Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

48. fundur 19. september 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 48 Dags : 19.09.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Menningarstefna
Framlögð endurskoðuð drög að menningarstefnu Borgarbyggðar.
2. Félagsheimili í Borgarbyggð
Framlagt minnisblað menningarnefndar um nýtingu og rekstrarfyrirkomulag félagsheimila í eigu Borgarbyggðar.
Samþykkt að kanna kosti þess að gera eignaskiptasamninga um þau félagsheimili sem eru í sameign með öðrum.
Samþykkt að kynna minnisblaðið fyrir öðrum eigendum félagsheimilanna.
3. Geymsluhúsnæði fyrir safnamuni í Borgarbyggð
Framlagt minnisblað frá menningarfulltrúa um mögulegt geymsluhúsnæði fyrir safnamuni í Borgarbyggð.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
4. Erindi frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar
Framlagt erindi frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir stuðningi vegna starfsemi félagsins.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
5. Erindi frá atvinnu- og markaðsnefnd
Framlagt erindi frá atvinnu- og markaðsnefnd vegna útgáfu íbúahandbókar fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkti heimila að íbúahandbók verði gefin út en benti á að nýta heimasíðu sveitarfélagsins frekar til kynningar á sveitarfélaginu.
6. Umsókn um byggingarlóð
Framlögð umsókn frá Erki ehf. um byggingarlóð fyrir iðnaðarhúsnæði í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við umsækjanda.
7. Útilýsing á lögbýlum
Framlagt erindi frá Brynari Bergssyni og Önnu Lísu Hilmarsdóttur þar sem þau óska eftir að fá ljósastaur við íbúðarhúsið að Klapparholti í Borgarbyggð. Jafnframt sækja þau um styrk vegna niðursetningar á rotþró við húsið.
Samþykkt að vísa umsókn um ljósastaur til gerðar næstu fjárhagsáætlunar en samþykkt að veita umsækjendum styrk vegna niðursetningar rotþróar.
 
Framlögð umsókn frá Agli Pálssyni og Jónínu Óskarsdóttur þar sem þau óska eftir að fá ljósastaur við íbúðarhúsið að Lyngási í Borgarbyggð.
Áður hefur verið samþykkt að setja upp ljósastaur við Lyngás og framkvæmdasviði falið að sjá um að það verði gert.
8. Aðalfundur SSV
Framlögð dagskrá fyrir aðalfund SSV sem fram fer í Borgarnesi 20. september n.k.
Framlagðar frekari upplýsingar vegna erinda um landskipti í landi Krumshóla og Hamraenda í Borgarbyggð.
Byggðarráð mælir með að landskipti í landi Krumshóla verði leyfð en vekur athygli á að einn hluti landsins liggur ekki að vegi eftir skiptinguna.
Byggðarráð samþykkti að mæla með að landskipti í landi Hamraenda verði leyfð.
10. Fjárhagsáætlun 2008
Framlögð tillaga að skiptingu tekna sveitarfélagsins á milli reksturs og framkvæmda á árinu 2008 sem og skiptingu á milli málaflokka.
11. Ályktanir frá félagsmálanefnd
Framlagðar afgreiðslur félagsmálanefndar á erindum sem byggðarráð hefur beint til nefndarinnar undanfarið.
12. Leikskólinn Ugluklettur
Framlagt kostnaðarmat fræðslustjóra við opnun nýrra deildar við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að heimila opnun nýrrar deildar frá og með 01. október n.k.
Viðbótarkostnaður að upphæð 2,4 milljónir króna skal færður á fræðslumál og fjárveiting tekin af auknum tekjum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélagi.
13. Erindi frá ábúendum á Rauðsgili
Framlagt erindi frá ábúendum á Rauðsgili í Borgarbyggð þar sem skorað er á sveitarstjórn að endurskoða reglur um lausagöngu búfjár.
Samþykkt að benda bréfriturum á gildandi reglur um lausagöngu búfjár og fjallskilareglugerð og var erindinu vísað til vinnuhóps um afréttarmálefni.
14. Erindi frá Hestamannafélaginu Faxa
Framlagt erindi frá Hestamannafélaginu Faxa vegna niðurrifs á eignum félagsins að Faxaborg.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
15. Samningur um rotþróahreinsun
Framlagður samningur um rotþróahreinsun við Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
16. Umsjónarmenn fasteigna
Á fundinn mætti Jökull Helgason verkefnisstjóri á framkvæmdasviði.
Samþykkt var að láta útbúa starfsaðstöðu fyrir umsjónarmann fasteigna í Borgarnesi í Safnahúsinu að Bjarnarbraut 4 - 6.
Fram kom að Jón Friðrik Jónsson umsjónarmaður fasteigna hefur látið af störfum.
Samþykkt var að ráða ekki nýjan starfsmann í stað Jóns en öðrum umsjónarmönnum falið að taka yfir hluta af hans verkefnum um leið og annarri starfsemi á framkvæmdasviði verður breytt.
17. Framkvæmdir
Samþykkt var að láta setja nýtt gólfefni á íþróttahúsið á Varmalandi og aðliggjandi sal í félagsheimilinu Þinghamri skv. tilboði og tillögu framkvæmdasviðs.
Samþykkt var að fara í framkvæmdir við gangstéttar við Ugluklett og Hrafnaklett í Borgarnesi skv. tillögu framkvæmdasviðs.
Samþykkt var að hefja framkvæmdir á þessu ári við bílaplan við Grunnskólann í Borgarnesi á gatnamótum Gunnlaugsgötu og Bröttugötu.
Samþykkt var að fara í framkvæmdir við malbikun malarsvæða á Sólbakka í Borgarnesi skv. tillögu framkvæmdasviðs.
Framkvæmdasviði var falið að bjóða út verkin. Kostnaður við þessar framkvæmdir eru um 10 milljónir umfram það sem var á framkvæmdaáætlun ársins 2007 og verður fjárveiting tekin af þeim liðum sem ekki verða framkvæmdir á þessu ári.
Jökull kynnti framkvæmdir við húsnæði á Hvítárbakka.
18. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Sveitarstjóri kynnti að forstöðumaður framkvæmdasviðs og innheimtufulltrúi hafa sagt upp störfum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa störfin laus til umsóknar.
Rætt var um stöðugildi á leikskólum vegna sérkennslu. Vísað til umsagnar fræðslunefndar.
19. Erindi frá umhverfisfulltrúa
Framlögð erindi frá umhverfisfulltrúa;
a. Samningur um jarðgerð á Hvanneyri.
Samningurinn var samþykktur.
b. Samningur um rekstur á salerni við Paradísarlaut.
Samþykkt að fela umhverfisfulltrúa að vinna áfram að málinu.
20. Erindi frá 19. fundi sveitarstjórnar
Framlögð erindi frá 19. fundi sveitarstjórnar sem vísað var til byggðarráðs;
a. Tillaga um skipan vinnuhóps vegna skipulags á útivistarsvæði í landi
Hamars við Borgarnes.
Samþykkt að ekki verði skipaður sérstakur vinnuhópur en bókuninni
vísað til vinnuhóps um aðalskipulag og lögð áhersla á að verkefninu
verði hraðað.
b. Reglur um útilýsingu á lögbýlum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera breytingar á reglunum og
leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
c. Húsnæðismál Grunnskóla Borgarfjarðar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
d. Erindi frá íbúasamtökum Hvanneyrar.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum íbúasamtakanna,
Landbúnaðarháskólans og umf. Íslendings.
e. Lausaganga stórgripa.
Samþykkt með 2 atkv. að lausaganga stórgripa verði bönnuð
í Borgarbyggð.
SE sat hjá við afgreiðslu og lagði fram svohljóðandi bókun:
"Þó ég sé efnislega sammála tillögunni kýs ég að sitja hjá, þar sem ég tel
að málið sé ekki fullunnið."
f. Öryggismál sundstaða.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að gera tillögur um úrbætur í
öryggismálum sundlaugarinnar í Brún.
g. Ársskýrsla umhverfismála.
Samþykkt að óska eftir áliti nefnda Borgarbyggðar hvort gefa eigi út
ársskýrslu einstakra málaflokka.
h. Tillaga félagsmálanefndar um þjónustuíbúðir.
Samþykkt að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
21. Erindi varðandi skiptingu í skólahverfi
Framlögð fyrirspurn Ólafar Brynjarsdóttur og Sveins Þórólfssonar Ferjubakka II um skiptingu í skólahverfi í Borgarbyggð og tómstundaskóla.
Samþykkt var að óska eftir umsögn fræðslustjóra um erindin.
22. Lántökur
Samþykkt var að heimila fjármálastjóra að óska eftir tilboðum í lán að upphæð 500 millj. króna vegna stofnfjáraukningar í Sparisjóði Mýrasýslu.
23. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Hrafnhildar Sigurðardóttur, Andrésar Jóhannssonar og Reynis Magnússonar um hesthúsalóð að Selási 15 í Borgarnesi.
Samþykkt að úthluta lóðinni til umsækjenda með fyrirvara um endanlegt samþykki skipulags.
24. Bréf Bókaútgáfunnar Hóla
Framlagt bréf Bókaútgáfunnar Hóla vegna útgáfu á verkum Jónasar Hallgrímssonar. Borgarbyggð er boðið að kaupa eintök af bókinni.
Samþykkt að hafna erindinu.
25. Úthlutun lóða
Á fundinum var dregið úr umsóknum um lóðir sem auglýstar voru nýverið í Klettahverfi í Borgarnesi og Flatahverfi á Hvanneyri.
Á fundinn mætti Sigurjón Einarsson fulltrúi skipulagsmála.
Jón Einarsson fulltrúi sýslumanns í Borgarnesi sat fundinn meðan dregið var úr umsóknum.
 
Eftirtaldir voru dregnir úr umsækjendum:
 
Lóðir á Hvanneyri:
Arnarflöt 11 - 10 umsóknir bárust
Lóðinni var úthlutað til Ulla R Pedersen
Hrafnaflöt 2-6 - 3 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til PJ-bygginga
Hrafnaflöt 8-14 - 3 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Glæsihúsa ehf.
Hrafnaflöt 16-22 - 1 umsókn barst.
Lóðinni var úthlutað til Sólfells ehf.
Hrafnaflöt 24-30 - 2 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Sólfells ehf.
Lóuflöt 1 - 3 - 6 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Benedikts Líndal
Lóuflöt 2 - 3 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Glæsihúsa ehf.
Lóuflöt 4 - 3 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Glæsihúsa ehf.
Lóuflöt 5 - 7 - 8 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Guðna Líndal
Benediktssonar
Lóuflöt 6 - 4 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Vignis Þórs
Siggeirssonar
Lóuflöt 8 - 12 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Atla Arnþórssonar
Lóðir í Borgarnesi
Birkiklettur 2 - 4 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Loftorku
Borgarnesi ehf.
Fjóluklettur 1 - 2 umsóknir barst.
Lóðinni var úthlutað til Guðna Rafns
Ásgeirssonar
Fjóluklettur 2 - 2 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Óskars Sverrissonar
Fjóluklettur 3 - 3 umsóknir bárust
Lóðinni var úthlutað til Birgis H. Andréssonar.
Fjóluklettur 4 - 3 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Arnars Más Gíslasonar.
Fjóluklettur 5 - 7 - 9 umsóknir bárust
Lóðinni var úthlutað til Logafoldar ehf.
Fjóluklettur 6 - 3 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Erlu Jónsdóttur.
Fjóluklettur 8 - 2 umsóknir bárust
Lóðinni var úthlutað til Sólfells ehf.
Fjóluklettur 9-11 - 7 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Eiríks J. Ingólfssonar
ehf.
Fjóluklettur 10 - 2 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Sólfells ehf.
Fjóluklettur 12 - 2 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað Atla Sigmars Hrafnssonar.
Fjóluklettur 13 - 5 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Georgs Gíslasonar.
Fjóluklettur 14 - 9 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Sigríðar G. Bjarnadóttur.
Fjóluklettur 15 - 4 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Frístundahúsa ehf.
Fjóluklettur 16 - 11 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Jónínu Kristjánsdóttur.
Fjóluklettur 18 - 14 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Eðvars Ó. Traustasonar.
Fjóluklettur 20 - 10 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Róberts H.
Kjartanssonar
Fjóluklettur 22 - 16 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Guðnýjar Önnu
Vilhelmsdóttur.
26. Framlögð mál
a. Fundargerð frá stjórnarfundi í Faxaflóahöfnum
b. Bréf frá Sorpurðun Vesturlands vegna hagsmunagæslu í úrgangsmálum
c. Fundargerð frá fundi Almannavarnarnefndar Borgarfjarðar og Dala
d. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga um viðmiðunarreglur um kirkjugarðastæði
Finnbogi vék af fundi áður en fundargerð var upplesin.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,20.