Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 35
Dags : 23.05.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Ársreikningur Héraðsnefndar Mýrasýslu
Framlagður ársreikningur 2006 fyrir Héraðsnefnd Mýrasýslu.
Byggðarráð samþykkti ársreikninginn.
2. Samkomulag við Stoðir ehf.
Framlagt samkomulag við Stoðir ehf. um staðsetningu flaggstanga við Digranesgötu 6 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið.
3. Félagslegar íbúðir
Framlagt bréf félagsmálastjóra þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðu könnunar á félagslegu húsnæði í sveitarfélaginu. Jafnframt framlögð tillaga að reglum um leigurétt og úthlutun félagslegra íbúða hjá Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna kosti þess að selja hluta af félagslegum íbúðum sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkti tillögu að reglum um leigurétt og úthlutun félagslegra íbúða.
4. Landskipti
Framlagt erindi frá Svandísi Þorsteinsdóttur og Páli H. Jónssyni þar sem óskað er eftir að spilda úr landi Signýjarstaða, alls 1,8 hektari verði gerð að séreign og tekin undan landbúnaðarnotkun. Fyrirhuguð landnotkun er lóð fyrir íbúðarhús.
Byggðarráð samþykkti erindið.
5. Slökkvilið Borgarbyggðar
Framlögð drög að samkomulagi um slit á samstarfi um Slökkvilið Borgarfjarðardala sem og drög að þjónustusamningi við Skorrdalshrepp um brunavarnir.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
Jafnframt rætt um brunavarnaráætlun fyrir Borgarbyggð, Skorradalshrepp og Eyja- og Miklaholtshrepp.
6. Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Framlögð drög að samkomulagi um slit á byggðasamlagi um Tónlistarskóla Borgarfjarðar sem og drög að þjónustusamningi við Skorradalshrepp.
Byggðarráð samþykkti samkomulag um slit á byggðasamlaginu og var sveitarstjóra falið að vinna áfram að þjónustusamningnum.
7. Samningar við Skorradalshrepp
Framlagðir samningar við Skorradalshrepp um félagsþjónustu og um vistun barna á leikskólanum Andabæ í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti samningana.
8. Safnahús Borgarfjarðar
Rætt um starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar.
Byggðarráð tekur jákvætt í að sýningin um Pourqui-pas? verði höfð opin í sumar og var samþykkt að heimila forstöðumanni Safnahúss að ráða minjavörð í hálft starf
9. Starfsemi leikskóla í Borgarbyggð
Framlagt minnisblað fræðslustjóra um biðlista eftir leikskólaplássum á leikskólum í Borgarbyggð.
10. Erindi frá fræðslunefnd
Framlögð erindi frá 17. fundi fræðslunefndar.
Samþykkt að Sóley Sigurþórsdóttir verði ráðgjafi verkefnisins byrjendalæsi.
Samþykkt var að fela skólastjóra að ráða starfsmann við skólaskjól Grunnskólans í Borgarnesi.
Fræðslunefnd leggur til að fimmti bekkur verði starfræktur við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri næsta skólaár. Byggðarráð samþykkir að kostnaði verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Framlögð erindi frá 18. fundi fræðslunefndar.
Framlögð uppsögn skólastjóra Varmalandsskóla. Byggðarráð felst á uppsögnina og var samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa starf skólastjóra Varmalandsskóla laust til umsóknar.
11. Almannavarnir
Rætt um almannvarnir í Borgarbyggð.
Byggðarráð ítrekar fyrri beiðni um að almannavarnanefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu verði kölluð saman til fundar.
12. Safnvegir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Framlögð tillaga Vegagerðarinnar um skiptingu á safnvegafé fyrir árið 2007.
Samþykkt var að vísa þeim hluta sem snýr að Mýrasýslu til landbúnaðarnefndar en það sem snýr að Borgarfjarðarsýslu verður tekið til umfjöllunar hjá Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu.
13. Brunavarnaátak í sveitum
Rætt um verkefni Búnaðarsamtaka Vesturlands um brunavarnir í sveitum.
Byggðarráð samþykkti að taka þátt í verkefninu og var kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
14. Landskipti
Framlagt bréf dagsett 04.05. 2007 frá Jón S. Þorbergssyni og Ólöfu H. Sigurðardóttur vegna uppskipta á jörðinni Skíðsholtum í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti erindið.
15. Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu
Framlagður og samþykktur ársreikningur Héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu fyrir árið 2006.
Framlögð fundargerð frá fundi í Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu sem fram fór 26. apríl s.l. Jafnframt rætt um þau verkefni sem Borgarbyggð tekur yfir eftir Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu.
Samþykkt var að leggja til að landbúnaðarnefnd taki yfir málefni fjallskilanefndar, málefni samgöngunefndar fari undir landbúnaðarnefnd og málefni gróðurverndarnefndar og náttúruverndarnefndar fari undir umhverfisnefnd.
16. Húsnæðismál á Varmalandi
Rætt um húsnæðismál á Varmlandi.
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði.
17. Umhverfismál
Á fundinn mætti forstöðumaður framkvæmdasviðs.
Rætt um umhverfismál í Borgarbyggð.
18. Staðardagská 21
Erindinu er vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn eftir umfjöllun um fundargerð umhverfisnefndar frá 3. maí s.l.
Samþykkt var að fela umhverfisfulltrúa að vinna verkáætlun fyrir Staðardagskrá 21 í Borgarbyggð og leggja fyrir sveitarstjórn í byrjun júní.
19. Bílastæði fyrir stóra bíla í Borgarnesi
Erindinu er vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn eftir umfjöllun um fundargerð umhverfisnefndar frá 3. maí s.l.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kostnaðarmeta gerð malarplans fyrir stóra bíla við Vesturás.
20. Uppbygging á stjórnsýslu Borgarbyggðar
Framlagt minisblað frá vinnuhópi um breytingar á stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Rætt var um þjónustu við eldri borgara og öryrkja.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að taka saman kostnað við garðslátt hjá eldri borgurum og öryrkjum.
Framlagt bréf Ragnars Olgeirssonar varðandi greiðslur fyrir heimilisþjónustu.
Sveitarstjóra var falið að svara bréfritara.
22. Ónotaðar eignir
Rætt um ónotaðar eignir sveitarfélagsins.
23. Verksamningar
Forstöðumaður framkvæmdasviðs fór yfir vinnu við gerð verksamninga vegna nýlegra útboða sveitarfélagsins.
Framlagt álit lögmanns Borgarbyggðar á tilboðum sem bárust í verkið Gatnagerð í Borgarnesi, Bjargsland II og hesthúsahverfi.
Með vísan í grein 0.1.1. var samþykkt að hafna tilboði lægstbjóðenda og var forstöðumanni framkvæmdasviðs falið að ganga til samninga við Borgarverk ehf. sem átti næst lægsta tilboð í verkið.
Samþykkt var með 2 atkv. gegn 1 (SE) að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að ganga til samninga við HS-verktak um gangstéttaviðgerðir - gangbraut, skv. framlagðri magnskrá.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Þar sem umfang þessara verkefna er mun meira en gert var ráð fyrir sem viðhald gangstétta í útboði á áhaldahúsvinnu tel ég eðlilegt að verkefnið verði boðið út að stærstum hluta."
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Það er skoðun meirihluta byggðarráðs að samningur við HS-verktak um þetta verk, þjóni hagsmunum sveitarfélagsins."
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að láta endurgera grjótvörn við Brákarsund og malbika plan og bílastæði við Skúlagötu 3, 5 og 7 - 11 skv. framlögðum gögnum.
24. Erindi umhverfisfulltrúa
Framlagt minnisblað umhverfisfulltrúa dags. 22. maí 2007 varðandi aðgerðir vegna gámasvæða.
25. Samkomulag um bóka- og ljósmyndasöfn
Framlagt samkomulag milli Borgarbyggðar og Akraness um gagnkvæmt aðgengi að bóka- og ljósmyndasöfnum sveitarfélaganna.
Byggðarráð leggur áherslu á að bókasafn Snorrastofu verði hluti af samkomulaginu.
26. Bréf Jóns Gíslasonar
Framlagt bréf Jóns Gíslasonar Lundi dags. 16.05.07 vegna afréttargirðingar á Lundartungu.
Samþykkt að fela dreifbýlisfulltrúa að sjá um að girðingin verði lagfærð.
27. Veiðifélagið Hvítá
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítá sem haldinn verður 29. maí n.k.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
28. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál og stöðugildi hjá sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að skoða rekstrarforsendur fyrir tjaldsvæði innan eignarlands Borgarbyggðar á komandi sumri.
Jafnframt var óskað umsagnar Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands varðandi þörf fyrir tjaldsvæði.
30. Framlögð mál
a) Ársreikningur Veiðifélags Norðurár 2006.
b) Fundargerð frá aðalfundi Menningarráðs Vesturlands 11.04.07.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,00.