Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

71. fundur 09. apríl 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 71 Dags : 09.04.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Framkvæmdaáætlun ársins 2008
Rætt um framkvæmdaáætlun ársins 2008.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um stöðu framkvæmda og hvort ástæða sé til að gera breytingar á áætluninni.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að skoða hvaða breytingar séu mögulegar og málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
2. Ferðaþjónusta Borgarfjarðar
Framlagt erindi Ferðaþjónustu Borgarfjarðar um rekstur tjaldsvæðis að Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt að falla frá samningi um rekstur tjaldsvæðis við Ferðaþjónustuna og fella niður skuld vegna ógreiddrar leigu.
3. Vinnuhópur um leikskóla á Bifröst
Framlagðar fundargerðir vinnuhóps um leikskóla á Bifröst dags. 29.02., 06.03. og 25.03. ásamt minnisblaði eftir skoðunarferð í leikskólann.
4. Vinnuhópur um deiliskipulag í Brákarey
Framlögð fundargerð vinnuhóps um deiliskipulag í Brákarey frá 10.03. ásamt minnisblaði eftir fund með Kanon arkitektum.
5. Bréf Skorradalshrepps
Framlagt bréf formanns aðalskipulagsnefndar Skorradalshrepps dags. 31.03.’08 varðandi svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997 - 2017.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar og aðalskipulagshóps.
6. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Framlagt bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 31.03.’08 með áætlun um úthlutanir framlaga á árinu 2008.
7. Bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands
Framlagt bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands dags. 02.04.’08 með umsögn um sölu á hluta jarðar í Reykholtsdal.
8. Kárastaðaflugvöllur
Á fundinn komu Magnús Guðjónsson og Theodór Þórðarson til viðræðna um framkvæmdir við Kárastaðaflugvöll.
Sigurjón Einarssonverkefnisstjóri skipulagsmála sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Samþykkt að láta auglýsa deiliskipulag Kárastaðaflugvallar.
Samþykkt að bjóða forsvarsmönnum Flugstoða á fund byggðarráðs til að ræða flugvallamál í Borgarbyggð.
9. Ársreikningur 2007
Framlögð drög að ársreikningi ársins 2007.
Á fundinn mættu Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og Oddur G. Jónsson frá KPMG-Endurskoðun.
Samþykkt að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
10. Leiðrétting á fjárhagsáætlun
Framlögð beiðni leikskólastjóra Hnoðrabóls um leiðréttingu á fjárhagsáætlun 2008 vegna mistaka sem urðu við vinnslu áætlunarinnar.
Samþykkt að verða við beiðninni.
11. Fjallskilamál
Framlögð fundargerð frá sameiginlegum fundi fulltrúa frá Borgarbyggð og Dalabyggð sem haldinn var 04. apríl s.l. í Árbliki.
Samþykkt að óska tilnefningar frá fjallskilanefnd Borgarbyggðar í sameiginlegan vinnuhóp með Dalamönnum með vísan í fundargerðina.
12. Erindi frá fræðslunefnd
Framlögð beiðni Sólrúnar Höllu Bjarnadóttur um námsleyfi á skólaárinu 2008 - 2009.
Samþykkt að verða við beiðninni með vísan til kjarasamninga.
Rætt um beiðni leikskólastjóra um aukið stjórnunarhlutfall leikskólastjóra í litlum leikskólum.
Samþykkt að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2009.
Samþykkt var tillaga fræðslunefndar að gerð verði úttekt á húsnæðisþörf Grunnskóla Borgarfjarðar.
13. Búfjáreftirlit
Framlagðar skýrslur frá Búnaðarsamtökum Vesturlands um búfjáreftirlit.
14. Verðmat á íbúðum
Framlagt mat Inga Tryggvasonar hdl. á söluverði íbúðar í parhúsi og einbýlishúsi í eigu Borgarbyggðar.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að selja fasteignirnar.
15. Framlögð mál
a. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28.03.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,10.