Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

69. fundur 26. mars 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 69 Dags : 26.03.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Tilnefningar í eldri borgarara ráð
Eftirtalin voru tilnefnd í eldri borgara ráð Borgarbyggðar:
Sem aðalmenn Sveinn G. Hálfdánarson, Brynjólfur Gíslason og Margrét Guðmundsdóttir og til vara Ingigerður Jónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Sveinn Hallgrímsson.
2. Umsagnir um þingsályktunartillögur
Framlagðar umsagnir um þingsályktunattillögu um stofnun háskólaseturs á Akranesi og um þingsályktunartillögu um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
3. Frumvarp til laga um frístundabyggðir
Rætt um frumvarp til laga um frístundabyggðir.
4. Þróunarfélagið Land
Framlagt erindi dagsett 18.03. 2008 frá Þróunarfélaginu Land vegna lóða á Hvanneyri.
Samþykkt að hafna erindinu og var sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
 
5. Menningarmál
Rætt um menningarmál og aðstöðu til sýninga á munum úr búi Jóns Björnssonar kaupmanns og fjölskyldu hans.
6. Leikskólinn Klettaborg
Framlagt erindi frá fræðslunefnd um rekstur leikskólans Klettaborgar sem vísað var til byggðarráðs á fundi nefndarinnar 19.03. 2008.
Samþykkt að óska eftir umsögn fræðslustjóra um erindið.
7. Næsti sveitarstjórnarfundur
Samþykkt var að fresta næsta sveitarstjórnarfundi til 17. apríl.
8. Eignarnám
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.03.´08 varðandi fyrirhugað eignarnám að Brákarbraut 11, Borgarnesi.
Samþykkt með 2 atkv. að heimila Inga Tryggvasyni hdl. að leita til matsnefndar eignarnámsbóta vegna þessa máls. SE sat hjá við afgreiðslu málsins.
9. Framlögð mál
a. Fundargerðir vinnuhóps um málefni Laugagerðisskóla dags. 25.06.07 og 17.03.08.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 09,15.