Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

74. fundur 30. apríl 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 74 Dags : 30.04.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Torfi Jóhannesson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri:Eiríkur Ólafssonsem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Viðhald gatna og gangstétta á árinu 2008
Rætt um helstu viðhaldsverkefni við götur og gangstéttar í sveitarfélaginu.
Afgreiðslu frestað vegna forfalla forstöðumanns framkvæmdasviðs.
 
2. Fjármögnun framkvæmda á árinu 2008
Lagt var fram minnisblað frá fjármálastjóra um fjármögnun framkvæmda á árinu 2008.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að ræða við Lánasjóð sveitarfélaga um lántökur á árinu.
3. Vinna við aðalskipulag Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Sigurjón Einarssonverkefnisstjóri skipulagsmála og kynnti vinnu við aðalskipulag Borgarbyggðar. Jafnframt eru framlagðar fundargerðir vinnuhóps um aðalskipulag frá 24.10.07, 07.11.07, 09.01.08 og 16.01.08.
Samþykkt var að fela vinnuhópi um aðalskipulag að funda með Húnvetningum um sameiginlega hagsmuni í skipulagsmálum.
4. Landskipti
Framlagt bréf dagsett 22.04. 2008 frá Karli Valssyni og Moniku Kimpfler Hrafnkelsstöðum þar sem þau óska eftir að gera 54.2 hektara úr jörðinni að séreign. Ekki er óskað eftir breyttum landnotum.
Samþykkt var að óska eftir umsögn frá umhverfis- og landbúnaðarnefnd og Búnaðarsamtakum Vesturlands um erindið.
5. Umsögn um lagafrumvarp
Framlagt bréf dagsett 22.04. 2008 frá félags- tryggingamálanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um þingsályktun um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum.
Samþykkt að óska eftir umsögn félagsmálanefndar.
6. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð vegna aðalfundar Faxaflóahafna sf. sem fram fer 30. maí n.k.
Samþykkt að Sveinbjörn Eyjólfsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
7. Umsögn umhverfisnefndar
Framlögð umsögn umhverfisnefndar um fyrirspurn landeigenda að Flóðatanga í Stafholtstungum sem vísað var til nefndarinnar á fundi byggðarráðs 23.apríl s.l.
Fyrir liggur að um er að ræða að stofnun lóðar fyrir sumarhús og var því umsókninni vísað til umsagnar skipulags- og bygginganefndar.
7. Orkuveita Reykjavíkur
Framlögð fundargerð frá stjórnarfundi í OR sem fram fór 18. apríl s.l.
8. Stjórnsýsla Borgarbyggðar
Framlögð erindi frá stjórnsýsluhópi um samningastjórnun og áætlunargerð.
Vísað til kynningar í sveitarstjórn.
9. Skólaakstur
Rætt um framlengingu á samningum við skólabílstjóra við Varmalandsskóla og við Grunnskólann í Borgarnesi.
10. Almenningssamgöngur
Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hann átti ásamt skrifstofustjóra og fulltrúa Hvalfjarðarsveitar með Strætó bs. þriðjudaginn 29. apríl.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að fá samgönguverkfræðing til að gera athugun á almenningssamgöngum innan og útfrá Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir sameiginlegum fundi með sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og bæjarstjórn Akraness um almenningssamgöngur.
11. Sauðamessa 2008
Samþykkt var að veita Sauðamessu 2008 styrk að upphæð kr. 400.000,- til kynningarstarfs og undirbúnings.
12. Afskriftir
Skrifstofustjóri lagði fram tillögu um afskriftir útistandandi krafna.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
13. Heimsókn franska sendiherrans
Framlagt minnisblað menningarfulltrúa um væntanlega heimsókn franska sendiherrans á Íslandi 15. maí n.k.
Byggðarráð fagnar komu sendiherrans og var menningarfulltrúa falið að undirbúa heimsóknina.
14. Bréf starfsmanna Grunnskólans í Borgarnesi
Framlagt bréf starfsmanna Grunnskólans í Borgarnesi dags. 24.04.08 þar sem sótt er um styrk til að sækja námskeið um uppeldisstefnu sem haldið verður í Minneappolis n.k. haust.
Samþykkt að vísað erindinu til fræðslunefndar.
15. Umsóknir um starf skólastjóra við Grunnskóla Borgarfjarðar
Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknum sem bárust um starf skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar og kynnti vinnu við mat á umsóknunum.
Samþykkt að vísa umsóknunum til umsagnar fræðslunefndar.
16. Framlögð mál
a. Fundargerðir frá fundum stjórnar Húsaverndunarsjóðs
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,15.