Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

70. fundur 02. apríl 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 70 Dags : 02.04.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Verksamningur við Nýverk
Framlagður verksamningur við Nýverk ehf. um byggingu leikskóla á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
 
2. Minnisblað um viðburði í Borgarbyggð árið 2008
Framlagt minnisblað um helstu viðburði í sveitarfélaginu sumarið 2008.
Samþykkt að fela menningarfulltrúa að skipuleggja dagskrá 7. júní og einnig var samþykkt að fela kynningarfulltrúa að kynna þá viðburði sem verða í Borgarbyggð í sumar.
3. Samstarfsverkefni um þjóðlendumál
Framlagt bréf dagsett 25.03. 2008 frá Búnaðarsamtökum Vesturlands þar gerð er grein fyrir stöðu mála varðandi samstarfsverkefni um þjóðlendumál. Jafnframt var lagt fram yfirlit um kostnaðarskiptingu vegna verkefnisins.
 
4. Menningarmál
Framlagt fundarboð á aðalfund Menningarráðs Vesturlands sem haldinn verður í Reykholti 16. apríl n.k.
Samþykkt að fela Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra að vera fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
5. Umsögn frá félagsmálanefnd
Framlögð umsögn félagsmálanefndar um framtíðarsýn stjórnar Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi varðandi þjónustu við eldri borgara á starfsvæði heimilisins.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Tek undir með félagsmálanefnd að málefni aldraðra eigi að vera á ábyrgð sveitarfélagsins".
6. Erindi frá Búafli ehf.
Framlagt erindi frá Búafli ehf. dagsett 25.03. 2008 varðandi þörf sveitarfélagsins fyrir félagslegar íbúðir.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði og félagsmálastjóra að meta þörf fyrir endurnýjun íbúða í félagslega kerfinu.
7. Vatnsveita Álftaneshrepps
Á fundinn mætti Jökull Helgasonforstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um viðhald á vatnsveitu Álftaneshrepps.
8. Þjónustusamningar við iðnaðarmenn
Forstöðumaður framkvæmdasviðs kynnti vinnu við gerð þjónustusamninga við iðnaðarmenn í Borgarbyggð um viðhald á fasteignum sveitarfélagsins.
Sveinbjörn lagði fram bókun um að þó hann telji að alla jafna eigi að bjóða þessi verk út sé hann tilbúinn að samþykkja til reynslu í eitt ár.
9. Fasteignamat ríkisins
Á fundinn mætti Haukur Ingibergsson forstjóri Fasteignamats ríkisins til viðræðna um framtíð útbús stofnunarinnar í Borgarnesi.
Byggðarráð ítrekar fyrri samþykkt um ósk um fund með fjármálaráðherra varðandi málið.
10. Horfur í rekstri Borgarbyggðar árið 2008
Rætt um horfur í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2008 með hliðsjón af þeim breytingum sem hafa verið í efnahagslífi landsins.
Samþykkt var að ræða endurskoðun á framkvæmdaáætlun ársins á næsta fundi byggðarráðs.
11. Atvinnumál
Framlögð fyrirspurn frá Eðalfiski ehf. vegna atvinnumála.
12. Skólaakstur
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum sem farið hafa fram við skólabílstjóra við Grunnskólann í Borgarnesi og Varmalandsskóla um framlengingu samninga um skólaakstur.
Byggðarráð samþykkti að bjóða bílstjórunum 13% hækkun á gjaldskrá sem fram kemur í gildandi samningum.
13. Framlögð mál
a. Ályktanir frá aðalfundi Félags Leikskólakennara sem haldinn var 13. og 14. mars s.l.
b. Bréf frá Sorpurðun Vesturlands varðandi arðgreiðslu til hluthafa.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,15.