Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

57. fundur 28. nóvember 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 57 Dags : 28.11.2007
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Stígamótum
Framlagt erindi dagsett 15.11. 2007 frá Stígamótum þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemina á árinu 2008.
Vísað til félagsmálanefndar.
2. Íþróttamannvirki á Hvanneyri
Framlagt erindi dagsett 20.11. 2007 frá Ungmennafélaginu Íslendingi um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Hvanneyri.
Vísað til tómstundanefndar og sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
3. Búnaður fyrir nýjan slökkvibíl
Á fundinn mætti Bjarni Kr. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri til viðræðna um búnaðarkaup í nýjan slökkvibíl Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti að kaupa búnað skv. framlögðum lista.
Sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að athuga hvort framlag vegna sameiningar geti notast til að greiða kostnað við sameiningu slökkviliða.
4. Afréttargirðingar
Framlagt yfirlit frá dreifbýlisfulltrúum um afréttargirðingar í Mýrasýslu, Borgarfjarðarsýslu og Kolbeinsstaðahreppi.
Vísað til nefndar sem vinnur að endurskoðun afréttarmála í Borgarbyggð.
5. Erindi frá Jóni Kjartanssyni
Framlagt erindi frá Jóni Kjartanssyni varðandi útilýsingu við Refstaði og Haukagil.
Samhliða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2008 verður lögð fram áætlun um útilýsingu í dreifbýli og var þessu erindi ásamt öðrum sem borist hafa vísað til þeirrar vinnu.
6. Vatnsveita Álftaneshrepps
Framlögð greinargerð Fjarhitunar um mögulegar endurbætur á vatnsveitu Álftaneshrepps.
Framkvæmdasviði var falið að meta kosti við endurbætur á vatnsveitunni og þá sérstaklega sbr. kosti 1 í skýrslu Fjarhitunar.
Samþykkt var að gjaldskrá ársins 2007 verði sú sama og árið 2006 með vísitöluhækkun á hámarksgjaldi.
Samþykkt að vatnsgjald ársins 2008 verði innheimt með fasteignagjöldum.
7. Stefnumótun um landnotkun í Húsafelli
Framlagður tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 06.11.07 varðandi landnotkun og skipulag í Húsafelli.
Samþykkt að vísa skipulagi til vinnu við gerð aðalskipulags Borgarbyggðar.
Sveitarstjóra falið að kynna erindið fyrir landeigendum.
8. Byggðakjarnar á landi í eigu einstaklinga
Framlögð drög að þjónustuyfirlýsingum við landeigendur þar sem skipulagðir eru litlir byggðakjarnar í landi þeirra.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar og vinnuhóps um aðalskipulag.
9. BM-Vallá
Á fundinn mætti Stefán Logi Haraldsson frá BM-Vallá til viðræðna um umsókn fyrirtækisins um lóðarstækkun.
Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og Sigurjón Einarssonverkefnisstjóri skipulagsmála sátu fundinn meðan þessi liður var ræddur.
10. Orkuveita Reykjavíkur
Á fundinn mætti Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður og Hjörleifur Kvaran forstóri OR til viðræðna um samskipti OR og Borgarbyggðar og þá þjónustu sem OR er að veita í Borgarbyggð.
Lagt var fram erindi OR dags. 20.11.07 varðandi samþykki eigenda vegna lántöku fyrirtækisins.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
11. Fjárhagsáætlun 2008
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs.
12. Þriggja ára áætlun 2009-2011
Rætt um vinnu við þriggja ára áætlun fyrir árin 2009-2011.
13. Skólaakstur í Borgarnesi
Kynnt tillaga um breytingu á skólaakstri í Borgarnesi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kynna íbúum Borgarvíkur tillöguna og vinna áfram að útfærslu hennar.
14. Kárastaðaflugvöllur
Á fundinn mætti Sigurjón Einarssonverkefnisstjóri skipulagsmála og kynnti tillögu að breyttu skipulagi við Kárastaðaflugvöll.
Vísað til næsta fundar.
15. Landskipti
Framlögð umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands dags. 19.11.07 um landskipti sem áður hafði verið vísað til þeirra.
Byggðarráð samþykkir að heimila fyrir sitt leyti landskipti Norðtungu.
Byggðarráð samþykkti að heimila ekki að stofnuð verði 87,18 ha spilda úr landi Jaðars 1 fyrr en deiliskipulag allrar jarðarinnar liggur fyrir.
16. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
17. Framlögð mál
a. Fundargerðir frá fundi í stjórn fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands.
b. Framlagður ársreikningur Snorrastofu ses fyrir árið 2006.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 14,05.