Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

59. fundur 19. desember 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 59 Dags : 19.12.2007
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Áskorun frá starfsfólki Grunnskólans í Borgarnesi
Framlögð áskorun frá starfsfólki Grunnskólans í Borgarnesi að ráðinn verði húsvörður í fullt starf við skólann.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
2. Málefni Snorrastofu
Framlögð umsókn forstöðumanns Snorrastofu um hækkað framlag til stofnunarinnar ásamt fylgigögnum.
Samþykkt með 2 atkv. að hafna beiðninni. 1 (SE) sat hjá. Vísað er til nýsamþykktrar fjárhagsáætlunar næsta árs. Samþykkt var að óska eftir upplýsingum um samninga við Snorrastofu og hvernig breytingar hafa orðið á þeim fjárhæðum sem sveitarfélög og héraðsnefndir hafa veitt til Snorrastofu.
3. Beiðni um breytingu á notkun lands
Framlögð beiðni Guðmundar Þorgilssonar Skiphyl um að spilda úr landi Skiphyls verði gerð að séreign og tekin úr landbúnaðarnotkun.
Samþykkt að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Sveitarstjóra var falið að gera drög að verklagsreglum er lúta að afgreiðslu erinda um breytta landnotkun.
4. Landskerfi bókasafna
Framlagt bréf Landskerfis bókasafna dags. 29.11.´07 varðandi samning um notkun á bókasafnskerfinu Gegni.
5. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 06.12.’07 ásamt minnisblaði um raforkuframleiðslu og sölu.
6. Safnahús Borgarfjarðar
Framlagður var samningur við Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp um slit á samstarfi um Safnahús Borgarfjarðar.
Framlagðir voru þjónustusamningar við Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp um aðgengi að söfnum.
Byggðarráð samþykkti samningana.
7. Ósk um lengri opnunartíma leikskóla
Framlagt bréf foreldrafélags leikskólans á Varmalandi dags. 06.12.’07 með ósk um að opnunartími leikskólans á Varmalandi verði lengdur fram á sumarið um 3 vikur eða út júní mánuð.
Vísað til fræðslunefndar.
8. Leikskólagjöld starfsmanna leikskóla
Framlögð áskorun frá starfsmönnum leikskólanna Uglukletts, Klettaborgar og Andabæjar þess efnis að starfsmenn leikskóla sveitarfélagsins greiði lágmarksgjald fyrir börn sín sem eru í vistun í leikskólum Borgarbyggðar.
Á fundinn mættu Telma Ómarsdóttir, Sólrún Halla Bjarnadóttir og Harpa Einarsdóttir og kynntu erindið.
Samþykkt var að fela fræðslustjóra að leggja fram umsögn um erindið.
9. Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
Framlagt bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytisins dags. 29.11.’07 ásamt reglugerð um lögreglusamþykktir.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að taka saman minnisblað um vinnu við gerð lögreglusamþykktar fyrir Borgarbyggð.
10. Bændur græða landið
Framlagt bréf Landgræðslunnar dags. 19.11.’07 þar sem farið er fram á styrk við verkefnið Bændur græða landið árið 2008.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
11. Reglur á tjaldsvæði við Hítarvatn
Framlögð beiðni afréttarnefndar Hraunhrepps að bönnuð verði lausaganga hunda yfir sumartímann á tjaldsvæðinu við Hítarvatn.
Erindinu var vísað til byggðarráðs á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Vísað til umsagnar umhverfisnefndar.
12. Framlög til menningarstofnana
Framlögð tillaga menningarnefndar að vinnureglum um veitingu styrkja til þeirra menningarstofnana í héraði sem ekki eru reknar af sveitarfélaginu.
Erindinu var vísað til byggðarráðs á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Á fundinn mætti Guðrún Jónsdóttir menningarfulltrúi.
Byggðarráð samþykkti að fela menningarfulltrúa að vinna reglur á grundvelli minnisblaðsins og umræðna á fundinum.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Þó ég sé ekki allskostar ánægður með þessar reglur leggst ég ekki gegn því að þær verði reyndar í eitt ár."
13. Umhverfisstefna Borgarbyggðar
Framlögð tillaga umhverfisnefndar að umhverfisstefnu Borgarbyggðar.
Erindinu var vísað til byggðarráðs á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Byggðarráð gerði minniháttar breytingar á umhverfisstefnunni og var hún samþykkt með þeim breytingum.
14. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun sveitarsjóðs og undirfyrirtækja 2009 – 2011.
Samþykkt var að óska eftir mati á gengisþróun næstu ára, hver sé íbúaþróun í sveitarfélaginu og hvaða breytinga megi vænta á tekjustofnum Borgarbyggðar.
Samþykkt var að fela forstöðumönnum að meta breytingar á rekstrarkostnaði sinna deilda m.t.t. breyttra og nýrra verkefna.
15. Hraunborg
Framlagt minnisblað frá leikskólanum Hraunborg varðandi starfsemi skólans.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og fræðslustjóra að vinna áfram að málinu.
16. Samningur um þrettándabrennu
Framlagður samningur við Björgunarsveitina Brák um framkvæmd þrettándabrennu á Seleyri.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
17. Deiliskipulag í landi Ness í Reykholtsdal
Framlagt svarbréf sveitarstjóra dags. 19.12.07 til Umhverfisstofnunar vegna athugasemda um deiliskipulag golfvallar, íbúðar og frístundalóðar í landi Ness í Reykholtsdal.
Byggðarráð samþykkti svarbréfið.
18. Sorpurðun Vesturlands
Framlagt bréf Sorpurðunar Vesturlands hf. dags. 18.12.07 varðandi lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Svohljóðandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir hér með að veita ábyrgð að sínum hluta vegna lántöku Sorpurðunar Vesturlands hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð kr. 20.000.000,- til 8 ára, með 5,95% breytilegum verðtryggðum vöxtum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Jafnframt er Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra kt. 010365-4819 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Borgarbyggðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninga."
19. Leigusamningar um Menntaskóla Borgarfjarðar
Rætt um leigusamninga um hús Menntaskóla Borgarfjarðar við Borgarbraut.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
20. Framlögð erindi
a. Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. dags. 11.12.’07.
b. Fundargerð Héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu dags. 18.12.07.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,30.