Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

41. fundur 09. júlí 2007 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 41 Dags : 09.07.2007
Mánudaginn 9. júlí 2007 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 09.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Deiliskipulag við Hrafnaklett 1b
Framlögð var svohljóðandi tillaga varðandi deiliskipulag við Hrafnaklett 1b í Borgarnesi:
“Byggðarráð í umboði sveitarstjórnar samþykkir deiliskipulag fyrir veitingahús við Hrafnaklett 1b. Tillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samhliða tillögu að breyttu aðalskipulagi sem staðfest var af Umhverfisráðherra 4. júlí 2007.
Engar athugasemdir bárust varðandi deiliskipulagið.
Frekari upplýsingar gefur framkvæmdasvið Borgarbyggðar. Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar Skipulags og byggingarmála. sbr. 8.gr. skipulags- og byggingarlaga. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.”
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
“Samþykki fyrirliggjandi tillögu en minni á fyrri efasemdir mínar um að endurskipuleggja einstakar lóðir eða einstök svæði á meðan endurskoðun aðalskipulags fyrir þéttbýlið í Borgarnesi stendur yfir.”
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 09,30.