Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 60
Dags : 04.01.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stofnun lögbýlis
Framlagt erindi frá Jóni Gunnari Zoega dagsett 18.12. 2007 þar sem óskað er eftir umsögn Borgarbyggðar vegna stofnunar lögbýlis á landinu Skógarnesi í Stafholtstungum.
Byggðarráð tekur jákvætt í að lögbýlið verði stofnað.
2. Stofnskjal lóðar
Framlagt erindi Landbúnaðarráðuneytis dagsett 20.12. 2007 vegna lóðarleigusamnings fyrir Dalbæjarland á Kleppjárnsreykjum í Borgarbyggð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við samninginn.
3. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu
Framlagt erindi frá félagsmálaráðuneytinu dagsett 19.12. 2007 þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar vegna erindis sem ráðuneytinu barst frá Ingimundi Grétarssyni.
Lögð voru fram drög að svarbréfi frá Inga Tryggvasyni hdl.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
4. Menntaskóli Borgarfjarðar
Framlögð drög að leigusamningi á milli Menntaborgar ehf. og Borgarbyggðar um húsnæðið að Borgarbraut 54 -56 sem og minnisblað vegna húsaleigusamnings á milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að meta kostnað sveitarfélagsins við Menntaskóla Borgarfjarðar á næstu árum.
5. Breytingar á nefndum
Framlögð drög að erindisbréfum fyrir sameinaða Umhverfis- og landbúnaðarnefnd sem og Afréttarnefnd Borgarbyggðar.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
6. Leikskólinn Hraunborg
Rætt um starfsemi leikskólans Hraunborgar á Bifröst.
7. Starfsmannastefna Borgarbyggðar
Rætt um vinnu við starfsmannastefnu fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra, í samvinnu við stjórnsýsluhóp, að leggja fram tillögu að starfsmannastefnu á byggðarráðsfundi í febrúar.
8. Þriggja ára áætlun
Framlögð gögn vegna vinnu við þriggja ára áætlun fyrir Borgarbyggð sem og drög að áætluninni.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
9. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
10. Framlög til menningarstofnana
Lagðar fram viðmiðunarreglur um framlög til menningarstofnana.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
11. Lögreglusamþykkt
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um vinnu við lögreglusamþykkt Borgarbyggðar.
Samþykkt að halda áfram vinnu við lögreglusamþykktina.
12. Beiðni um stofnun lóðar
Framlögð umsókn landeiganda að Mel um að taka landspildu úr landbúnaðarnotkun og að stofnuð verði sérlóð fyrir íbúðarhús. Fyrir liggur deiliskipulagstillaga að svæðinu.
Samþykkt að verða við beiðninni.
13. Framlögð erindi
a. Afrit af bréfi Loftorku ehf, Ragnars og Ásgeirs ehf. og Bifreiðastöðvar ÞÞÞ ehf. til stjórnar Spalar.
b. Afrit af bréfi Búnaðarsamtaka Vesturlands vegna búfjáreftirlits
c. Afrit af bréfum frá Umhverfisstofnun vegna endurgreiðslu á kostanði vegna refa- og minkaveiða.
d. Afrit af bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fundar um greiðslur sveitarfélaga með börnum sem sækja lögheimili utan sveitarfélaga.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 09,30.