Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 45
Dags : 22.08.2007
Miðvikudaginn 22. ágúst 2007 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Aðalfundur SSV
Framlagt fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer fimmtudaginn 20. september n.k. á Hótel Hamri í Borgarnesi.
2. Tilboð í hreinsun rotþróa
Framlagt yfirlit yfir tilboð í hreinsun rotþróa í Borgarbyggð.
Tilboð bárust frá eftirfarandi:
Dæling ehf. kr. 55.125.600
Holræsa og stífluþjónusta Suðurlands " 51.761.220
Hreinsitækni " 60.640.000
Hreinsitækni (frávikstilboð) " 52.370.000
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ræða við lægstbjóðanda.
3. Fyrirspurn frá Vók ehf.
Framlagt erindi frá Vók ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um kaup á fasteignum Kárastaða ásamt lóðarstækkun fyrir Sólbakka 17 sbr. uppdrátt.
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
4. Gatnagerðargjöld
Rætt um gatnagerðargjöld á lóðum þar sem ekki er fyrirhugað að reisa húsbyggingar.
Framkvæmdasviði falið að gera tillögu um gjaldtöku til samræmis við nýtingarhlutfall.
5. Úrsagnir úr nefndum
Framlagt bréf frá Helga Helgasyni Þursstöðum þar sem hann tilkynnir úrsögn úr afréttarnefnd Borgarhrepps. Jafnframt er framlagt bréf frá Hólmfríði Sveinsdóttur þar sem hún tilkynnir úrsögn úr tómstundanefnd.
Samþykkt var að Kristmar Ólafsson taki sæti Hólmfríðar í tómstundanefnd en tilnefnt verður síðar í afréttarnefndina.
6. Landskipti
Framlagt erindi Sigurðar Einarssonar Stóra Fjalli í Borgarbyggð þar sem óskað er eftir að frístundalóð verði breytt í íbúðarhúsalóð. Einnig er óskað eftir því að 10.000 m² spilda við húsið verði tekin undan landbúnaðarnotkun.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að afla frekari upplýsinga.
7. Verksamningar við Jörva h.f.
Framlagðir verksamnngar við Jörva h.f. vegna gatnagerðar í Flatahverfi á Hvanneyri og vegna framkvæmda við göngustíga og snúningshaus í Sóltúnshverfi á Hvanneyri.
Samningarnir voru samþykktir.
8. Landskipti
Framlagt erindi frá Krumshólum ehf. þar sem óskað er eftir að hluti af beitar- og frístundalandi Krumshóla verði skipt í 4 hluta sbr. loftmynd.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og sveitarstjóra falið að óska upplýsinga frá Sambandi sveitarfélaga um meðferð sambærilegra mála. Jafnframt var samþykkt að óska eftir upplýsingum frá landeigendum um fyrirhugaða landnotkun.
9. Landskipti
Framlagt erindi frá Sandhólum ehf. þar sem óskað er eftir að 7.3 ha spilda verði tekin úr landi Norðtungu 2 og gerð að séreign.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og sveitarstjóra falið að óska upplýsinga frá Sambandi sveitarfélaga um meðferð sambærilegra mála. Jafnframt var samþykkt að óska eftir upplýsingum frá landeigendum um fyrirhugaða landnotkun.
10. Erindi frá ritnefnd bókar um barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu
Framlagt erindi frá Hilmari Má Arasyni formanni ritnefndar þar sem spurst er fyrir um frekari aðkomu Borgarbyggðar að útgáfu bókar um barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu.
Samþykkt var að bjóða formanni nefndarinnar á fund byggðarráðs.
11. Viðhald ristarhliða
Framlögð fyrirspurn frá Þorvaldi Jónssyni Brekkukoti þar sem spurst er fyrir um viðhald á ristarhliði við Kljáfoss.
Samþykkt að senda erindi til sauðfjárveikivarna og Vegagerðarinnar varðandi málið.
12. Fundargerð landbúnaðarnefndar
Framlögð var fundargerð landbúnaðarnefndar frá 20. ágúst 2007.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum um styrkvegi í sveitarfélaginu.
Einnig var samþykkt að koma athugasemdum landbúnaðarnefndar á framfæri við Vegagerðina.
13. Gatnagerð í Reykholti
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra vegna viðræðna við fulltrúa Reykholtsstaðar ehf. um aðkomu sveitarfélagsins að gatnagerð og skipulagsmálum í Reykholti.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
14. Stofnfé í Sparisjóði Mýrasýslu
Rætt um aukningu Borgarbyggðar á stofnfé í Sparisjóði Mýrasýslu.
Samþykkt var að auka stofnfé Borgarbyggðar í Sparisjóði Mýrasýslu um 500 milljónir króna og var sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Sparisjóðinn um lántökur vegna aukningarinnar. Einnig var sveitarstjóra falið að ræða við fjármálaeftirlitið um málið.
15. Eignasjóður Borgarbyggðar
Rætt um verkefni eignasjóðs og umsjón með honum.
16. Skipulag fólkvangs í Einkunnum við Borgarnes
Rætt um deiliskipulagstillögu fólkvangs í Einkunnum.
Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar vinnuhóps sem vinnur að gerð aðalskipulags Borgarbyggðar.
17. Greiðslur vegna utanlögheimilisbarna
Rætt um samninga Borgarbyggðar við önnur sveitarfélög vegna barna sem stunda nám við leik- og grunnskóla Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela fræðslustjóra að taka saman upplýsingar um fjölda barna í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar sem eiga lögheimili utan sveitarfélagsins. Einnig var fræðslustjóra falið að tilkynna viðeigandi sveitarfélögum um breyttan þátttökukostnað þeirra við skólahald.
18. Fundir byggðarráðs
Rætt um fyrirhugaða fundi byggðarráðs með ýmsum aðilum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með umhverfisráðherra.
19. Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra vegna viðtalstíma sveitarstjórnarfulltrúa.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að auglýsa viðtalstímana.
20. Framkvæmd funda um skipulagsmál
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna funda með hagsmunaaðilum um skipulagsmál.
21. Þjónustukönnun
Rætt um niðurstöðu og eftirfylgni þjónustukönnunar sem Capacent vann fyrir Borgarbyggð í júní og júlí s.l. og kynnt var fyrir sveitarstjórn s.l. fimmtudag.
Samþykkt var að vísa könnuninni til stjórnsýsluhóps og er óskað eftir tillögum til byggðarráðs innan tveggja vikna. Jafnframt var samþykkt að vísa því til nefnda sveitarfélagsins að þær kynni sér efni könnunarinnar, sérstaklega hvað varðar sína málaflokka.
22. Varmalandsskóli
Framlögð bókun fulltrúa Framsóknarflokksins um húsnæðismál Varmalandsskóla sem vísað var til byggðarráðs á 18. fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að senda erindi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um þátttöku í kostnaði við uppbyggingu mannvirkja Grunnskólans á Varmalandi.
23. Byggingarsvæði vestan Borgarvogar
Rætt um framhald viðræðna Borgarbyggðar við Eykt um byggingarland vestan Borgarvogar.
24. Þjóðlendumál
Á fundinn mættu Óðinn Sigþórsson, Snorri Jóhannesson og Þórólfur Sveinsson og greindu frá niðurstöðum vinnuhóps um þjóðlendumál í Borgarbyggð.
Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við Búnaðarsamtök Vesturlands um samstarf varðandi þjóðlendumál.
25. Menningarstefna Borgarbyggðar
Framlögð drög að menningarstefnu Borgarbyggðar sem unnin er af menningarnenfnd.
Samþykkt var að senda menningarstefnuna til umsagnar í nefndum sveitarfélagsins.
26. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Samþykkt að heimila að ráðnir verði skólaritarar í 50% stöður við Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar.
27. Vinnureglur um lóðaúthlutun
Samþykkt var að breyta grein 3.1 í vinnureglum um úthlutun lóða á þann hátt að út falli liðir um greiðslu staðfestingargjalds og að umsækjendur skuli leggja fram staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu.
28. Loftmyndagrunnur
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að ganga til samninga um kaup loftmyndagrunni fyrir sveitarfélagið.
29. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 41. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
b. Fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Norðurár sem fram fer 26. ágúst n.k.
Samþykkt að Kristján F. Axelsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
c. Kynning á ráðstefnu um skólamál í Osló 15.-16. nóvember n.k.
d. Minnisblað frá fundi með samgönguráðherra.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,40.