Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

42. fundur 18. júlí 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 42 Dags : 18.07.2007
Miðvikudaginn 18. júlí 2007 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Torfi Jóhannesson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Gjaldskrá gatnagerðargjalda
Framlögð var tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá um gatnagerðargjöld og byggingarleyfisgjöld í Borgarbyggð til mótvægis við hækkun kostnaðar við gatnagerð.
Tillagan var samþykkt.
2. Landskipti – Litla Skarðsland
Framlögð beiðni lögfræðistofunnar LM Lögmenn dags. 02.07.’07 um skiptingu á spildu úr landi Litla Skarðslands.
Samþykkt að verða við beiðninni.
3. Stækkun á lóð við Kvíaholt
Framlögð beiðni Dagnýjar Hjálmarsdóttur og Kristjáns Rafns Sigurðssonar dags. 04.07.’07 um stækkun á lóðinni nr. 24 við Kvíaholt.
4. Breyting á lóðarmörkum við Fálkaklett
Framlögð beiðni húseigenda að Fálkakletti 1 og 15 um breytingu á lóðarmörkum á milli lóðanna.
Samþykkt að óska eftir að framkvæmdasvið leggi fram tillögu að nýjum lóðarmörkum í samræmi við ósk lóðarhafa.
Framlögð fjárhagsáætlun Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2007 sem samþykkt var á stjórnarfundi í apríl s.l.
Byggðarráð samþykkti áætlunina og vísar mismun frá fjárhagsáætlun Borgarbyggðar til endurskoðunar hennar.
6. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Samþykkt með 2 atkv. að fastráða Guðrúnu Jónsdóttur í starf menningarfulltrúa og forstöðumanns Safnamiðstöðvar Borgarbyggðar.
SE sat hjá við afgreiðsluna.
Samþykkt með 2 atkv. að ráða Björg Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa í sameinað starf umhverfisfulltrúa og upplýsingafulltrúa sem þá verður 100% starf.
SE sat hjá við afgreiðsluna og lagði fram svohljóðandi bókun:
"Tel ekki skynsamlegt að tvinna þessi störf saman og sé ekki að hagsmunum sveitarfélagsins sé betur borgið með því að auglýsa ekki stöðu kynningarfulltrúa."
Samþykkt var að skrifstofustjóri vinni með stjórnsýsluhópi og að fjármálastjóri verði starfsmaður atvinnu- og markaðsnefndar.
7. Námskeið um samningastjórnun
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26.06.’07 þar sem kynnt er námskeið um samningsstjórnun sem haldið verður 13. – 14. ágúst n.k.
8. Safnamál
Rætt um stefnu Borgarbyggðar í safnamálum.
9. Leiksvæði við Varmalandsskóla
Framlagt bréf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar dags. 05.06.’07 varðandi skoðun á leiksvæði við grunnskólann og leikskólann á Varmalandi.
Unnið er að breytingum á leikskólalóð og var framkvæmdasviði falið að gera tillögur að breytingum á grunnskólalóð.
10. Deiliskipulag vegna sparkvallar á Bifröst
Lögð fram tillaga að staðsetningu sparkvallar að Bifröst og tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Bifröst.
Byggðarráð samþykkti staðsetningu sparkvallarins og jafnframt var samþykkt tillaga að breytingu á deiliskipulagi skv. teikningu frá Landmótun dags. 17.07.07.
Framkvæmdasviði var falið að vinna áfram að málinu.
11. Umsóknir um styrki vegna tónlistarnáms
Framlagðar umsagnir fræðslustjóra um umsóknir um styrki vegna tónlistarnáms.
12. Brákarbraut 11
Framlögð drög að samkomulagi við lóðarhafa að Brákarbraut 11 vegna skerðingar á lóð.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið með 2 atkv. SE sat hjá við afgreiðslu.
13. Landskipti á Haukatungu syðri 1
Framlagt bréf Haukatungubúsins sf. dags. 11.07.´07 þar sem farið er fram á landskipti á jörðinni Haukatunga syðri 1.
Byggðarráð samþykkti erindið.
14. Brunavarnaátak
Framlagt minnisblað Búnaðarsamtaka Vesturlands varðandi brunavarnaátak í sveitum.
Samþykkt var að óska umsagnar slökkviliðsstjóra um verkefnið.
15. Bréf eigenda Túns í Reykholtsdal
Framlagt bréf eigenda Túns í Reykholtsdal dags. 03.06.’07 þar sem óskað er umsagnar Borgarbyggðar á að stofnað verði lögbýli að Túni.
Byggðarráð leggst ekki gegn því að lögbýli verði stofnað að Túni.
16. Bygging á Kaðalstöðum
Framlagt bréf Viðars Guðmundssonar og Barböru Óskar Guðbjartsdóttur dags. 06.06.’07 þar sem óskað er umsagnar á hugmyndum um að byggja íbúðarhús á jörðinni Kaðalstöðum II.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið.
17. Sjúkraflutningar í Borgarfirði
Rætt um sjúkraflutninga í Borgarfirði.
18. Breyting á aðalskipulagi í Reykholti
Framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykholts vegna skolphreinsistöðvar.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst 16. maí 2007. Eftir auglýsingatíma voru gerðar athugasemdir við tillöguna af Skipulagsstofnun og farið fram á lagfæringar á uppdrætti. Breytingarnar eru að fallið hefur verið frá minjagarði og færslu þjóðvegar um Reykholt.
Byggðarráð samþykkti skipulagstillöguna skv. teikningu frá Batteríinu dags. 18.07.07.
19. Ráðning dýrafangara
Framlögð tillaga dreifbýlisfulltrúa um ráðningu dýrafangara til að handsama stórgripi sem sloppið hafa inn á vegsvæði í Borgarbyggð og tilkynnt hefur verið um til lögreglu.
Byggðarráð samþykkti tillöguna og óskar jafnframt umsagnar landbúnaðarnefndar um hlutverk sveitarfélagsins í að fanga stórgripi.
Svohljóðandi bókun var samþykkt:
"Byggðaráð Borgarbyggðar hvetur Ríkisstjórn Íslands til að móta nú þegar byggðastefnu sem styrkir búsetu á landsbyggðinni en horfist jafnframt í augu við þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum í þróun byggðar í landinu. Ljóst er að byggðaþróun er flókið samspil breyttrar tækni og menningar en síður afleiðing af einstaka ákvörðunum stjórnvalda. Mikilvægt er að mótuð sé stefna um uppbyggingu opinberrar þjónustu sem styðji við eðlilega og raunhæfa byggðaþróun.
Byggðaráð Borgarbyggðar lýsir sig reiðubúið að taka þátt í að stofna Nýsköpunarsjóð Vesturlands sem hafi það að markmiði að efla sprotastarfsemi á Vesturlandi og þannig auka fjölbreytni í atvinnulífi sem við teljum nauðsynlega forsendu frekari uppbyggingar og fólksfjölgunar á svæðinu."
21. Deiliskipulag í landi Húsafells III
Tekið var til annarrar umræðu nýtt deiliskipulag frístundabyggðar í landi Húsafells III dags. 18.07.07 í framhaldi af breyttu og staðfestu Svæðisskipulagi sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar.
Byggðarráð samþykkti skipulagið.
22. Landssvæði fyrir akstursíþróttir
Framlagt minnisblað frá fundi hagsmunaaðila um svæði fyrir akstursíþróttir sem haldinn var 13. júlí s.l.
Samþykkt að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og jafnframt var óskað eftir nánari upplýsingum frá framkvæmdasviði.
23. Framlögð mál
a) Bréf Umhverfisráðuneytisins varðandi Umhverfisþing sem haldið verður 12. – 13. október n.k.
b) Afrit af bréfi Landbúnaðarstofnunar varðandi búfjárhald.
c) Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi byggða- og sveitarstjórnarmál á erlendri grundu.
d) Bréf Skipulagsstofnunar varðandi breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Bjarnastaða.
e) Bréf Umhverfisstofnunar vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997 – 2017 og deiliskipulag vegna veitingahúss við Hrafnaklett 1b.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,15