Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

65. fundur 20. febrúar 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 65 Dags : 20.02.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Kaupfélagi Borgfirðinga
Framlagt bréf dagsett 08.02. 2008 frá Kaupfélagi Borgfirðigna vegna lóðamála.
Samþykkt að fela vinnuhópi sem vinnur að deiliskipulagi á Hvanneyri að leggja fram fyrir 01. maí n.k., tillögu að frekari skipulagsvinnu.
Samþykkt að tilnefna Ríkharð Brynjólfsson í vinnuhópinn í stað Bjargar Gunnarsdóttur sem hefur sagt sig úr vinnuhópnum.
Kostnaður við vinnuhópinn færist á 09-230, deiliskipulag.
2. Erindi vegna stofnunar lögbýlis
Framlagt erindi dagsett 11.02. 2008 frá Steinunni Júlíu Steinarsdóttir þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna stofnunar lögbýlis að Norðtungu 3 í Þverárhlíð í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindið.
3. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn dagsett 11. 02. 2008 frá Sigurði A. Ármannssyni um lóðina nr. 4 við Ásbrún í Bæjarsveit í Borgarbyggð.
Samþykkt að úthluta lóðinni til Sigurðar.
4. Erindi frá Mjólku ehf.
Framlagt bréf dagsett 11.02. 2008 frá Mjólku ehf. þar sem fyrirtækið dregur til baka fyrirspurn sína um lóð í Borgarnesi.
 
5. Erindi frá Fjöbrautarskóla Vesturlands
Framlögð fundargerð fulltrúaráðs FVA dags. 14.11.07 þar sem m.a. var fjallað um stuðning sveitarfélaga til tækjakaupa fyrir verknámsdeildir skólans.
Samþykkt að taka þátt í tækjakaupum fyrir verknámsdeildir FVA að upphæð kr. 596.000 og verður fjárhæðin tekin af liðnum 04-410.
6. Stofnun lóðar í landi Fossatúns í Borgarbyggð
Framlögð gögn frá byggingafulltrúa vegna stofunar lóðar fyrir dælustöð í landi Fossatúns í Borgarbyggð.
Samþykkt að heimila að lóðin verði stofnuð.
7. Bifreiðar í eigu Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra varðandi bifreiðar í eigu Borgarbyggðar.
Samþykkt að heimila kaup á bíl sem sveitarfélagið hefur verið með á rekstrarleigu og verður fjárhæðin tekin af framkvæmdafé.
8. Atvinnumál
Rætt um þjónustu opinberra stofnana í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Íslandspósts um starfsemi fyrirtækisins í Borgarbyggð.
9. Hvítárbakki
Rætt um starfsemi meðferðarheimilisins að Hvítárbakka.
Samþykkt að óska eftir fundi með forstöðumönnum Barnaverndarstofu um málið.
10. Innkaupareglur sveitarfélaga
Framlagt bréf frá Samtökum iðnaðarins dags. 07.02.08 þar sem vakin er athygli á nýjum lögum um opinber innkaup og áhrif þeirra á innkaup sveitarfélaga.
Samþykkt að fela stjórnsýslu- og fjármálasviði að gera tillögu að innkaupareglum fyrir Borgarbyggð.
11. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Finnboga Rögnvaldssyni, Finnboga Leifssyni og Karvel Karvelsyni falið að fara yfir skýrslu um skólahverfi í Borgarbyggð og skila tillögu á næsta fund byggðarráðs.
12. Áætlunargerð Borgarbyggðar
Sveitarstjóri kynnti drög að skýrslu um áætlunargerð Borgarbyggðar sem KPMG hefur unnið með starfsmönnum sveitarfélagsins.
13. Sérkennsla við skólastofnanir Borgarbyggðar
Rætt um úthlutun fjármagns til sérkennslu við skóla í Borgarbyggð.
Samþykkt að hækka framlag til sérkennslu um 5,0 milljónir króna á árinu 2008 og var sveitarstjóra falið að leita frekari fjárstuðnings vegna nýbúafræðslu.
14. Umsókn um leigu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir sumarbúðir
Framlagt minnisblað frá forstöðumanni framkvæmdasviðs vegna umsóknar um leigu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum sem og drög að samkomulagi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
15. Umsagnir frá umhverfis- og landbúnaðarnefnd
Framlagðar umsagnir frá umhverfis- og landbúnaðarnefnd varðandi erindi frá byggðarráði.
Samþykkt var að heimila framkvæmdasviði að kostnaðarmeta sorpflokkun og afslátt af sorphirðugjöldum.
Samþykkt var að taka þátt í verkefni skv. tillögu verkefnisstjórnar sorpsamlaga á Suð- Vesturlandi.
Samþykkt var að banna lausagöngu hunda á útivistarsvæðinu við Hítarvatn frá 01. maí til 30. ágúst ár hvert.
16. Erindi frá sveitarstjórnarfundi 14.02. 2008
a. Útgáfa íbúahandbókar
Rætt um stöðu málsins.
b. Borgarfjarðarkort
Verið er að ræða útgáfu korta af sveitarfélaginu í nefndum Borgarbyggðar.
c. Reglur um tónlistarnám utan Borgarbyggðar
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Menntamálaráðuneytinu um fyrirhugaðar
breytingar á skiptingu kostnaðar við tónlistarnám.
d. Ungmennaráð Borgarbyggðar
Verið er að vinna við breytingar á erindisbréfi ungmennaráðs og verða þær lagðar
fyrir byggðarráð á næsta fundi.
17. Samningar um beitiland
Lögð fram fyrirspurn Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og kynningarfulltrúa um beitiland í eigu sveitarfélagsins og samninga um leigu þess.
Samþykkt að fela umhverfis- og kynningarfulltrúa ásamt dreifbýlisfulltrúa að fara yfir og endurskoða þá samninga sem í gildi eru.
18. Námskeiðs- og skipulagsdagar leikskóla
Framlagt erindi Steinunnar Baldursdóttur leikskólastjóra Klettaborgar dags. 18.02.08 varðandi námskeiðs- og skipulagsdaga skólaárið 2008 - 2009.
Vísað til umsagnar fræðslunefndar.
19. Kynnisferð til Skotlands
Lögð fram drög að ferðatilhögun í kynnisferð sveitarstjórnarmanna af Vesturlandi til Skotlands í maí n.k.
20. Landupplýsingakerfi
Framlagt tilboð Snertils á landupplýsingakerfi fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að heimila framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu.
21. Þriggja fasa rafmagn
Lagt fram yfirlit um þau býli í Borgarbyggð sem ekki eiga kost á að tengjast þriggja fasa rafmagni.
22. Styrkur til Fæði og fjör
Framlögð beiðni að Borgarbyggð styrki verkefnið Fæði og fjör sem haldið verður víða um land á næstu dögum.
Samþykkt að hafna erindinu.
23. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur og var sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa Vegagerðarinnar um breytingar á almenningssamgöngum til Borgarness.
24. Framkvæmdaleyfi
Framlagt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdaleyfi fyrir lögn á milli Kleppjárnsreykja og Reykholts.
Samþykkt að veita leyfi fyrir framkvæmdinni.
25. Húsakönnun
Rætt um húsakönnun í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að vinna húsakönnun fyrir hluta Borgarness í tengslum við aðalskipulagsvinnu.
26. Leikskólinn á Hvanneyri
Rætt um framkvæmdir við byggingu leikskólans á Hvanneyri.
Samþykkt að heimila framkvæmdasviði að breyta útboðsgögnum með tilliti til verkloka.
27. Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur
Sveitarstjóri sagði frá eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 15. febrúar s.l.
28. Framlögð erindi
a. Framlagt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun þess í málefnum innflytjenda.
b. Framlagt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna XXII landsþings sveitarfélaga sem fram fer í Reykjavík 4.apríl n.k..
c. Ólafsvíkuryfirlýsing um framlag Borgarbyggðar til sjálfbærrar þróunar.
d. Afrit af bréfi Akraneskaupstaðar til Orkuveitu Reykjavíkur.
e. Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 07.02.08 varðandi frumkvöðlaverðlaun Vesturlands 2007.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,10.