Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 73
Dags : 23.04.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Framkvæmdir á árinu 2008
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda sem hófust árið 2007 og hafa dregist fram á árið 2008. Auk þess var rætt um viðhald á Álftanesveitu og viðhaldsverkefni við götur og gangstéttar í sveitarfélaginu.
Frekari upplýsingar verða lagðar fram á næsta fundi byggðarráðs.
2. Framkvæmdasvið
Lögð var fram tillaga að framkvæmdasvið taki upp fasta viðtalstíma og forstöðumanni falið að útfæra það nánar.
Samþykkt var að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að kaupa tvo bíla fyrir framkvæmdasvið og endurnýja undanfarabíl fyrir slökkviliðið.
Jökull lagði fram samning við Snertil um kaup á landupplýsingakerfi Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkti samninginn.
3. Umsókn um styrk
Framlagt bréf dagsett 09.04. 2008 frá Körfuknattleiksdeild Skallagríms þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna alþjóðlegs körfuboltamóts sem fram fór í Borgarnesi 18. til 20. apríl s.l.
Vísað til tómstundanefndar.
4. Umsagnir um lagafrumvörp
Framlagt bréf dagsett 14.04. 2008 frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágu frá viðauka við EES-samninginn, EES reglur og breytingu ýmissa laga. Jafnframt er framlagt bréf frá efnahags- og skattanefnd Alþingis dagsett 10.04. 2008 þar sem óskað er eftir umsögn um framvarp til laga um skráningu og mat fasteigna.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
5. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð vegna aðalfundar Veiðifélags Langár sem fram fer 26. apríl n.k.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson og Einar Ole Pedersen verði fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum.
6. Umsókn um styrk
Framlagt bréf frá starfsfólki Varmalandsskóla dags. 01.04.’08 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna náms- og kynnisferðar til Brighton í Englandi í sumar.
Samþykkt að vísa erindinu til fræðslunefndar.
7. Skólaferðir
Framlögð umsögn fræðslustjóra um stuðning sveitarfélagsins við skólaferðir nemenda á unglingastigi til Norðurlandanna.
Með hliðsjón af nemendafjölda var samþykkt að styrkja skólaferð 9. bekkjar á Varmalandi um kr. 100.000 og skólaferð 9. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi um kr. 200.000 og verða fjárveitingar teknar af liðnum 21-750, vinabæjarsamskipti.
8. Lóðarstækkun í Hraundal
Framlagt erindi frá Ásgeiri Helgason og Stefaníu Gissurardóttur dagsett 10.04. 2008 þar sem þau óska eftir stækkun á lóð sinni Hraunteigi 15 í Syðri-Hraundal.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska eftir að framkvæmdasvið geri tillögu um nýtingu lóðarinnar Hraunteigur 20.
9. Starfsmannamál
Framlögð umsókn starfsmanns í leikskólanum Klettaborg um launalaust leyfi við leikskólann frá 01. október 2008 til 31. ágúst 2009.
Samþykkt var að verða við beiðninni.
Rætt um bókun umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna starfsmannamála.
Byggðarráð bendir nefndum á að starfsmannamál heyra undir sveitarstjóra og byggðarráð.
10. Erindi frá umhverfis- og landbúnaðarnefnd
Framlögð bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa dags. 21.04.08 varðandi drög að beitarsamningi við Hestamannafélagið Skugga, uppbyggingu og rekstur ferðamannastaða og bann við lausagöngu hunda á tjaldsvæðinu í Hítardal.
Eftirfarandi erindum úr fundargerð umhverfis- og landbúnaðarnefndar frá 9. apríl s.l hafði verið vísað frá sveitarstjórn til byggðarráðs.
- Beitarsamningur við Hestamannafélagið Skugga
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kostnaðarmeta nauðsynlegar framkvæmdir, girðingar o.þ.h. til að uppfylla samninginn.
- Tillaga um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu ferðamannastaða.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir tillögu um 3 -5 staði þar sem æskilegt er að sveitarfélagið komi að uppbyggingu.
- Reiðvegir í Borgarbyggð
Vísað í vinnuhóp um aðalskipulag. Samþykkt að málið verði kynnt á næsta fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
Rætt var um tjaldsvæðið í Hítardal og var samþykkt að sveitarfélagið kosti uppsetningu skilta sem sýna bann við lausagöngu hunda á svæðinu.
11. Skólaakstur
Rætt um framlengingu á samningum við skólabílstjóra við Varmalandsskóla og Grunnskólann í Borgarnesi.
12. Almenningssamgöngur
Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hann átti ásamt skrifstofustjóra og fulltrúa Hvalfjarðarsveitar með Vegagerðinni þriðjudaginn 22. apríl.
13. Ályktun frá Félagi eldri borgara í Borgarnesi
Framlögð ályktun frá félagi eldriborgara í Borgarnesi og nágrenni varðandi strætisvagnaferðir, ferðaþjónustu, leigubílaakstur, gönguleiðir og útivist.
Byggðarráð þakkar ábendingar sem fram koma í ályktuninni.
14. Erindi frá Sveini Jóhannessyni og Þorbjörgu Valdimarsdóttur
Framlagt erindi frá Sveini Jóhannessyni og Þorbjörgu Valdimarsdóttur Flóðtanga þar sem óskað er eftir að 2500 fm reitur verði gerður að séreign og leystur undan landbúnaðarnotkun.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar og Búnaðarsamtaka Vesturlands um erindið.
15. Börn í 100 ár
Framlagt minnisblað Guðrúnar Jónsdóttur menningarfulltrúa um sýninguna Börn í 100 ár sem haldinn verður í Safnahúsi Borgarfjarðar.
16. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Framlagt fundarboð á aðalfund Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sem haldinn verður 30. apríl n.k. í Stykkishólmi.
Samþykkt að Finnbogi Rögnvaldsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
17. Framlögð mál
a. Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 14.04 2008
b. Fundarboð á ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður á Egilsstöðum 8. maí.
c. Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu dags. 11.04.´08 um hækkun húsaleigubóta.
d. Samningar Borgarbyggðar við Landnámssetur og Landbúnaðarsafn Íslands.
e. Dómar gerðardóms í málum Guðrúnar Ó. Jónsdóttur gegn Borgarbyggð varðandi samninga um skipulagsráðgjöf.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins að fara yfir dómana og leggja fram minnisblað á fundi byggðarráðs.
f. Minnisblað frá viðtalstíma sveitarstjórnarmanna.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóðs.
Fundi slitið kl. 11,oo.