Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

36. fundur 30. maí 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 36 Dags : 30.05.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúi: Finnbogi Leifsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: EiríkurÓlafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagt fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fer föstudaginn 8. júní n.k. að Bæjarhálsi 6 Reykjavík.
Samþykkt að Páll S. Brynjarssonverði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
2. Frumvarp til umsagnar
Framlagt bréf frá félagsmálaráðuneytinu dagsett 16. maí s.l. þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
3. Erindi frá UMSB
Framlagt erindi frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar dagsett 23. maí s.l. þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við fyrirhugaða umsókn til UMFÍ um að unglingalandsmótið 2009 fari fram í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að styðja umsókn UMSB um að halda mótið.
4. Vinabæjarmót
Framlögð drög að dagskrá vegna vinabæjarmóts sem fram fer í Borgarbyggð 22. til 24. júní n.k.
5. Slökkvilið Borgarbyggðar
Rætt um slökkvilið Borgarbyggðar.
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum við fulltrúa Skorradalshrepps og fundi með slökkviliðsmönnum sem haldinn var 23. maí s.l.
6. Erindi frá fræðslunefnd
Rætt um verkefnið Borgarfjarðarbrúin.
Samþykkt að óska eftir minnisblaði fræðslustjóra um málið.
7. Húsnæðismál á Varmalandi
Rætt um húnæðismál grunn- og leikskóla á Varmalandi.
Samþykkt að vísa fyrirliggjandi gögnum til fræðslunefndar.
8. Verksamningar
Á fundinn mætti forstöðumaður framkvæmdasviðs lagði fram drög að verksamningum vegna nýlegra útboða á gatnaframkvæmdum og skipulagsvinnu.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að undirrita samning við Landlínur ehf. vegna gerðar aðalskipulags fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti með 2 atkv. að fela sveitarstjóra að undirrita samning við HS-verktak ehf. um viðhald og nýframkvæmdir á gangstéttum og gangbrautum í Borgarbyggð. FL sat hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að undirrita samning við Landlínur ehf. um lóðahönnun umhverfis byggingu við Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að undirrita samning við Borgarverk ehf. um verkið Gatnagerð í Borgarnesi, Bjargsland 2 og hesthúsahverfi.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að undirrita samning við Borgarverk ehf. um verkið Varmaland Borgarbyggð, gatnagerð og lagnir.
9. Sorphirða
Framlagt minnisblað umhverfisfulltrúa dags. 22. maí 2007 um sorpmál.
Samþykkt að fela umhverfisfulltrúa að vinna áfram í samvinnu við dreifbýlisfulltrúa að lagfæringum á gámaplönum í Borgarbyggð.
10. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál og stöðugildi hjá sveitarfélaginu.
Sveitarstjóri greindi frá ráðningu Sigurjóns Einarssonar í tímabundið starf á framkvæmdasviði.
Rætt um íþróttamannvirki í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka saman upplýsingar fyrir næsta fund byggðarráðs.
12. Logaland
Rætt um erindi Ungmennafélags Reykdæla varðandi endurbætur á félagsheimilinu Logalandi.
Samþykkt að styrkja Ungmennafélagið um kr. 500.000,- vegna endurbótanna á árinu 2007 og frekari styrkveitingum vísað til ársins 2008.
13. Mímir
Rætt um ungmennahúsið Mími í Borgarnesi.
14. Framtíðarsýn
Framlagt minnisblað frá fundi sveitarstjórnar og atvinnu- og markaðsnefndar um framtíðarsýn fyrir Borgarbyggð. Jafnframt framlagt minnisblað frá formanni byggðarráðs um sama mál.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
15. Umsóknir um lóðir
a) Framlagðar umsóknir frá Verkstofunni Einingar um lóðina nr. 11 við Selás í Borgarnesi og lóðina nr.11 við Vallarás í Borgarnesi.
Samþykkt að úthluta lóðinni nr. 11 við Selás til Verkstofunnar Einingar en úthlutun lóðarinnar við Vallarás var frestað.
b) Framlögð umsókn Bjarna Hlyns Guðjónssonar um lóðina nr. 13 við Selás í Borgarnesi.
Samþykkt að úthluta lóðinni til Bjarna.
16. Samningar um hitaveitu
Framlagðir samningar við Bryndís Brynjólfsdóttur og Dag Andrésson um framsal hitavatnsréttar á Kleppjárnsreykjum.
Byggðarráð samþykkti samningana.
17. Veiðifélag Gljúfurár
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 30. maí 2007 í veiðihúsi félagsins. Með fundarboðinu fylgja drög að samþykktum fyrir félagið.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
18. Sláttur fyrir eldri borgara
Samþykkt var að slá garða fyrir eldri borgara og öryrkja sumarið 2007 samkvæmt reglum sem í gildi eru.
Sveitarstjóra var falið að endurskoða reglur um sláttinn.
19. Framlögð mál
a) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 21.05.07 vegna úthlutunar framlaga vegna sameiningar sveitarfélaga.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,35.