Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

67. fundur 05. mars 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 67 Dags : 05.03.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Bergi Þorgeirssyni
Framlagður tölvupóstur frá Bergi Þorgeirssyni þar sem hann óskar lausnar frá störfum í skipulags- og byggingarnefnd og vinnuhópum um aðalskipulag Borgarbyggðar og deiliskipulag Hvanneyrar.
Byggðarráð samþykkti að fallast á lausnarbeiðnina.
Samþykkt var að tilnefna Kolbein Magnússon sem aðalmann í skipulags- og byggingarnefnd og Ólaf Guðmundsson sem varamann hans.
Samþykkt var að tilnefna Einar Ole Pedersen í vinnuhóp um aðalskipulag
Samþykkt var að tilnefna Theodóru Ragnarsdóttur í vinnuhóp um deiliskipulag á Hvanneyri.
 
2. Umsagnir frá fræðslunefnd
Framlögð fundargerð 35. fundar fræðslunefndar, en þar voru til umfjöllunar eftirfarandi erindi sem byggðarráð hafði vísað til umsagnar.
Samþykkt var að stytta sumarlokun leikskólans á Varmalandi um þrjár vikur frá því sem verið hefur.
Samþykkt var erindi frá leikskólastjóra Klettaborgar um að námskeiðs- og starfsdagar leikskólans verði teknir saman og skólinn því lokaður í 3 - 4 daga í nóvember.
3. Umsögn frá umhverfis- og landbúnaðarnefnd
Framlögð umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar varðandi erindi Sorpurðunar Vesturlands um tillögu verkefnisstjórnar sorpsamlagana á suðvesturlandi um framtíðalausnir í úrgangsmálum.
Byggðarráð samþykkti að Borgarbyggð taki þátt í verkefninu.
4. Landskipti
Framlagt bréf dagsett 27.02. 2008 frá Sigvalda Ásgeirssyni Vilmundarstöðum Reykholtsdal þar sem hann óskar eftir að 19 ha. spilda úr landi Vilmundarstaða verði gerð að séreign. Ekki er óskað eftir breytingu á landnotkun.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar og Búnaðarsamtaka Vesturlands.
 
5. Samantekt um skólahverfi
Framlagt minnisblað frá vinnuhópi um skipan skólahverfa í Borgarbyggð.
Byggðarráð tekur undir niðurstöður hópsins og var samþykkt að fela fræðslustjóra að gera könnun meðal íbúa Borgarhrepps um viðhorf til breytinga á skólahverfum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa stöðu skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar.
6. Menningarráð Vesturlands
Framlagt minnisblað frá Menningarráði Vesturlands vegna erindis sem lagt var fram á fundi byggðarráðs 27.02. 2008.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir að fulltrúi Borgarbyggðar í Menningarráði Vesturlands komi á næsta fund byggðarráðs.
7. Umsögn um lagafrumvörp
Framlagt bréf dagsett 26.02. 2008 frá umhverfisnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um eftirtalin lagafrumvörp; Skipulagslög, Mannvirki, Brunavarnir.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
8. Ungmennaráð og Öldungaráð
Framlögð endurskoðuð erindisbréf fyrir ungmennaráð og öldungaráð.
Gerðar voru breytingar á erindisbréfunum og þeim vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
9. Húsnæði í eigu Borgarbyggðar
Rætt um húsnæði í eigu Borgarbyggðar og nýtingu þess.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að segja upp leigusamningi um læknisbústaðinn á Kleppjárnsreykjum og framkvæmdasviði falið að gera úttekt á ástandi hússins og nýtingarmöguleikum þess.
Sveinbjörn sat hjá við afgreiðslu málsins.
10. Reykholt
Framlögð drög að samkomulag um uppbyggingu íbúðabyggðar í landi Prestsetrasjóðs í Reykholti.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
11. Fráveitumál
Á fundinn mættu Jökull Helgason og Kristján F. Kristjánsson frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar.
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna fráveitu frá Hamri að lögn við Vallarás.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að vinna kostnaðaráætlun og nánari útfærslu á framkvæmdinni.
12. Viðhaldsáætlun
Jökull og Kristján lögðu fram viðhaldsáætlanir til næstu þriggja ára fyrir fasteignir sem hýsa stofnanir Borgarbyggðar.
13. Landupplýsingakerfi
Framlagt endurskoðað tilboð frá Snertli ehf. vegna landupplýsingakerfis fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti tilboðið.
14. Gjaldskrá gatnagerðargjalda
Framlögð til annarrar umræðu breytingatillaga á gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Borgarbyggð.
15. Tilboð í leikskólann á Hvanneyri
Framlögð fundargerð frá opnun tilboða í byggingu leikskólans á Hvanneyri.
Eftirtalin fyrirtæki buðu í verkið:
Nýverk ehf. kr. 180.679.603
Art-sérsmíði ehf " 214.567.984
Betri bær ehf. " 195.911.238
Ans ehf. " 188.376.299
Strandaverk ehf " 253.257.608
Kostnaðaráætlun var kr. 155.221.949
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ræða við lægstbjóðanda.
16. Hvítárbakki
Á fundinn mætti Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu til viðræðna um starfsemi stofnunarinnar á Hvítárbakka.
Lagt var fram erindi frá Jóni Fr. Jónssyni vegna eignar sveitarfélagsins á Hvítárbakka.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
17. Menningarmál
Framlögð samantekt fjármálastjóra um stuðning sveitarfélaga við Snorrastofu.
18. Frumkvöðlasetur
Framlagt erindi frá Vaxtasamningi Vesturlands vegna frumkvöðlaseturs í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að Borgarbyggð komi að stofnun frumkvöðlasetursins með framlagi að upphæð kr. 250.000,-. Jafnframt bendir byggðarráð á að rétt sé að bjóða háskólum í héraðinu aðild að frumkvöðlasetrinu.
19. Erindi frá félagsmálanefnd
Framlagt erindi frá félagsmálanefnd vegna jafnréttismála.
Sveitarstjóra var falið að kynna fyrir byggðarráði þá launastefnu sem Akureyrarbær hefur innleitt.
20. Starfsmannastefna
Framlögð drög að starfsmannastefnu fyrir Borgarbyggð.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu og kynna fyrir starfsmönnum sveitarfélagsins.
21. Erindi frá Guðmundi Inga Waage
Framlagt erindi frá Guðmundi Inga Waage dags. 14.02.08 þar sem hann óskar eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu þvottaplana við bensínstöðvar í Borgarnesi.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá olíufélögunum, sem eru með starfsemi í Borgarbyggð, um áform þeirra um uppbyggingu aðstöðu til að þvo bifreiðar.
Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
22. Erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem spurst er fyrir um hvort mögulegt sé að stækka lóðina nr. 10 við Sólbakka í Borgarnesi.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og var framkvæmdasviði falið að ræða við bréfritara.
23. Erindi frá umhverfisfulltrúa
Framlagt erindi frá umhverfisfulltrúa varðandi merkingar á hellum í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fresta erindinu til næsta fundar meðan það er til umfjöllunar í umhverfis- og landbúnaðarnefnd.
24. Afréttar- og fjallskilamál
Framlögð skýrsla vinnuhóps um afréttar- og fjallskilamál Borgarbyggð.
25. Stofnun lóðar við Skiphyl
Framlagt álit skipulags- og byggingarnefndar á stofnun nýrrar lóðar og breytta landnotkun úr landi jarðarinnar Skiphyls.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
Byggðarráð samþykkti að heimila stofnun lóðarinnar.
26. Fundur með umhverfisráðherra
Rætt um fund byggðarráðs með umhverfisráðherra sem haldinn var á Hvanneyri 22. febrúar s.l.
27. Atvinnumál
Rætt var um þá ákvörðun Fasteignamats ríkisins að leggja niður skrifstofu Fasteignamatsins í Borgarnesi.
Byggðarráð mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að loka skrifstofu FMR í Borgarnesi án nokkurrar kynningar fyrir heimaaðilum. Byggðarráð undrast þá stefnu stjórnvalda að flytja opinber störf frá Borgarbyggð til Reykjavíkur.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra Fasteignamatsins og fjármálaráðherra um málið.
28. Framlögð erindi
a. Fundargerð frá fundi í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi.
b. Kynning á verkefninu “Héraðsáætlanir Landgræðslunnar”
c. Friðlýsing æðarvarps: Hvalseyjar.
d. Fundargerðir frá eigendafundi og stjórnarfundi í Faxaflóahöfnum
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,30.