Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

52. fundur 17. október 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 52 Dags : 17.10.2007
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Sigríður Björk Jónsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Björn Bjarki stjórnaði fundi í fjarveru formanns.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Menntaskóli Borgarfjarðar
Á fundinn mættu Torfi Jóhannesson og Helga Halldórsdóttir frá Menntaskóla Borgarfjarðar til viðræðna um samskipti skólans og Borgarbyggðar annars vegar og samskipti Borgarbyggðar og Menntaborgar ehf. sem byggir skólann hins vegar.
Framlögð voru drög að leigusamningi milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar.
2. Forkaupsréttur
Framlagt erindi dagsett 25.09. 2007 frá Evu Sumarliðadóttur Hrafnakletti 8 í Borgarnesi þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti á íbúð hennar.
Byggðarráð samþykkti að verða við erindinu.
3. Umsókn um lóðarstækkun
Framlagt erindi dagsett 08.10. 2007 frá BM Vallá hf. þar sem óskað er eftir lóðarstækkun við lóð fyrirtækisins að Borgarbraut 72-74 í Borgarnesi sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar.
4. Samningar við KPMG
Framlagðir samningar við KPMG Endurskoðun ehf. vegna ráðgjafavinnu varðandi eignarekstur og áætlanagerð.
Byggðarráð samþykkti samningana.
5. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn dagsett 04.10. 2007 frá Johan Rönning hf. um lóð undir verslunar og iðnaðarhúsnæði í Borgarnesi.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og var framkvæmdasviði falið að ræða við umsækjanda.
6. Fjárhagsáætlun 2008
Á fundinn mætti Linda Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram yfirlit um rekstur málaflokka fyrstu 8 mánuði ársins 2007.
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.
7. Afhending undirskriftalista
Á fundinn mættu Guðbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Baldursdóttir og Helga Bjarnadóttir sem skipa foreldraráð Grunnskólans í Borgarnesi og Sawai Wongphootorn foreldrafulltrúi og afhentu undirskriftalista um 200 foreldra barna í grunnskólanum þar sem skorað er á sveitarstjórn að flýta byggingu mötuneytis við Grunnskólann í Borgarnesi.
Samþykkt var að vísa undirskriftalistunum til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
8. Staða verklegra framkvæmda
Á fundinn mætti Jökull Helgason verkefnastjóri á framkvæmdasviði og ræddi um stöðu verklegra framkvæmda á vegum Borgarbyggðar árið 2007.
Samþykkt var með 2 atkv. að fela Jökli að láta fara fram verðkönnun meðal aðila um gangstéttaframkvæmdir sem rætt var um á 48. fundi byggðarráðs.
Sveinbjörn sat hjá við atkvæðagreiðslu og óskaði eftir að verkið verði boðið út eins og áður hafi verið ákveðið.
Einnig var rætt um verklegar framkvæmdir á fjárhagsáætlun árisins 2008.
9. Landskipti
Framlagt erindi dagsett 27.09. 2007 frá Dagbjarti Arilíussyni oog Svanhildi Valdimarsdóttur Steðja þar sem óskað er eftir að 12 hektara spilda úr landi Steðja verði gerð að séreign. Jafnframt er erindi frá sömu aðilum er lagt var fram á fundi 03.10. 2007 dregið til baka.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir frekari upplýsingum og umsagnar Flugstoða vegna nálægðar við flugvöll. Einnig var samþykkt að óska eftir umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands um erindið.
10. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og erindi Umboðsmanns Alþingis varðandi samskipti Borgarbyggðar og Orkuveitunnar.
11. Erindi frá Landbúnaðarsafni Íslands
Framlagt erindi frá Landbúnaðarsafni Íslands þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi þess á árinu 2008.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
12. Erindi frá Vesturlandsskógum
Framlagt erindi frá Vesturlandsskógum dagsett 28.09. 2007 um lausagöngu búfjár.
Vísað til vinnuhóps um afréttarmálefni.
13. Erindi frá Búnaðarsamtökum Vesturlands
Framlagt erindi dagsett 09.10. 2007 frá Búnaðarsamtökum Vesturlands vegna hnitsetningar jarða og afrétta í eign Borgarbyggðar.
Byggðarráð tekur jákvætt í að Borgarbyggð taki þátt í verkefninu og óskar eftir upplýsingum um kostnað.
14. Loftmyndir
Framlagður samningur við Loftmyndir ehf. um leiguafnot á tölvutækum landfræðilegum gögnum.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
15. Erindi frá 20. fundi sveitarstjórnar
Eftirfarandi erindum var vísað frá sveitarstjórn til byggðarráðs;
a. Lausaganga stórgripa.
Fyrirhugaður er fundur með Vegagerðinni um málið og samþykkti byggðarráð að fresta ákvörðun um bann við lausagöngu stórgripa.
b. Vistvernd í verki
Byggðarráð samþykkti tillögu umhverfisnefndar að greiða kostnað þeirra einstaklinga sem taka þátt í verkefninu.
c. Jólaskreytingar
Rætt um tillögu umhverfisnefndar um tilhögun jólaskreytinga.
Samþykkt að fela sveitarstjóra ásamt öðrum starfsmönnum að gera tillögu að jólaskreytingum við stofnanir Borgarbyggðar.
d. Fjárhagsáætlun húsnefndar Lyngbrekku
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
16. Húsnæði fyrir söfn Borgarbyggðar
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við aðila um mögulegt húsnæði undir bóka- og skjalasafn. Jafnframt rætt um geymslumál safna.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
17. Vinabæjarmót
Rætt um heimsókn bæjarstjórnar Bolungavíkur sem verður 3. og 4. nóvember n.k.
18. Öryggismál sundstaða
Á fundinn mætti Indriði Jósafatsson íþrótta-og æskulýðsfulltrúi til viðræðna um öryggismál sundstaða í Borgarbyggð.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að leggja fram tillögur á næsta fundi byggðarráðs.
19. Starfsmannamál
Framlögð umsókn frá Jökli Helgasyni um starf forstöðumanns framkvæmdasviðs.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Jökul.
Jafnframt var sveitarstjóra falið að auglýsa starf verkefnisstjóra á framkvæmdasviði laust til umsóknar.
20. Erindi frá umhverfisfulltrúa
a) Framlagt minnisblað umhverfisfulltrúa varðandi lög um upplýsingarétt um umhverfismál.
b) Framlagt minnisblað umhverfisfulltrúa varðandi starfssvið umhverfisnefndar.
21. Úrsögn úr nefndum
Framlagt bréf Bjargar Gunnarsdóttur dags. 15.10.07 þar sem hún segir sig úr skipulags- og byggingarnefnd, vinnuhópi um skipulag í Brákarey og vinnuhópi um skipulag á Hvanneyri.
22. Framlögð mál
a. Afrit af ályktunum frá aðalfundi SSV árið 2007.
b. Fundarboð á fund sveitarstjórnarmanna með þingmönnum af Vesturlandi sem haldinn verður 22. október n.k.
c. Fundargerðir stjórnar fólkvangs í Einkunnum.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13,10.