Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

44. fundur 08. ágúst 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 44 Dags : 08.08.2007
Miðvikudaginn 08. ágúst 2007 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Landskipti
Framlagt erindi frá Jakobi Jakobssyni dags. 31.07.07 fyrir hönd landeigenda að Jaðri 1 í Borgarbyggð þar sem óskað er eftir því að fjórar landspildur verði stofnaðar út úr Jaðri 1. Landnotkun verði óbreytt.
Byggðarráð samþykkti að heimila spildurnar verði stofnaðar en vekur athygli á að í heimildinni felst ekki breytt landnotkun eða skipulag.
2. Erindi frá Kvenfélagi Hvítársíðu og Kvenfélagi Hálsasveitar
Framlagt erindi frá Agnesi Guðmundsdótur f.h. Kvenfélags Hvítársíðu og Kvenfélags Hálsasveitar þar sem óskað er eftir styrk til skógræktar í skógræktargirðingu við félagsheimilið Brúarás.
Samþykkt að styrkja félagið um kr. 40.000,- vegna verkefnisins.
3. Sparkvöllur við Laugargerðisskóla
Framlagður tölvupóstur frá oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda við byggingu sparkvallar við Laugargerðisskóla.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
4. Umsókn um lóðir á Varmalandi
Framlögð umsókn Trésmiðjunnar Eikar um lóðir á Varmlandi.
Afgreiðslu frestað og framkvæmdasviði falið að ræða við umsækjenda.
5. Lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð
Framlögð drög að lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa drögunum til umsagnar skipulags- og bygginganefndar, landbúnaðarnefndar, félagsmálanefndar, umhverfisnefndar og umferðaröryggishóps.
6. Brákarbraut 11
Framlagt kostnaðarmat vegna samnings við lóðarhafa að Brákarbraut 11 í Borgarnesi.
7. Vinnureglur um starfsmannaráðningar
Lögð fram tillaga að vinnureglum við starfsmannaráðningar hjá Borgarbyggð.
Tillagan var samþykkt með 2 atkv. gegn 1 (SE).
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Tel eðlilegt að umsóknir um störf sem byggðarráð ræður í komi beint til ráðsins sem í framhaldi tæki ákvörðun um meðferð þeirra. Það er í mínum huga nær ákvæðum um mannaráðningar í samþykktum Borgarbyggðar."
8. Ungmennaráð og öldungaráð
Framlögð drög að erindisbréfum fyrir ungmennaráð og öldungaráð.
Samþykkt að vísa drögunum með áorðnum breytingum til umsagnar fræðslunefndar, menningarnefndar, tómstundanefndar og félagsmálanefndar.
9. Verkefnaáætlun meirihluta sveitarstjórnar
Rætt um verkefnaáætlun meirihluta sveitarstjórnar.
10. Lóðaúthlutun
Rætt um úthlutun lóða sem frestað var á fyrri fundum byggðarráðs.
Samþykkt var að úthluta lóðinni að Vallarási 11 til Verkstofunnar Einingar.
Samþykkt var að úthluta lóðunum að Vallarási 13 og 18 til Loftorku Borgarnesi ehf.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 09.20.