Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

76. fundur 28. maí 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 76 Dags : 28.05.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Umsögn um lokun pósthúss í Reykholti
Framlögð drög að umsögn til Póst og fjarskiptastofnunar vegna fyrirhugaðrar lokunar Íslandspósts á afgreiðslu í Reykholti.
Byggðarráð samþykkti fyrirliggjandi umsögn með lítilsháttar breytingum.
2. Erindi frá kennurum við Grunnskólann í Borgarnesi
Framlagt erindi dagsett 24.05. 2008 frá kennurum við Grunnskólann í Borgarnesi vegna launamála.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum kennara vegna málsins.
3. Umsögn frá verkefnisstjóra skipulagsmála
Framlögð umsögn verkefnisstjóra skipulagsmála vegna úthlutunar byggingaleyfa..
4. Umsagnir vegna landskipta
Framlagðar umsagnir frá Búnaðarsamtökum Vesturlands og umhverfis- landbúnaðarnefnd vegna landskipta og breytinga á landnotkun.
Samþykkt var að 54,2 ha spilda úr landi Hrafnkelsstaða verði gerð að séreign.
Samþykkt var að reitur úr landi Flóðatanga verði leystur úr landbúnaðarnotkun og gerður að séreign.
5. Umsagnir frá umhverfis- og landbúnaðarnefnd
Framlagðar umsagnir umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna erindi frá byggðarráði.
6. Erindi frá Fiskvinnslunni Hátindi og Þjóðbjörgu í Borgarnesi
Framlagt erindi dagsett 18.05. 2008 frá Ágústi Haraldssyni f.h. Hátinds og Þjóðbjargar ehf. vegna kvótaleigu.
Sveitarstjóra var falið að svara bréfritara.
7. Bréf frá Odsherred kommune
Framlagt bréf dagsett 08.05. 2008 frá Odsherred vinabæ Borgarbyggðar í Danmörku þar sem boðað er til fundar dagana 26. til 28. september n.k.
8. Erindi frá Golfklúbbnum Glanna
Framlagt erindi frá Golfklúbbnum Glanna dagsett 10.05. 2008 vegna uppbyggingar golfvallar í Grábrókarhrauni og sveitarstjórn og tómstundanefnd boðið í heimsókn.
Byggðarráð þakkar gott boð og var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
9. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
10. Nettengingar
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um úttekt á nettengingum í Borgarbyggð.
11. Umsögn frá fræðslunefnd
Framlögð umsögn fræðslunefndar um stuðning við kennara vegna námsferða.
12. Kleppjárnsreykir
Rætt um umhverfismál á Kleppjárnsreykjum.
Byggðarráð tekur undir bókun á fundi skipulags- og bygginganefndar frá 20.05.08 varðandi málið.
13. Flugvöllurinn á Stóra-Kroppi
Á fundinn mætti Jón Þór Þorvaldsson og kynnti hugmyndir um mögulega uppbyggingu flugvallarins á Stóra-Kroppi.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum samgönguráðuneytisins um málið.
14. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Samþykkt að veita starfsmanni leikskólans Andabæjar launalaust leyfi í eitt ár.
15. Breyting á svæðisskipulagi
Framlagt bréf oddvita Skorradalshrepps dags. 26.05.08 þar sem farið er fram á heimild til óverulegrar breytinga á svæðisskipulagi norðan Skarðsheiðar í landi Hálsa í Skorradal.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við breytinguna en vekur athygli á fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
16. Menntaskóli Borgarfjarðar
Rætt var um málefni Menntaskóla Borgarfjarðar og samþykkt að óska eftir fundi með stjórn Menntaborgar ehf.
17. Kostnaður við girðingu
Framlagt mat á kostnaði við girðingu við Syðri-Hraundal í tengslum við beitarsamning.
Samþykkt að bjóða Hestamannafélaginu Skugga að Borgarbyggð leggi til efni en félagið vinnu við girðinguna.
18. Framlögð mál
a. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna stuðnings við sameiningu.
b. Afrit af bréfi formanns búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 til héraðsdýralæknis
c. Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna 13.05.´08
d. Bréf frá nemendum í 9. bekk Varmalandsskóla þar sem þakkað er fyrir stuðning
e. Bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands vegna búfjáreftirlits 22.05.08.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,35.