Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

75. fundur 14. maí 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 75 Dags : 14.05.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Viðhald gatna og gangstétta á árinu 2008
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um helstu viðhaldsverkefni við götur og gangstéttar í sveitarfélaginu.
2. Framkvæmdir á árinu 2008
Forstöðumaður framkvæmdasviðs fór yfir framkvæmdaáætlun ársins 2008.
Einnig var rætt um framkvæmdir sem voru á áætlun á árinu 2007 en var ekki lokið fyrir áramót. Kostnaður skv. áætlun er um 60 milljónir króna.
Samþykkt var að heimila framkvæmdasviði að láta ljúka þessum verkefnum og var fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008.
3. Erindi frá sóknarnefnd Reykholtskirkju
Framlagt erindi frá sóknarnefnd Reykholtskirkju dagsett 17.04 2008 þar sem farið er fram á styrk til að mæta kostnaði við fasteignagjöld.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska eftir upplýsingum frá fjármálastjóra um málið.
4. Húsnæðismál Grunnskólans í Borgarnesi.
Framlagður tölvupóstur frá fulltrúa eigenda að Gunnlaugsgötu 21b í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
5. Samningar við Snorrastofu
Framlagt bréf dagsett 08.05. 2008 frá forstöðumanni Snorrastofu vegna samninga við sveitarfélagið.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
6. Aðalfundarboð
Framlögð fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár sem fram fer 14. maí n.k. og aðalfund Veiðifélagsins Hvítár sem fram fer 15. maí n.k.
Samþykkt að fela Sigurjóni Jóhannssyni að vera fulltrúi Borgarbyggðar á fundunum.
7. Bréf samgönguráðuneytis
Framlagt bréf samgönguráðuneytis vegna kæru á álagt fráveitugjald í sveitarfélaginu.
8. Umsögn félagsmálastjóra
Framlögð umsögn félagsmálastjóra um atvinnuúrræði unglinga með skerta starfsorku.
Samþykkt að senda umsögnina til forstöðumanna stofnana Borgarbyggðar.
9. Jafnréttisáætlun
Framlögð tillaga félagsmálanefndar að jafnréttisáætlun fyrir Borgarbyggð.
Umræður urðu um tillöguna og var sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
Sveinbjörn tók fram að hann fagnar djarfri og framúrstefnulegri tillögu félagsmálanefndar að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið.
10. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Framlögð bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 28.04.´08 vegna umsóknar sveitarfélagsins um stuðning við breytingar á húsnæði Varmalandsskóla og bréf dagsett sama dag um úthlutun fjármagns vegna nýbúafræðslu.
Samþykkt að hækka framlag í fjárhagsáætlun til nýbúafræðslu um kr. 400.000 og var fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar
11. Erindi frá Snorrastofu
Framlagt erindi frá Snorrastofu dagsett 25.04. 2008 þar sem óskað er eftir stuðningi við skógrækt í Reykholti.
Vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
12. Atvinnumál
Framlögð fundargerð frá fundi atvinnu- og markaðsnefndar frá 8. maí s.l.
Lögð voru fram drög að íbúahandbók og var nefndinni falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt var að auglýsa í Borgarfjarðarkorti fyrir um kr. 350.000 og verður kostnaður tekinn af liðnum 13-010 atvinnumál.
Samþykkt var að óska eftir minnisblaði frá sveitarstjóra um nettengingar í Borgarbyggð.
Rætt var um starfsemi Eðalfisks í Borgarnesi og tollamál slíkra fyrirtækja og var eftirfarandi bókun samþykkt:
"Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að beita sér fyrir því að jafnræðis verði gætt í tollum reykts lax milli Evrópusambandsins og Íslands nú þegar tollasamningar milli Íslands og Evrópusambandsins verða endurskoðaðir."
13. Skipulagsmál í Reykholti
Á fundinn mætti Sigurjón Einarssonverkefnisstjóri skipulagsmála til viðræðna um uppbyggingu íbúðabyggðar í Reykholti.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
14. Skipulagsmál í gamla miðbænum í Borgarnesi.
Verkefnisstjóri skipulagsmála sagði frá skipulagsmálum í gamla miðbænum í Borgarnesi.
15. Fjallskilamál
Rætt um fundargerð fyrsta fundar fjallskilanefndar Borgarbyggðar sem haldinn var 22.04.08.
16. Syðri Hraundalur
Rætt um sumarhúsalóðir í Syðri-Hraundal.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að láta girða sumarhúsaland í Syðri-Hraundal.
17. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Framlögð beiðni starfsmanns við leikskólann Andabæ um námsleyfi frá hausti 2008 til októberloka 2009.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða beiðnina við umsækjandann og leikskólastjóra Andabæjar.
18. Ársfjórðungsskýrsla
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins fyrstu 3 mánuði ársins.
Sveitarstjóri vék af fundi.
19. Framlögð mál
a. Svör við styrkumsóknum vegna Borgarfjarðarbrúarinnar frá þróunarsjóði grunnskóla og þróunarsjóði leikskóla.
b. Skýrsla frá Snorrastofu um Noregsferð
c. Fundarboð á aðalfund Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands sem haldinn verður 15. maí 2008.
d. Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 02.05.08 með upplýsingum um dag barnsins 25. maí n.k.
e. Fundargerð frá fundi samráðshóps um forvarnir dags. 08.05.08.
f. Fundargerð frá fundi vinnuhóps um vallarhús dags. 06.05.08.
g. Kaupsamningur vegna sölu sveitarfélagsins á Mávakletti 14 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,15.