Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

49. fundur 26. september 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 49 Dags : 26.09.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Landskipti
Tekin fyrir að nýju umsókn Guðrúnar Fjeldsted um landskipti, en óskað er eftir að stofnuð verði lóð undir vélaskemmu í landi Ölvaldsstaða IV í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
2. Landskipti
Framlagt erindi frá Landbúnaðarráðuneytinu dagsett 20.09. 2007 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar á fyrirhuguðum landskiptum á 7.2 hektara lóð umhverfis flugbraut í landi Hraunsmúla í Borgarbyggð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
3. Erindi frá UKV
Framlagt erindi frá Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands þar sem óskað er eftir stuðningi fyrir starfsárið 2008.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
4. Skólaakstur
Sveitarstjóri ræddi óskir um breytingar á skólaakstri af Mýrum.
Byggðarráð telur ekki ástæðu til breytinga á akstrinum.
5. Fjárhagsáætlun 2008
Rætt um skiptingu tekna á málaflokka fyrir árið 2008.
Samþykkt með 2 atkv. að vísa skiptingunni til nefnda. SE sat hjá.
6. Samningur við DAB
Framlagður samningur við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi um vaktþjónustu í íbúðum aldraðra í Ánahlíð og Borgarbraut 65 í Borgarnesi.
Samningurinn var samþykktur með 2 atkv. BBÞ tók ekki þátt í afgreiðslu vegna tengsla við aðila málsins.
7. Samningur um kaup á landi
Framlagður samningur við Ragnheiði Oddsdóttur um kaup á erfðafestulandi úr landi Hamars.
Samningurinn var samþykktur með 2 atkv. SE sat hjá.
8. Reglur um lýsingu í dreifbýli
Framlögð endurskoðuð drög að reglum um lýsingu í dreifbýli.
Reglurnar voru samþykktar með lítilsháttar breytingum.
9. Fundur með fjárlaganefnd Alþingis
Framlagt minnisblað vegna fundar með fjárlaganefnd Alþingis.
10. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um mögulegar breytingar á rekstrarformi Orkuveitu Reykjavíkur.
11. Samkomulag við Skorradalshrepp
Framlagðir eftirtaldir samningar við Skorradalshrepp:
Samkomulag um slit á samstarfi um Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Þjónustusamningur vegna nemenda úr Skorradalshreppi sem stunda nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Samkomulag um slit á samstarfi um Slökkvilið Borgarfjarðardala
Þjónustusamningur vegna brunavarna í Skorradal
Viðauki við þjónustusamning Borgarbyggðar og Skorradalshrepps um brunavarnir
Samningur Borgarbyggðar og Skorradalshrepps um félagsþjónustu
Þjónustusamningur vegna vistunar barna úr Skorradalshreppi í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri
Byggðarráð staðfesti samningana.
12. Leikskólinn Andabær
Rætt um undirbúning að nýju húsnæði við leikskólann Andabæ.
Á fundinn mætti Jökull Helgason verkefnastjóri á framkvæmdasviði.
13. Bréf Loftorku
Framlagður tölvupóstur frá Loftorku Borgarnesi ehf. þar sem tilkynnt er að Loftorka hefur fallið frá fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðinni Vallarási 13 og skilar þar með lóðinni.
14. Viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga
Framlagt erindi frá Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu þar sem farið er fram á framlag Borgarbyggðar vegna viðhalds á sauðfjárveikivarnagirðingum í Borgarfirði.
Afgreiðslu frestað.
15. Framlögð mál
a. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um uppgjör á framlagi vegna lækkaðra tekna af fasteignaskatti 2007.
b. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi undirbúning að breyta sjóðnum í hlutafélag.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 9,55.