggðarráðs um að áfrýja úrskurði Sýslumannsins í Borgarnesi á kæru Sigvalda Ásgeirssonar vegna álagningar fjallskila.
Einnig var framlögð álitsgerð lögmanns Bændasamtaka Íslands um málið.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ráða lögmann til að reka áfrýjunarmál Borgarbyggðar fyrir Héraðsdómi.
10. Eykt
Rætt um samningaviðræður við Eykt ehf.
11. Styrktarsjóður SPM
Framlögð drög að starfsreglum fyrir Hornsteininn styrktarsjóð Sparisjóðs Mýrasýslu.
Samþykkt var að tilnefna Björn Bjarka Þorsteinsson og Sigríði Björk Jónsdóttur í stjórn sjóðsins.
12. Sorphirðumál
Á fundinn mættu Elías Ólafsson og Hannes Ólafsson frá Gámaþjónusta Vesturlands til viðræna um sorphirðumál.
Samþykkt var að ganga til viðræðna við Gámaþjónustuna um frekari samvinnu um flokkun sorps
13. Kjörskrá
Lögð var fram tillaga um breytingu á kjörskrá þar sem tveir kjósendur færast milli kjördeilda í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti breytinguna.
14. Greiðslur til skoðunarmanna
Rætt um greiðslur til kjörinna skoðunarmanna ársreiknings sveitarsjóðs.
Byggðarráð samþykkti tillögu sveitarstjóra.
15. Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð drög að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
Gerðar voru minniháttar breytingar á drögunum og reglurnar síðan samþykktar með áorðnum breytingum.
Samþykkt var að fela fjármálstjóra fullnaðarafgreiðslu mála skv. reglunum.
16. Öryggismál við sundlaugar
Framlögð fundargerð 11. fundar menningarnefndar frá 02. maí.
Samþykkt var að fela tómstundanefnd að yfirfara öryggismál við sundlaugar í Borgarbyggð.
17. Heiti húsa í Reykholti
Framlagt bréf Geirs Waage sóknarprests og beneficiators í Reykholti dags. 22.04.07 varðandi heiti húsa við götuna Tröð í Reykholti.
Samþykkt að verða við beiðninni og byggingafulltrúa falið að láta þinglýsa nafnbreytingum.
18. Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Rætt um endurbætur og nýbyggingu við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Samþykkt var yfirlýsing þess efnis að Borgarbyggð tryggi fjármagn sem þarf til framkvæmda og endurbóta við Dvalarheimilið.
19. Göngustígur
Framlagður tölvupóstur frá Guðrúnu Eggertsdóttur f.h. eigenda Bjargs.
Með hliðsjón af erindinu er fallið frá hugmyndum um lagningu göngustígar frá Bjargslandi að golfvellinum að Hamri, að svo stöddu.
Framkvæmdasviði var falið að fella þann verkþátt úr samningum við verktaka sbr. fyrirvara í útboðsgögnum.
20. Samningur um afnot flugbrautar
Framlagður samningur við samgönguráðuneytið um gerð og afnot flugbrautar í Kárastaðalandi í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
21. Starfsmannamál
Sveitarstjóri kynnti að Ingibjörg Elín Jónsdóttir sérkennsluráðgjafi hafi sagt upp störfum frá og með 01. september n.k.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir starfsmanni í 75% starf sérkennsluráðgjafa.
22. Framlögð mál
a) Bréf menntamálaráðuneytis varðandi styrkveitingu til verkefnisins Borgarfjarðarbrúarinnar.
b) Bréf skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags fyrir Borgarbraut 55-59.
c) Kostnaðaráætlun yfir gjaldaliði Veiðifélags Langár 2007.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11.05.