Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

64. fundur 06. febrúar 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 64 Dags : 06.02.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Lex lögmannsstofu
Framlagt bréf dagsett 25.01. 2008 frá Lex lögmannsstofu f.h. Magnúsar Tómassonar Ökrum 3 Borgarbyggð þar sem þess er krafist að sveitarfélagið ógildi útgáfu byggingarleyfis fyrir sumarbústaði í landi Akra 1, Akra 2, og Akra 3 sem gefið var út 2003.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram drög að svarbréfi.
 
2. Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Borgarbyggð
Framlagt erindi dagsett 01.02. 2008 frá Björgu Gunnarsdóttir umhverfisfulltrúa þar sem óskað er eftir leiðréttingu á eindögum í gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti gjaldskrána með áorðnum breytingum.
3. Umsókn um styrk
Framlagt erindi dagsett 27. 01. 2008 frá Kirkjukór Borgarness þar sem óskað er eftir stuðningi við kórinn á árinu 2008.
Samþykkt að vísa erindinu til Menningarsjóðs Borgarbyggðar.
4. Vallarhús
Samþykkt var að tilnefna Kristmar Ólafsson, Björn Bjarka Þorsteinsson og Jenný Lind Egilsdóttur í vinnuhóp um byggingu vallarhúss við íþróttavöllinn í Borgarnesi.
 
5. Erindi frá Fjöbrautarskóla Vesturlands
Framlagt erindi frá FVA vegna tækjakaupa fyrir verknámsdeildir skólans. Einnig var lagt fram yfirlit yfir kostnað sveitarfélaga vegna framkvæmda við húsnæði skólans.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram nánari upplýsingar á næsta fundi byggðarráðs.
6. Uppfylling við Kveldúlfsgötu
Rætt um framkvæmdir við uppfyllingu við Kveldúlfsgötu.
7. Vinna stjórnsýsluhóps
Rætt um vinnu stjórnsýsluhóps varðandi endurbætur á stjórnsýslu Borgarbyggðar.
8. Atvinnumál
Rætt um stöðu Borgarnes-kjötvara ehf. og starfsfólks fyrirtækisins í kjölfar breytinga á eignarhaldi þess.
Sveitarstjóri greindi frá fyrirhuguðum fundi með forsvarsmönnum Sundagarða ehf.
9. Fráveita í Borgarnesi
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og kynnti fyrirætlanir Orkuveitu Reykjavíkur um fráveituframkvæmdir í Borgarnesi.
Samþykkt að heimila Orkuveitunni að bjóða út verkið.
 
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Lýsi miklum áhyggjum vegna nýrrar framkvæmdaáætlunar OR í fráveitumálum. Líkur eru á að Borgarnes verði sundurgrafið næstu tvö sumur. Því þarf að setja ströng ákvæði um framkvæmdarhraða og framkvæmdatíma á einstökum stöðum til að lágmark þau óþægindi sem af þessum framkvæmdum stafa."
 
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Framkvæmdasvið mun vinna í nánu samstarfi við OR að því að draga úr óþægindum er af framkvæmdum við fráveitu í Borgarnesi hljótast."
10. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
11. Yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar árið 2007
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram yfirlit um stöðu málaflokka í árslok 2007.
12. Sérkennsla við skólastofnanir Borgarbyggðar
Á fundinn mættu Ásthildur Magnúsdóttirfræðslustjóri, Ásta Björk Björnsdóttir sérkennslufulltrúi og Ásþór Ragnarsson sálfræðingur og kynntu vinnu við úthlutun fjármagns til sérkennslu við skóla í Borgarbyggð.
Samþykkt að var að vísa tillögu sérfræðiþjónustunnar um skiptingu fjármagns til sérkennslu til umsagnar fræðslunefndar.
13. Menningarmál
Sveinbjörn kynnti að hann myndi óska eftir rökstuðningi menningarnefndar fyrir framlögum til menningarstofnana á árinu 2008.
14. Framlögð erindi
a. Framlagt yfirlit yfir notkun á heimasíðu Borgarbyggðar, auk yfirlits yfir umfjöllun um Borgarbyggð í fréttum árið 2007.
b. Bréf frá samgönguráðuneytinu þar sem staðfest er móttaka á bókun frá byggðarráði vegna Sundabrautar.
Páll og Bjarki véku af fundi áður en fundargerð var lesin upp.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,45.