Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

55. fundur 07. nóvember 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 55 Dags : 07.11.2007
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Torfi Jóhannesson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Landskipti
Framlagt erindi dagsett 30.10. 2007 frá Björgvin Þorsteinssyni f.h. landeigenda að Jaðri 1 í Borgarbyggð þar sem óskað er eftir að 87,18 hektara spilda verði stofnuð úr landi Jaðars 1. Í erindinu kemur fram að landnotkun verði óbreytt.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Búnaðarsamtaka Vesturlands.
2. Landskipti
Framlagt erindi dagsett 29.10 2007 frá Olgu Sigurðardóttur eiganda Hraunbæjar í Norðurárdal þar sem óskað er eftir að eignarlóð hennar verði skipt í tvær lóðir sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska eftir að fá deiliskipulag lóðanna.
3. Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð
Framlagt erindi frá félagsmálanefnd þar sem lagðar eru til breytingar á 7. grein reglna um fjárhagsaðstoð.
4. Grunnskóli Borgarfjarðar
Framlagður undirskriftarlisti frá starfsmönnum Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem skorað er á sveitarstjórn að ráða nú þegar húsvörð að skólanum.
Jafnframt rætt um fjárveitingu til skólasels á Hvanneyri til kaupa á leikföngum.
Byggðarráð samþykkti að fela skólastjóra að auglýsa starf húsvarðar í 30% starf.
Einnig var samþykkt að heimila leikfanga- og búnaðarkaup við skólasel á Hvanneyri fyrir kr. 150.000,-
5. Erindi frá afréttarnefnd Þverárréttar
Framlagt afrit af fundargerð afréttarnefndar Þverárréttar, en þar er gert ráð fyrir endurbyggingu á leitarmannaskála. Auk þess óskar nefndin eftir fjárveitingu til að byggja hesthús við leitarhús Þverhlíðinga.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
6. Breytingar á samþykktum Faxaflóahafna
Framlögð fundargerð frá eigendafundi Faxaflóahafna sf. Jafnframt eru framlagðar breytingatillögur á samþykktum Faxaflóahafna sf.
Byggðarráð samþykkti breytingartillögurnar.
7. Fjárhagsáætlun Menningarráðs Vesturlands 2008
Framlagt bréf frá Menningarráði Vesturlands sem og fjárhagsáætlun ársins 2008 fyrir ráðið.
Samþykkt að vísa áætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar og óskað eftir að fulltrúi úr Menningarráði komi til fundar við byggðarráð.
8. Umsögn um landskipti
Framlögð umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands um landskipti að Steðja í Borgarbyggð. Auk þess er framlögð umsögn frá Flugstoðum.
Byggðarráð samþykkti að mæla með að landskiptin verði leyfð.
9. Fjárhagsáætlun 2008
Rætt um fjárhagsáætlun 2008.
Á fundinn mættu Jökull Helgason sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri til viðræðna um rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2008.
Samþykkt að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
10. Þriggja ára áætlun 2009-2011
Rætt um vinnu við þriggja ára áætlun fyrir árin 2009-2011.
11. Framlögð mál
a. Fundargerðir frá fundum í stjórn byggðasamlags um Laugargerðisskóla.
Páll og Torfi viku af fundi áður en fundargerð var lesin upp.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13,20.