Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 78
Dags : 18.06.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Kosning formanns og varaformanns byggðarráðs
Finnbogi Rögnvaldsson var kosinn formaður byggðarráðs og Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður.
2. Erindi frá Reykholtskirkju
Framlagt erindi frá séra Geir Waage f.h. Reykholtskirkju, dagsett 02.06. 2008 þar sem óskað er eftir að bílastæði við kirkjuna verði malbikað.
Byggðarráð lítur svo á að verkefnið sé á höndum Vegagerðarinnar og var sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn hennar um skiptingu kostnaðar í kjölfar breyttra laga um vegamál.
3. Erindi frá Ingimundi Grétarssyni
Framlagt erindi frá Ingimundi Grétarssyni dagsett 01.06. 2008 vegna Brákarbrautar 11 í Borgarnesi.
Samþykkt að fela lögfræðingi Borgarbyggðar að svara bréfinu.
Jafnframt er framlagt afrit af bréfi samgönguráðuneytisins til Ingimundar Grétarssonar þar sem ráðuneytið hafnar beiðni hans um skoðun á stjórnsýslu- og fjárhagslegum samskiptum Borgarbyggðar og Sparisjóðs Mýrasýslu.
4. Erindi frá Innova
Framlagt erindi frá Innova dagsett 02.06. 2008 vegna lóða við Brákarsund 1,2,3 og 4 í Borgarnesi.
Byggðarráð hafnaði erindinu.
5. Erindi frá barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala
Framlagt erindi frá barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala dagsett 03.06. 2008 þar sem lögð er fram tillaga fyrir aðilarsveitarfélög um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum.
Byggðarráð samþykkti áætlunina.
6. Fundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fer í Reykjavík 18. júní n.k.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Framlagt bréf Menningarráðs Vesturlands dagsett 04.06. 2008 þar sem óskað er upplýsinga um stöðu menningarmála í Borgarbyggð, auk þess sem lögð er fram skýrsla um menningarstarfsemi á Vesturlandi.
Samþykkt að fela menningarfulltrúa að taka saman upplýsingar og senda Menningarráðinu. Jafnframt verður skýrslan send Menningarnefnd Borgarbyggðar.
8. Þjóðvegur 1 í Grábrókarhrauni
Framlagt afrit af bréfi fulltrúa Herðavatns ehf. til Vegagerðarinnar dags. 11.06.08 um undirgögn á þjóðvegi 1 í Grábrókarhrauni.
Byggðarráð tekur eindregið undir sjónarmið bréfritara og var sveitarstjóra falið að kynna þá afstöðu fyrir Vegagerðinni.
9. Fjármögnun framkvæmda árið 2008
Framlagður tölvupóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna erindis Borgarbyggðar um lántöku á árinu 2008.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 250 milljónir króna til 25 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir á fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda s.s. byggingar leikskóla, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt var Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra kt. 010365-4819, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Borgarbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf.sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt var að fela fjármálastjóra að taka saman yfirlit yfir áætlaða lánsfjárþörf ársins í ljósi nýsamþykktra breytinga á framkvæmdaáætlun.
10. Almenningssamgöngur
Framlagt bréf frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er að Vegagerðin fellst á erindi Borgarbyggðar um einkaleyfi á sérleiðinni Reykjavík-Borgarnes að uppfylltum ákveðnum skilyrðum . Jafnframt eru framlagðar tillögur Smára Ólafssonar ráðgjafa um skipulag almenningssamgangna á milli Reykjavíkur og Borgarness.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um málið.
11. Samanburður á leikskólagjöldum
Framlagður samanburður fræðslustjóra á leikskólagjöldum nokkurra sveitarfélaga.
Byggðarráð ítrekar fyrri beiðni um endurskoðun Sambands íslenskra sveitarfélaga á gjaldskrá vegna utanlögheimilisbarna í leikskólum.
12. Atvinnumál
Framlagt erindi frá Þorsteini Mána Árnasyni dagsett 10.06. 2008 vegna smíði ferðamannabátsins Eldborgar.
Auk þess var rætt um flutning opinberra verkefna til landsbyggðarinnar sem og störf á vegum ríkisins í Borgarbyggð.
Byggðarráð Borgarbyggðar fagnar því að ríkisstjórnin skuli grípa til sérstakra aðgerða í byggðamálum. Byggðarráð undrast hinsvegar að aðgerðirnar skuli ekki ná til landsins alls. Einnig bendir byggðarráð á að nýlega var starfsstöð Fasteignamats ríkisins í Borgarnesi lokað og á síðasta ári kom fram tillaga um að loka starfsstöð Veiðimálastofnunar á Hvanneyri. Í ljósi þeirra aðgerða sem nú eru kynntar vekur þetta upp spurningar um rekstur opinberra stofnana í Borgarbyggð. Byggðarráð ítrekar fyrri samþykktir og minnir á viðræður um flutning opinberra starfa til Borgarbyggðar.
Sveitarstjóra var falið að óska eftir fundi með ráðherra byggðamála um málið.
13. Erindi frá 29. fundi sveitarstjórnar
a) Framlögð endurskoðuð drög að leigusamningi við Hestamannafélagið Skugga um beitiland.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
b) Tillögur vinnuhóps um umferðaröryggismál.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kostnaðarmeta nauðsynlegar breytingar til að lækka umferðarhraða í þéttbýli skv. tillögum vinnuhópsins.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kostnaðarmeta breytingar á biðskyldu og stöðvunarskyldu við gatnamót skv. tillögum vinnuhópsins.
c) Fæðisgjald í leikskólum.
Samþykkt að fela fræðslustjóra að taka saman greinargerð um málið.
e) Fundargerð Fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
Samþykkt var tillaga nefndarinnar um breytingu á erindisbréfi hennar á þann hátt að fjallskilanefndin komi saman fyrir luktum dyrum að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári.
Samþykkt að óska eftir umsögn landbúnaðarráðuneytisins um hvort heimilt sé að hafa eina fjallskilareglugerð fyrir Borgarfjarðarsýslu, Akranes, Mýrasýslu og Kolbeinsstaðahrepp.
Svohljóðandi ályktun var samþykkt og verður send Landbúnaðarráðuneytinu og Landbúnaðarstofnun:
14. Skólaakstur
Rætt um skólaakstur í Borgarbyggð.
15. Erindi frá Kvenfélagi Hvítársíðu og Kvenfélagi Hálsasveitar
Framlagt erindi frá Kvenfélagi Hvítársíðu og Kvenfélagi Hálsasveitar þar sem óskað er eftir stuðningi til trjáræktar við félagsheimilið Brúarás.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 40.000,- Fjárhæðin verður tekin af lið 11-810.
16. Viðbygging við leikskólann Hraunborg
Framlögð skýrsla vinnuhóps um viðbyggingu við leikskólann Hraunborg á Bifröst.
Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf.
Rætt um undirbúning að opnun mótorsmiðju í Brákarey.
Samþykkt að óska eftir kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.
18. Fegrunarátak í Borgarbyggð
Rætt um áherslur umhverfis- og landbúnaðarnefndar um fegrunarátak í Borgarbyggð.
Byggðarráð tekur undir áherslur nefndarinnar og var umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
19. Laugargerðisskóli
Rætt um breytingar á samþykktum um Laugargerðisskóla.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Eyja- og Miklaholtshrepp um skipun skóla- og rekstrarnefndar Laugagerðisskóla.
20. Starfsmannamál
Rætt um erindi starfsmanna varðandi álagsgreiðslur
21. Vatnsveita
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur um vatnsveitumál í Reykholtsdal.
22. Sóltún
Kynnt mat framkvæmdasviðs á kostnaði við aðgerðir við drenlagnir við Sóltún 14 - 16 á Hvanneyri.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði á láta framkvæma verkið.
23. Lóðir í Syðri-Hraundal
Samþykkt að hafna erindi Ásgeirs Helgasonar um lóðastækkun í Syðri-Hraundal
Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta auglýsa lausar sumarhúsalóðir í Syðri-Hraundal til sölu.
24. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi stjórnar Faxaflóahafna 9. júní s.l.
b. Bréf frá styrktarsjóði EBÍ
c. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna framlags vegna fatlaðra nemenda
d. Bréf frá menntamálaráðuneytinu vegna úttektar á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.
e. Bréf menntamálaráðuneytisins þar sem boðað er til Menntaþings 12. september n.k.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,20.