Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

63. fundur 30. janúar 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 63 Dags : 30.01.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Bókun
Svohljóðandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að sýna stefnufestu og ábyrgð við stjórn fyrirtækja í sameiginlegri eigu Borgarbyggðar, Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga.
Það er ólíðandi, bæði fyrir meðeigendur Reykjavíkur sem og starfsfólk viðkomandi fyirrtækja, að skipt skuli hafa verið um fomann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 5 sinnum og stjórnarformann Faxaflóahafna 3 sinnum á
innan við tveimur árum í krafti meirihlutaeignar Reykjavíkurborgar í fyrirtækjunum.
 
2. Lanskipti
Framlagt erindi dagsett 23.01. 2008 frá Friðsteini Stefánssyni f.h. byggingarfélagsins Bursta ehf. þar sem óskað er eftir að jörðinni Vesturholt í Borgarbyggð verði skipt í fjóra hluta sbr. meðfylgjandi uppdrátt. Jafnframt er óskað eftir því að jörðin verði tekin undan landbúnaðarnotkun.
Samþykkt að óska eftir umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands og umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindið. Einnig var samþykkt að óska eftir upplýsingum frá bréfritara varðandi nýtingu lands.
3. Umsókn um styrk
Framlagt erindi dagsett 24. 01. 2008 frá Hrefnu B. Jónsdóttur f.h. 9. bekkjar við Varmalandsskóla þar sem óskað er eftir stuðningi vegna skólaferðar til Danmerkur.
Samþykkt að óska eftir umsögn fræðslustjóra um erindið.
4. Skólasaga Mýrasýslu
Framlögð drög að samningi við Uppheima ehf. um útgáfu á skólasögu Mýrasýslu.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
5. Ólafsvíkuryfirlýsingin
Framlagt erindi dagsett 18.01. 2008 frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 þar sem bent er á að við sameiningu sveitarfélaga missi fyrri undirritanir gildi sitt, en Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit höfðu ritað undir áður.
Byggðarráð samþykkti að Borgarbyggð gerist aðili að Ólafsvíkuryfirlýsingunni og var erindinu vísað til kynningar í umhverfis- og landbúnaðarnefnd.
6. Fyrirspurn um sorphirðugjald
Framlögð fyrirspurn frá Jónínu E. Arnardóttur um sorpflokkun og afslátt á sorphirðugjöldum.
Vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
7. Sorpurðun Vesturlands
Framlagt erindi frá Sorpurðun Vesturlands varðandi tillögur verkefnisstjórnar sorpsamlaga á suðvesturlandi.
Vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
8. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Framlagt bréf dagsett 17.01. 2008 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem Borgarbyggð er boðin þátttaka í verkefni um samanburð á rekstri grunnskóla.
Byggðarráð samþykkti að taka þátt í verkefninu og var erindinu vísað til kynningar í fræðslunefnd.
9. Leikskólinn Hraunborg
Samþykkt var að tilnefna Finnboga Rögnvaldsson, Vigdísi Hauksdóttur og Ara Björnsson í vinnuhóp vegna viðbyggingar við leikskólann Hraunborg.
10. Menningarmál
Framlagt erindi menningarfulltrúa þar sem óskað er eftir samþykki fyrir því að stöðugildi munavarðar verði hækkað úr 50% í 100% frá og með 1. október n.k.
Jafnframt fylgdi yfirlit frá menningarfulltrúa um framlög til menningarmála.
Byggðarráð samþykkti að auka stöðugildi munavarðar enda rúmist það innan fjárhagsáætlunar Safnahússins.
11. Erindi frá íbúum við Sóltún 14 og 16 á Hvanneyri
Framlagt erindi dagsett 14.01. 2008 frá íbúum við Sóltún 14 og 16 á Hvanneyri vegna drenlagna við húsin.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að fara yfir erindið og skila tillögum til byggðarráðs.
12. Fjallskilamál
Framlagt erindi frá Hermanni Sveinbjörnssyni f.h. eigenda Kletts í Reykholtsdal dagsett 21.01. 2008 vegna fjallskilamála.
Samþykkt að vísa erindinu til vinnuhóps um fjallskilamál.
Byggðarráð samþykkti jafnframt að framlengja starfstíma vinnuhóps um fjallskilamál til 01. mars 2008.
13. Vallarhús
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um byggingu vallarhúss við íþróttavöllinn í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið.
14. Björgunarsveitin Brák
Rætt um minnisblað frá Björgunarsveitinni Brák sem lagt var fram á fundi 23.01. 2008.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
15. Leikskólinn Andabær
Framlagt bréf starfsmanna vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við leikskólann Andabæ dags. 25.01.08 þar sem ábendingum er komið á framfæri varðandi tillögu að byggingunni.
Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hann og forstöðumaður framkvæmdasviðs áttu með fulltrúum starfsmanna.
16. Snjómokstur
Rætt um snjómokstur í Borgarbyggð.
Byggðarráð skorar á Vegagerðina að moka mikilvæga tengivegi í Borgarbyggð alla virka daga.
17. Félagsráðgjafi
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir félagsráðgjafa til starfa hjá Borgarbyggð.
18. Þriggja fasa rafmagn
Sveitarstjóri greindi frá vinnu við samantekt á upplýsingum um aðgengi að þriggja fasa rafmagni í Borgarbyggð.
Byggðarráð ítrekar fyrri samþykktir til rekstaraðila í orkuiðnaði um bætta þjónustu í dreifbýli.
19. Framlögð erindi
a. Dómur Hæstaréttar í máli Sparisjóðs Mýrasýslu gegn ábúendum að Álftarósi og máli ábúenda gegn Borgarbyggð.
b. Fundarboð á fund með Launanefnd sveitarfélaga sem haldinn verður 11. febrúar að Hótel Hamri.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 09,50.