Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 50
Dags : 03.10.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri:Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Landskipti
Framlagt erindi frá Snyrtistofu Ólafar Ingólfsdóttur dagsett 27.09. 2007 þar sem óskað er eftir að Jaðar 17, alls 40 hektarar verði tekið úr landbúnaðarnotkun og gert að frístundabyggð.
2. Landskipti
Framlagt erindi dagsett 24.09. 2007 frá Jakobi Jakobssyni f.h. landeigenda um að stofnaðar verði 6 spildur ,sbr. meðfylgjandi skipulagsuppdrætti, úr landi Jaðars alls 56.3 hektara. Gert er ráð fyrir óbreyttri landnotkun.
Samþykkt að óska eftir umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands um málið.
3. Erindi frá LBHÍ
Framlagt erindi dagsett 26.09. 2007 frá Landbúnðarháskóla Íslands varðandi þátttöku í kostnaði við frágang við hringtorg á Hvanneyri.
Kostnaður Borgarbyggðar verður um kr. 130.000,-.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4. Erindi frá FVA
Framlagt erindi dagsett 27.09. 2007 frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi vegna nýbyggingar við skólann.
Framlagt erindi dagsett 28.09.2007 frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um framlög sveitarfélaga til tækjakaupa fyrir verknámsdeildir Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
5. Fjárhagsáætlun 2008
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.
6. Landskipti
Framlagt erindi frá Dagbjarti Arilíussyni oog Svanhildi Valdimarsdóttur Steðja þar sem óskað er eftir að 12 hektara spilda úr landi Steðja verði gerð að séreign.
Samþykkt að óska frekari upplýsinga um málið og umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands.
7. Erindi frá slökkviliðsstjóra
Framlagt erindi frá slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Borgarbyggðar um endurnýjun á slökkvibifreið í Laugargerði.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
8. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um mögulegar breytingar á rekstrarformi Orkuveitu Reykjavíkur.
9. Menningarmál
Á fundinn mætti Guðrún Jónsdóttir menningarfulltrúi og kynnti hugmyndir að reglum um styrkveitingar til menningarstofnana í Borgarbyggð.
10. Ályktun frá Svæðisráði fatlaðra á Vesturlandi
Framlögð ályktun frá fundi í stjórn Svæðisráðs fatlaðra á Vesturlandi sem fram fór 19. september s.l.
Byggðarráð hefur kynnt sér erindi Svæðisráðs til fjárveitinganefndar Alþingis. Byggðarráð telur rétt að verkefni í þessum málaflokki flytjist til sveitarfélaganna en leggur áherslu á að verkefnunum fylgi eðlilegt fjármagn.
11. Landskipti
Framlagt erindi frá Birni Þorsteinssyni dagsett 20.09. 2007 þar sem óskað er eftir að stofnaðar verði þrjár spildur úr landi Húsafells 4. Einnig er óskað eftir að tvær spildur verði teknar undan landbúnaðarnotum.
Samþykkt að óska eftir umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands um málið.
12. Tilboð í fjármögnun
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og kynnti tilboð í fjármögnun á hækkun sveitarfélagsins á stofnfé í Sparisjóð Mýrarsýslu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að meta tilboð í samráði við fagmenn og ganga til samninga.
13. Safn- og tengivegir
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni í Borgarnesi um uppbyggingu safn- og tengivega.
14. Fjallskil
Rætt um fjallskil og smölun heimalanda.
15. Framlögð mál
a. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um leiðréttingu á framlagi sjóðsins vegna sérþarfa fatlaðara
b. Fundargerð frá stjórnarfundi Faxaflóahafna sem fram fór 25. september s.l.
c. Bréf frá Samgönguráðuneytinu vegna bókunar byggðarráðs um safn- og tengivegi.
d. Bréf frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,15.