Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

37. fundur 06. júní 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 37 Dags : 06.06.2007
37. byggðarráðsfundur
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Fjármálastjóri: Linda B. Pálsdóttir sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Málefni leikskóla
Framlagt minnisblað frá fræðslustjóra um rekstur leikskóla í Borgarbyggð og búnaðarkaup fyrir nýjan leikskóla við Ugluklett.
Samþykkt að fela leikskólastjórum Uglukletts og Hnoðrabóls að ganga frá starfsmannaráðningum í samræmi við framlagt minnisblað fræðslustjóra. Jafnframt er leikskólastjóra Uglukletts falið að kaupa búnað fyrir leikskólann skv. minnisblaðinu, þeim kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
2. Breytingar á nefndarskipan
Framlagt bréf frá Valdimar Sigurjónssyni þar sem hann tilkynnir brottflutning úr sveitarfélaginu og segir því af sér nefndarstörfum fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
3. Fyrirspurn um Moldbrekku, Kolbeinsstaðarhreppi
Framlögð fyrirspurn frá Eyþóri R. Þórhallssyni um jörðina Moldbrekku í Kolbeinsstaðarhreppi.
Ekki er unnt að verða við erindinu.
4. Fyrirspurn um sölu íbúðar á frjálsum markaði
Framlögð fyrirspurn frá Kristínu Sigurðardóttur þar sem hún óskar eftir að selja íbúð sína að Borgarbraut 65 á frjálsum markaði.
Byggðarráð verður við ósk um að falla frá kaupskyldu.
5. Slökkvilið Borgarbyggðar
Framlögð tillaga að gagngjaldi vegna samninga við Skorradalshrepp um þjónustu slökkviliðs.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að samningagerðinni.
6. Nám fyrir stjórnendur Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað frá Háskólanum á Bifröst um nám fyrir stjórnendur sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
7. Húsnæðismál á Varmalandi
Rætt um húnæðismál grunn- og leikskóla á Varmalandi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kostnaðarmeta breytingarnar. Byggðarráð tekur einnig undir bókun fræðslunefndar frá 19. fundi þar sem lagt er til að haldinn verði kynningarfundur um málið í skólahverfi Varmalandsskóla sem fyrst.
8. Umsóknir um stuðning vegna tónlistarnáms
Framlagðar tvær umsóknir um stuðning við námsvist í tónlistarskóla utan Borgarbyggðar.
Byggðarráð óskar eftir umsögn fræðslustjóra vegna umsóknanna.
9. Eykt
Rætt um viðræður við Eykt um byggingarland.
10. Brákarey
Rætt um framtíðaruppbyggingu í Brákarey og vinnu við deiliskipulag eyjarinnar.
Framlagt minnisblað sveitarstjóra og honum falið að vinna áfram að málinu.
12. Framtíðarsýn Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Magnús Á. Magnússon til viðræðna um vinnu við framtíðarsýn Borgarbyggðar.
13. Úrskurður Sýslumanns vegna Vilmundarstaða
Á fundinn mætti Ingi Tryggvason hdl. til viðræðna við byggðarráð vegna úrskurðar Sýslumanns í Borgarnesi vegna kæru Sigvalda Ásgeirssonar um álagningu fjallskilagjalda. Óskað eftir minnisblaði frá Inga vegna málsins.
14. Rekstur Borgarbyggðar
Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri lagði fram yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins fyrstu þrjá mánuði ársins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við KPMG vegna verkefna fyrir eignasjóð og fjárhagsáætlunargerð.
15. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Framlagt bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands varðandi breytingar á fjárhagsáætlun eftirlitsins.
Samþykkt.
16. Fundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund samstarfsnefndar um tónlistarfræðslu í Borgarfirði
17. Tillaga starfshóps að stefnu Borgarbyggðar í málefnum innflytjenda
Framlögð og henni vísað til sveitarstjórnar.
SE lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fagna vinnu hópsins og tillögum. Finnst þó vanta:
a) Að gera ákveðinn aðila innan stjórnsýslunnar ábyrgan fyrir málaflokknum.
b) Að vinna kostnaðarmat á tillögunum þar sem sveitarfélagið er að vinna þessa stefnu í fyrsta sinn."
FR lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sú stefnumótun sem hér er kynnt lýsir vilja til að vinna að málefnum innflytjenda með ákveðnum hætti. Nánari útfærslu þarf til að draga fram kostnað sem hlýst af því að fylgja stefnunni og eðlilegt að sá kostnaður komi fram við fjárhagsáætlunargerð ár hvert."
18. Tjaldsvæði í Borgarnesi
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna tillögu að gerð tjaldsvæðis við Granastaði.
Á fundinn mætti Jökull Helgason, verkefnisstjóri á framkvæmdasviði, til viðræðna um kostnaðarmat við framkvæmdina. Samþykkt að fela framkvæmdasviði að koma upp lágmarksaðstöðu á staðnum að fengnu samþykki Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Vegagerðarinnar.
19. Frágangur lóðar við Ugluklett og Boltagerði í Borgarbyggð
Jökull Helgason, verkefnisstjóri á framkvæmdasviði, fór yfir stöðu verkefnanna. Samþykkt að fela framkvæmdasviði að semja við lægstbjóðendur í hverju verki, á grundvelli tilboða þeirra, en áður en gengið verði frá verksamningum verði lögð vinna í endurskoðun á skiladögum verka og ýmsa aðra hagræðingu hvað varðar tilhögun verksins.
Jökull vék af fundi.
20. Frágangur og gróðursetning svæða í Borgarbyggð
Framlagðar tillögur umhverfisfulltrúa að gróðursetningu í Borgarnesi og frágangi á almennum svæðum á Hvanneyri. Umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að verkefnunum.
21. Málefni Hlauparans ehf.
Framkvæmdasviði falið að kynna hugmyndir að staðsetningu risatjalds fyrir hagsmunaaðilum.
22. Lóðaumsókn Loftorku ehf.
Samþykkt að úthluta Loftorku 2,38 ha lóð úr landi Kárastaða skv. yfirlitsmynd frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar dags. 30. maí 2007.
Undir þessum lið var samþykkt að óska eftir fundi með prestsetrasjóði.
23. Starfsmannamál
Staðan rædd og sveitarstjóra falið að vinna minnisblað fyrir næsta fund.
24. Staða gatnagerðar í Reykholti
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kostnaðarmeta þær framkvæmdir sem eftir eru við gatnagerðina.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12:30