Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

72. fundur 16. apríl 2008 kl. 15:00 - 15:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 72 Dags : 16.04.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Framkvæmdaáætlun ársins 2008
Rætt um framkvæmdaáætlun ársins 2008.
Á fundinn mættu starfsmenn framkvæmdasviðs þeir Jökull Helgason forstöðumaður, Kristján Finnur Kristjánsson verkefnisstjóri, Sigurjón Einarsson verkefnisstjóri skipulagsmála og Björg Gunnarsdóttir umhverfisfulltrúi til viðræðna um stöðu framkvæmda.
 
Lögð var fram tillaga að breytingu á framkvæmdaáætlun 2008.
 
Samþykkt var að heimila útboð á eftirtöldum framkvæmdum:
Aðkoma og ný bílastæði við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri
Gangstéttar við Kvíaholt
Yfirborðsfrágangur við Stekkjarholt
Gangstéttar, malbik og 2 biðskýli við Hrafnaklett, Ugluklett og Egilsholt
Yfirborðsfrágangur við Sólbakka
Gangstéttar við Brákarbraut
Gangstéttar við Skúlagötu
Ný bílastæði við Grunnskólann í Borgarnesi
Gangstétt frá Kvíaholti að Bjargsafleggjara
Nýtt hátíðarsvið í Skallagrímsgarði
Samþykkt var að heimila grenndarkynningu á nýju umferðarskipulagi við Grunnskólann í Borgarnesi.
 
Sveinbjörn vék af fundi áður en fundargerð var upplesin.
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 16,45.