Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

77. fundur 04. júní 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 77 Dags : 04.06.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál.
Á fundinn mætti Jón Pálsson stjórnarformaður Sólfells ehf.
Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu starfsmanna Sólfells ehf. og hvetur forsvarsmenn fyrirtækisins að gæta hagsmuna starfsmanna og virða þær skuldbindingar sem fyrirtækið hefur gert.
2. Samningur um rekstur Skallagrímsvallar
Framlagður samningur við knattspyrnudeild umf. Skallagríms um rekstur Skallagrímsvallar sumarið 2008.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
3. Leikskólinn Hraunborg
Framlagt bréf framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar dags. 28.05.’08 varðandi aukið framlag Borgarbyggðar til leikskólans Hraunborgar.
Samþykkt að fela fræðslustjóra að kostnaðarmeta breytingartillögu Hjallastefnunnar og erindinu vísað til fræðslunefndar. Einnig er óskað eftir mati á framkvæmd samnings við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans.
4. Laugagerðisskóli
Framlögð fundargerð skólanefndar Laugagerðisskóla dags. 19.05.’08 ásamt áskorun til byggðasamlags skólans varðandi vatnsmál í skólanum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að fara yfir málið með stjórn byggðasamlags Laugagerðisskóla.
5. Umsögn um tillögu til þingsályktunar
Framlagt bréf samgöngunefndar Alþingis dags. 28.05.’08 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um yfirtöku ríkisins á Speli ehf og niðurfellingu veggjalds um Hvalfjarðargöng.
Byggðarráð leggur til að tillagan verði samþykkt og sveitarstjóra falið að senda umsögn.
6. Bréf Óskars Halldórssonar
Framlagt bréf Óskars Halldórssonar dags. 25.05.’08 þar sem farið er fram á heimild til að aka sauðfé í beitarhólf Lunddælinga norðan Reyðarvatns þegar gróður er kominn í kringum mánaðarmótin júní – júlí.
Samþykkt að hafna erindinu og að það verði kynnt fjallskilanefnd Oddstaðaréttar.
7. Launamál kennara
Á fundinn mættu Arna Einarsdóttir og Kolbrún Kjartansdóttir fulltrúar kennara við Grunnskólann í Borgarnesi til viðræðna um launamál.
8. Tjaldsvæði
Rætt um tjaldsvæði í Borgarbyggð.
Á fundinn mættu Steinar í Fossatúni, Unnur á Hótel Hamri, Sigríður í Húsafelli, Guðmundur í Mótel Venus og Jóhann á Hraunsnefi til viðræðna að um tjaldsvæðamál í héraðinu.
Samþykkt að endurskoða aðkomu Borgarbyggðar að rekstri tjaldsvæða.
9. Menntaskóli Borgarfjarðar
Á fundinn mættu Torfi Jóhannesson, Sigurður Már Einarsson og Ólafur Sveinsson frá stjórn Menntaborgar ehf. til viðræðna um byggingu Menntaskóla Borgarfjarðar.
10. Samanburður á leikskólagjöldum
Framlagður samanburður fræðslustjóra á leikskólagjöldum nokkurra sveitarfélaga.
11. Verksamningur um tæmingu rotþróa
Framlagður samningur við Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands ehf. um tæmingu rotþróa í Borgarbyggð og Eyja- og Miklaholtshreppi 2007 – 2012.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
12. Búnaðarkaup slökkviliðs
Framlagt minnisblaðs slökkviliðsstjóra varðandi búnaðarkaup slökkviliðs Borgarbyggðar.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
SE lagði áherslu á að lokið yrði sem fyrst samþykkt brunavarnaáætlunar.
13. Erindi frá íbúum við Sóltún 14 og 16
Framlögð umsögn framkvæmdasviðs vegna athugasemda sem íbúar við Sóltún 14 og 16 á Hvanneyri gerðu vegna drenlagna við húsin.
Samþykkt að óska eftir nánari upplýsingum frá framkvæmdasviði.
14. Ferðamannastaðir
Framlögð tillaga umhverfis- og landbúnaðarnefndar um þá ferðamannastaði sem æskilegt er að sveitarfélagið komi að rekstri.
15. Beitarsamningur við Hestamannafélagið Skugga
Rætt um beitarsamning við Hestamannafélagið Skugga en félagið hefur gert athugasemdir við fyrirliggjandi drög.
Byggðarráð samþykkti fyrirliggjandi samningsdrög með smávægilegum breytingum og var sveitarstjóra falið að ganga frá málinu gagnvart Skugga.
16. Vinnuhópur um umferðaröryggismál
Framlagðar fundargerðir vinnuhóps um umferðaröryggismál dags. 22.04. og 30.04. 2008.
17. Afturköllun úthlutunar lóðar
Samþykkt var að afturkalla úthlutun lóðarinnar að Sólbakka 29 til S.Ó. húsbygginga þar sem þeirri lóð hafði áður verið úthlutað til annars aðila.
Rætt um framkvæmdir við húsnæði tómstundaskóla við Skallagrímsvöll.
19. Framlögð mál
a. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 23.05.´08.
b. Fundargerð aðalfundar Menningarráðs Vesturlands 16.04.’08.
c. Afrit af bréfi matsnefndar eignarnámsbóta.
d. Afrit af bréfi Matvælastofnunar dags. 25.05.’08.
e. Bréf Menntamálaráðuneytisins dags. 13.05.’08 varðandi könnun á högum barna og ungmenna sem ber heitið Ungt fólk 2007, framhaldsskólanemar.
 
Fleira ekki gert.
 
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,15.