Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

62. fundur 23. janúar 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 62 Dags : 23.01.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúi: Finnbogi Leifsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Sigvaldasynir ehf.
Framlagt erindi dagsett 14.01. 2008 frá Sigvaldasynir ehf. vegna lóðar við Vallarás 15 í Borgarnesi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ræða við lóðarhafa.
2. Erindi vegna lausagöngu hunda
Framlagt erindi dagsett 14. 01. 2008 frá Rúnari Hálfdánarsyni og Ingu H. Björnsdóttur vegna lausagöngu hunda í sveitarfélaginu.
Vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
3. Vesturlandsvegur
Framlögð bókun stjórnar Faxaflóahafna um Sundabraut, bókun atvinnu- og markaðsnefndar Borgarbyggðar um sama mál og afrit af svari stjórnar Spalar ehf. til fyrirtækja sem stunda flutninga á Vesturlandi um aðkomu Spalar að framkvæmdum við Hvalfjarðargöng og þjóðveg 1 á Kjalarnesi.
Formaður greindi frá fundi með samgönguráðherra.
Byggðarráð samþykkti svohljóðandi bókun:
"Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur samgönguráðherra til að beita sér fyrir bættum samgöngum milli Borgarness og Reykjavíkur. Lagning Sundabrautar og úrbætur á Vesturlandsvegi eru framkvæmdir sem skilyrðislaust þarf að ráðast í."
4. Erindi frá Kili stéttarfélagi
Framlagt erindi dagsett 14.01. 2008 frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, varðandi mat á starfsreynslu starfsmanna.
Byggðarráð samþykkti að fallast á sjónarmið félagsins.
5. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn S.Ó. húsbygginga sf. um lóðina nr. 29 við Sólbakka í Borgarnesi.
Samþykkt að úthluta lóðinni til S.Ó. húsbygginga sf.
6. Erindi frá atvinnu- og markaðsnefnd
Framlögð bókun frá atvinnu- og markaðsnefnd varðandi atvinnugarða- frumkvöðlasetur í Borgarnesi.
Byggðarráð tekur jákvætt í hugmynd um stofnun frumkvöðlaseturs. Sveitarstjóra var falið að kynna afstöðuna fyrir starfsmanni Vaxtarsamnings Vesturlands.
Samþykkt að bjóða forsvarsmönnum Sundagarða ehf. á fund byggðarráðs.
Samþykkt að fela atvinnu- og markaðsnefnd að gera tillögu að tilnefningu að fyrirtæki ársins í Borgarbyggð 2007.
7. Reglur um niðurgreiðslu daggjalda hjá dagforeldrum.
Framlagt bréf fræðslustjóra varðandi túlkun á niðurgreiðsla daggjalda hjá dagforeldrum.
Byggðarráð vísaði erindinu til umsagnar fræðslunefndar.
8. Leikskólinn Hraunborg
Framlögð drög að erindisbréfi vinnuhóps fyrir viðbyggingu við leikskólann Hraunborg á Bifröst.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið.
9. Brákarbraut 11
Framlögð tillaga um að óska eftir eignarnámi á 240 m² spildu úr lóðinni að Brákarbraut 11 í Borgarnesi.
Samþykkt með 2 atkv. FL sat hjá.
10. Skólaakstur
Rætt um skólaakstur við Grunnskólann í Borgarnesi og Varmalandsskóla, en samningar við bílstjóra renna út sumarið 2008.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við skólabílstjórana um framlengingu samninganna um eitt ár.
11. Leikskólagjöld
Framlagt minnisblað frá fræðslustjóra vegna erindis starfsmanna á leikskólum sveitarfélagsins um lækkun á leikskólagjöldum.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar fræðslunefndar.
12. Umferðaröryggi í Borgarnesi
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og kynnti vinnu við aðgerðir til að efla umferðaröryggi í Borgarnesi.
13. Framkvæmdir árið 2008
Rætt um framkvæmdaáætlun árið 2008.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að halda áfram með framkvæmdir við kennslustofu við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt að skipa vinnuhóp um byggingu vallarhúss við Skallagrímsvöll og sveitarstjóra falið að leggja fram erindisbréf fyrir vinnuhópinn.
Samþykkt að láta setja upp útilýsingu í dreifbýli í Kolbeinsstaðahreppi á árinu 2008 og var framkvæmdasviði falið að láta bjóða út verkið ásamt uppsetningu útilýsingar sem er á áætlun á næstu árum.
14. Leitarmannaskáli í Hítardal
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kostnaðarmeta framkomna tillögu að viðbyggingu leitarmannaskála við Hítarvatn.
15. Fasteignir Borgarbyggðar í Brákarey
Framlagt yfirlit frá framkvæmdasviði um fasteignir Borgarbyggðar í Brákarey.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að segja upp leigusamningum sem tengjast fasteignunum.
16. Ferðamannastaðir í Borgarbyggð
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttirumhverfis- og kynningarfulltrúi til viðræðna um endurbætur á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu og mögulegan stuðning Ferðamálaráðs við uppbyggingu á slíkum stöðum.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarnefnd að gera tillögur að aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu og rekstri ferðamannastaða í Borgarbyggð.
Einnig var samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarnefnd að gera tillögur um umsóknir um styrki til uppbyggingar ferðamannastaða.
17. Björgunarsveitin Brák
Á fundinn mættu Erlendur Breiðfjörð, Guðrún Kristjánsdóttir og Pétur Guðmundsson fulltrúar frá Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi til að ræða húsnæðismál sveitarinnar og starfsemina almennt.
18. Landskipti
Lagt fram erindi frá Jóni Fr. Jónssyni f.h. eigenda mannvirkja á Hvítárbakka um stofnun séreignalóða undir húsin að Hvítárbakka 4, 5 og 6 í Borgarbyggð. Lóðirnar verða leigulóðir úr Hvítárbakka 2. Jafnframt er sótt um stofnun séreignarlóðar úr landi Vindheima í Borgarbyggð.
Byggðarráð hafði áður talið að þyrfti umsögn skipulags- og byggingarnefndar um erindið en féll frá því og samþykkti beiðni Jóns um stofnun lóðanna.
19. Búfjáreftirlit
Rætt um búfjáreftirlit
20. Framlögð erindi
a. Erindi frá Ungmennafélagi Íslands vegna unglingalandsmóts árið 2010
b. Uppgjör framlaga úr Jöfnuanrsjóði árið 2007.
c. Kynning á ráðstefnu um Staðardagskrá 21 sem fram fer í Hveragerði 8. og 9. febrúar n.k.
d. Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna sem fram fór 15. janúar s.l.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,15.