Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

53. fundur 24. október 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 53 Dags : 24.10.2007
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá íbúum í Lindarholti
Framlagt erindi dagsett 15.10. 2007 frá íbúum í Lindarholti í Borgarbyggð þar sem óskað er eftir að settir verði upp ljósastaurar við íbúðarhús.
Vísað til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
Samþykkt var að óska eftir upplýsingum frá framkvæmdasviði um hvar í dreifbýli sveitarfélagsins er ekki búið að setja upp ljósastaura.
2. Jöfnuarsjóður sveitarfélaga
Framlagt bréf dagsett 12.10. 2007 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem gert er grein fyrir reglum um úthlutun aukaframlags að upphæð 1.400 mkr. á árinu 2007.
3. Kleppjárnsreykir
Framlagt bréf dagsett 17.10. 2007 frá Landbúnaðarráðuneytinu vegna skýrslu um jörðina Kleppjárnsreyki í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við fulltrúa ráðuneytisins um kaup á jörðinni.
4. Samkomulag við Olís
Framlagt samkomulag við Olís um vörukaup í íþróttamiðstöðvar í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
5. Tilboð í húsgögn í Varmalandsskóla
Á fundinn mætti Jökull Helgason verkefnastjóri á framkvæmdasviði og skýrði tilboð í húsgögn í Varmalandsskóla.
Samþykkt að taka tilboði Pennans og verður fjárveitingin tekin af auknum tekjum sveitarfélagsins.
6. Fjárhagsáætlun 2008
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði yfir verkefni sem unnið hefur verið að á árinu 2007 og eru inni í þriggja ára áætlun fyrir 2008. Jafnframt rætt um gjaldskrár fyrir árið 2008.
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir og kynnti tillögu að endurskoðaðri áætlun 2007.
Samþykkt að vísa tillögunni til sveitarstjórnar.
7. Lögheimili
Framlagt erindi frá Ingibjörg Ingu Guðmundsdóttur og Sigurði Magnússyni þar sem þau óska eftir að skrá lögheimili sitt að Brekkuhvammi í Reykholtsdal í Borgarbyggð. Jafnframt framlagt erindi frá Guðna Þórðarsyni og Sigrúnu Jónsdóttur þar sem þau óska eftir að fasteign þeirra að Breiðabólstað í Reykholtsdal verði skráð sem íbúðarhús. Loks er framlagt erindi frá Gunnari Birgissyni og Hildi Karlsdóttur þar sem þau óska eftir heimild til að byggja íbúðarhús á lóð sinni að Fögruhlíð í landi Munaðarness.
Samþykkt að vísa erindunum til umsagnar hjá skipulags- og byggingarnefnd.
8. Erindi frá Sigurði Ragnarssyni og Ingu Stefnásdóttur
Framlagt erindi dagsett 17.10. 2007 frá Sigurði Ragnarssyni og Ingu Stefánsdóttur vegna viðskilnaðar við Meðferðarheimilið á Hvítárbakka.
Samþykkt að fela verkefnastjóra á framkvæmdasviði að leggja fram minnisblað um framkvæmdir á Hvítárbakka og sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
9. Erindi frá Ólafi Pálssyni
Framlagt erindi dagsett 03.10. 2007 frá Ólafi Pálssyni þar sem óskað er eftir að Haukatunga syðri verði skráð sem lögbýli.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að jörðin verði skráð lögbýli.
10. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og erindi Umboðsmanns Alþingis varðandi samskipti Borgarbyggðar og Orkuveitunnar og framlögð drög að svörum.
Sveitarstjóra falið að ganga frá endanlegum svörum og leggja fyrir sveitarstjórnarfund sem haldinn verður 29. október n.k.
11. Lóðarmörk
Framlögð tillaga byggingarfulltrúa að breytingu á lóðarmörkum við lóðina nr.24 í Kvíaholti í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
12. Erindi frá dreifbýlisfulltrúa
Framlögð tillaga dreifbýlisfulltrúa að skiptinu styrkvegafjár í Borgarbyggð sunnan Hvítár.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
13. Húsnæði fyrir söfn Borgarbyggðar
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við aðila um mögulegt húsnæði undir bóka- og skjalasafn. Jafnframt rætt um geymslumál safna.
14. Vinabæjarmót
Framlögð tillaga að dagskrá fyrir heimsókn bæjarstjórnar Bolungarvíkur.
15. Húsnæðismál leikskólans Varmalandi
Framlögð beiðni skólastjóra leikskólans Varmalandi um að starfsemi skólans fari í annað húsnæði.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kostnaðarmeta flutninginn.
16. Eigendafundur Faxaflóahafna
Framlagt fundarboð á eigendafund Faxaflóahafna sem haldinn verður föstudaginn 26. október n.k.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vera fulltrúa Borgarbyggðar á fundinum.
17. Skólasel á Hvanneyri
Framlögð úttekt Gunnhildar Harðardóttur á skólaseli á Hvanneyri.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
18. Íbúafundur um afréttarmál
Samþykkt að fela vinnuhóp um afréttarmál að halda íbúafund í nóvember.
19. Afréttarmálefni
Sveitarstjóri hefur að höfðu samráði við afréttarnefndir Þverárréttarupprekstrar og Norðurárdals og Ystu-Tungu sent þeim aðilum bréf sem ekki hafa sinnt fjallskilum.
20. Framlögð mál
a. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2007.
b. Fundargerð frá fundi í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands
c. Ársreikningur fyrir Bifur ehf.
d. Fundargerð frá fundi í húsnefnd félagsheimilisins Brúnar.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,15.